Norðurslóð - 17.12.2015, Síða 14
14 -Norðurslóð
Maður kemur í bæinn
Hann ók varlega inn í bæinn og stoppaði
næstum alveg á hraðahindruninni
við Olíustöðina. Kannski ætti ég að
fá mér hamborgara hugsaði hann en vék þeirri
hugsun frá - hindrunin var of augljós ábending
um að teíja í sjoppunni i Olíustöðinni til þess
að hann léti það eftir sér að fara þar inn. En
við þessa umhugsun fann hann samt að í raun
var hann orðinn svangur og á bensínsölunni
við Hafnarstrætið fór hann inn bað um um
pylsu með öllu og mjólkurglas. Hann settist
við borð í hominu og beit með ánægjubrosi
í pylsuna, hellti mjólk í glas og horfði á
þennan vökva og hugurinn reikaði tii löngu
liðinna daga, fyrst sem kúasmala í Dölum og
síðar þegar hann var virðulegur fjósamaður í
þeirri sveit sem fóstrað hafði þetta þorp frá
vöggudögum.
Afgreiðslustúlkan kom að borðinu og
spurði hvort hún mætti biðja hann að borga.
Já, já sagði gesturinn í horninu, gleymdi ég
að greiða fyrir veitingamar - það er aldurinn.
En bætum úr því.
Hann dró úr vasa sínum visa gullkort og
rétti stúlkunni sem aðeins bandaði hendinni
og sagði: Við tökum ekki visa fyrir minna en
500 krónur.
Jæja elskan mín, settu þá búðina með á
reikninginn.
Stúlkan setti á sig snúð og sagðist ekki hafa
tíma til þess að hlusta á lélega gamansemi
gesta sem aðeins hafi efni á einu litlu
mjólkurglasi og smá sinnepssieikju á pulsu.
Ertu að sunnan sagði gesturinn þú segir
pulsu, færðu mér lindusúkkulaði uppfyrir
fimmhundruðkallinn og við verðum vinir að
nýju.
Stúlkan jánkaði því, fór með kortið og kom
aftur með súkkulaðið og blað til undirskriftar.
Gesturinn tók við kortinu leit á það um stund
og sagði svo stundarhátt við sjálfan sig: Það
er ekki heiglum hent að átta sig á hvaða nafn
er á þessu korti - Astráður Sigurgeirsson ég
verð að passa mig á þessu næst.
Heyrðu Ijúfan sagði hann við afgreiðsluna
um leið og hann fékk henni miðann áritaðan.
Geturðu sagt mér hvar kirkjuvörðurinn ykkar
á heima.
Stúlkan að sunnan vissi ekkert um
kirkjuvörð en lofaði að spyrjast fyrir hjá
bensínafgreiðslunni - þeir þekkja alla í
bensíninu. Stúlkan kom að vörmu spori til
baka og sagði við gestinn. Þeir halda að það
sé hún Kata Villa Guðrúnar og að hún eigi
heima á Hvítsmáragötu 5 eða 7.
Gesturinn spurði hógværlega var þetta
Villa Guðrúnar að eiga Kötu eða heitir Pabbi
hennar kannski Villi hennar Rúnu.
Eg veit ekkert um það sagði stúlkan sem
ólst upp við pulsur. Menn tala bara svona
héma í þorpinu.
Viltu súkkulaði, sagði gesturinn og bauð
henni endann á lindupakkanum.
Eg má ekki borða í vinnunni, sagði
stúlkan, en takk samt.
Gesturinn gekk til dyra og settist í bíl sinn
að nýju. Leit áðurákort afbænum sem fest var
á vegg í veitingastofunni til þess að sjá hvar
Hvítsmáragata væri. Undarlegt að allmargar
götur hétu litamöfnum í þessu þorpi. Hér var
Karls rauða torg - það var þó víst ekkert torg
aðeins gata í óreglulegum hring um lægð sem
áin sem nú rann fyrir norðan aðalbyggðina
hafði gert fyrir langa löngu. Hér var líka
Grænugata og Fjólugata. Þessi litadýrð gatna
flaug í gegnum huga hans meðan leitað var að
húsi kirkjuvarðar. Annað hvort fimm eða sjö
sagði stúlkan. Sjö er heilög tala þar hlaut sá er
passar kirkju að eiga heima. Hann gekk upp
að húsinu - leitaði að nafni húsráðanda við
hurð eða dyrabjöllu en á bjöllunni stóð aðeins
nafnið Friedland og pappírinn gulnaður svo
líklega hafði Friedland búið hér lengi. En
þó svo ekki stæði Kata Villa við dyr hringdi
hann bjöllunni og beið þess er verða vildi og
hvemig herra Friedland liti út. Til dyra kom
kona á að giska hálfung í útliti.
Gesturinn spurði hvort hér byggi Katrín
Jólasöngur á sumri
Vilhjálmsdóttir kölluð Kata og passaði uppá
kirkju bæjarins.
Ekki heiti ég Katrín og faðir minn ber
nafnið Jón oft þó kallaður Villi. Sjálf er ég
kölluð Kata og leitar þú mín ungi maður.
Gesturinn rétti konunni hönd sína og
sagði. Komdu sæl Kata, ég er sendur hingað
af þeim fyrir sunnan til að yfirfara og stilla
kirkjuorgelið ykkar.
Hafa þeir áhyggjur af því fyrir sunnan að
fölsk nóta kunni að leynast í orgelinu okkar
hér í víkinni. Eru þeir ekki við sæmilega
heilsu samt.
Eg er aðeins óbreyttur þjónn og þekki ekki
áhyggjur þeirra sem stærri málum ráða, sagði
gesturinn, en ef tónstiginn er ekki allur með
réttri tröppuhæð getur einhver misstigið sig á
fallegum sálmi - geti ég forðað því þá hefi ég
unnið mitt verk.
Má bjóða gestinum kaffisopa og kleinu
áður en við lítum á hljóðfærið. Gesturinn
færði sig af varinhellu í eldhús og settist að
kleinukaffi.
Á kirkjutröppunum leit gesturinn yfir
bæinn á höfnina og útyfír sjóinn sem þessa
stundina var sléttur og sakleysið sjálft. Það
brimar hér stundum, sagði gesturinn, er ekki
söngur í briminu á haustin.
Drunumar em þungar þegar sjórinn fellur
á frosna fjömna, sagði kirkjuvörður helst
þó í logni og kyrrn á undan norðanáhlaupi
á haustin en aldan þunga kemur fyrr en
illviðrið.
Kata opnaði kirkjuna og þau gengu
inn í helgidóminn. Hann staldraði við í
forkirkjudyrunum og virti fyrir sér kirkjuna,
látlausa en þó ekki kalda eða fráhrindandi.
Ljósastjakar voru á altari og á hliðarborðum
við veggi en annars var ekki mikið um muni
í kirkjunni og kannski fulllítið í svo stóm
húsi. En kirkjan var heldur ekki gömul,
byggð nokkrn eftir seinna heimsstríð þegar
litla sveitakirkjan í útjaðri bæjarins var ekki
lengur nothæf.
Það er ekki mikið um skilirí hér á veggjum,
mælti gesturinn.
Kata var ekki alveg með á hreinu við hvað
hann átti og afréð að svara þessu ekki beint -
áleit raunar að þetta væri eitthvert fræðiorð
um stillingu á orgelinu svo að hún beindi för
að því og sagði. Hér er svo hljóðfærið okkar -
fólkinu í plássinu fínnst góður hljómur í því,
sérstaklega við jarðarfarir, stundum svolítið
sár þegar ungir menn hafa dmkknað austur við
eyju eða héma úti í firðinum en þeir myldast
fljótt og það eru undurfagrir tónar sem fylgja
gamla fólkinu okkar síðasta spölinn.
Gesturinn var sestur við orgelið - renndi
fmgmm eftir nótnaborðinu og reyndi nokkra
samhljóma. Eigum við raula svolítið saman
ég heyri þá ef einhversstaðar finnst rangur
tónn. Hann byrjaði að leika forspil að í dag er
glatt í döpmm hjörtum og hóf sjálfur sönginn
en Kata sem söng með kirkjukórnum, þegar
tími fannst frá önnum I kirkjunni, tók undir og
féll brátt í millirödd við þetta þekkta jólalag
sem aldrei áður hafði verið sungið í þessari
kirkju í ágústlok. Síðustu orð textans hurfu út
í kirkjuna: Guðs englar syngi dýrðarlag.
Við erum eins og englar guðs sagði
gesturinn að syngja þennan undursamlega
texta hér í húsi drottins.
Já, sagði Kata, svei mér held ég að mér
vökni um augu þó alltént sé það ókristilegur
tími að syngja þetta vers. En mér er ekki til
setu boðið - böm og bóndinn bíða. Eg læt þig
hafa lykil að kirkjunni, þú læsir þegar þú ferð
og lætur lykilinn undir dyramottuna þegar
þú hefúr tamið orgelið okkar og kannski
leikurðu blessuðum frelsaranum okkar til
dýrðar eitthvert lag þegar tónbilin em orðin
kórrétt.
Eg skal ekki bregðast þér með lykilinn sagði
orgeltemjari það verður norðausturhomið á
mottunni sem ég legg yfir lykilskömmina - og
vel á minnst kærar þakkir fyrir kleinukaffið.
Haltu til góða sagði hún amma mín og
nú er ég farin - vertu sæll og þakka þér fyrir
jólasálminn. Kata gekk fram kirkjugólfið og
þegar hún lagði útidyr að stöfum heyrði hún
að gestur hennar var aftur farinn að renna
fíngmm yfir nótur og nú hljómaði á hæla
henni um leið og hún lokaði. Einu sinni á
ágústkveldi.
Hann hélt áfram að leika um stund -
fingumir eltu nótumar ósjálfrátt og lögin sem
liðu út I síðdegið hafði enginn heyrt íyrr og
þau myndi aldrei leikin aftur. Hann hætti að
spila og sat um stund og horfi á kristmynd
bak orgelsins meðan síðustu tónarnir dóu
út. Þá reis hann hægt á fætur gekk varlega
inn í kórinn og að altarinu lagði hendur á
grátumar og stóð hreyfingarlaus um stund.
I gegnum huga hans fóm minningar frá
bamæsku frá kvöldunum þegar hann var
Smásaga eftir
Jóhannes
Sigvaldason
háttaður og móðir hans kom og kenndi
honum sálma og bænir og lét hana fara með
þær áður enn hann sofnaði.
Hann hafði raðað bænunum í huganum
upp á spjald. Þannig var betra að muna
þær. Jesú bróðir besti var fyrir miðju, vertu
guð faðir faðir minn neðst í hominu hægra
meginn og í hominu efst til vinstri þar var að
sjálfsögðu faðir vor. Hversu oft var hann ekki
búinn að fara með þennan texta. Engin nótt
gat byrjað nema hann hefði hvíslað þessa bæn
út í myrkrið og textinn varð aftur Ijóslifandi
fyrir framan hann efst í vinstra hominu:
Faðir vor þú sem ert á himnum - faðir á jörðu
hefði samt verið betra, en dugar þó stundum
skammt og áfram leið hugurinn yfír texann.
Eigi leið þú oss í freistni heldur frelsa oss
frá illu. Hér gerði hann stans og herti tökin
á altarisbríkinni svo hnúamir hvítnuðu og
hann hvessti augun á heilaga guðsmóður
sem horfði á hann sorgmæddum augum út
úr altaristöflunni. Hvers vegna var hann hér
- hvaða öfl drógu hann dögum oftar til þess
að gera þá hluti sem hann ekki vildi en oft þó
löngu ákveðið og þaulskipulagt.
Þessi gáta varð ekki ráðin og bæn
bænanna hélt áfram að renna um hugann.
Gef oss í dag vort daglegt brauð og fyrirgef
oss vorar skuldir. Gef oss í dag vort daglegt
brauð - fróm ósk og mikil nægjusemi. Já,
láttu þér duga daglegt brauð og færðu þakkir
ef þú átt mat að kveldi - gerðu ekki kröfú um
meira. Þessi kapítalíski texti, þegar betur var
skoðað, forðaði víst fáum frá illu og hlaut
frekar að leiða menn í freistni til þess að
hafa ögn meira undir höndum en hið daglega
brauð og losna undan því að biðja stöðugt um
fyrirgefningu á þeim skuldum sem stöðugt
vaxa og fjáreignaliðið hirðir af fjallháa vexti
svo að lokum verður engan veginn séð til
næsta leitis.
Hann reis frá altarinu og náði í töskuna
sem hann hafði tjáð kirkjuverðinum að
geymdi verkfæri til lagfæringar á orgeli.
Hann opnaði töskuna sem var tóm og fór
að tína ofna í hana ljósastjaka og annan
silfúrbúnað úr helgidóminum. Þegar því var
lokið og taskan aftur lokuð gekk hann enn
að orgelinu og strauk nokkrar nótur, settist
á orgelbekkinn og lék af fingrum fram og
raulaði með sálminn Jésús, bróðir besti, sálm
sem hafði fylgt honum frá bamæsku vestan
úr dölum.
Að þessu gjörðu gekk hann virðulega fram
kirkjugólfið - læsti kirkjudyrunum á eftir
sér, stakk lykli undir mottuhom og ók út í
ágústblíðuna - út úr bænum. Hann stefndi inn i
dalinn þar sem bændur fóru fyrr með hesta og
vaming til bús og bama - höfðu þó stundum
ekkert upp á að láta nema sitt eigið bak og
langan veg að ganga. Nú ók hann þennan veg
á bíl og með þunga tösku í skottinu.
RARIK
óskar viðskiptavinum sínum gleðilegra
jóla og orkuríks nýárs með þökk
fyrir samskiptin á árinu sem er að líða
RARIK