Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2016, Blaðsíða 18
Helgarblað 3.–6. júní 201618 Fólk Viðtal
YOUR BEST CHOICE IN COLOR.
HANNAH IS WEARING
SHADE N° 3-65
PALETTE DELUXE
NOW WITH LUXURIOUS
OLEO-GOLD ELIXIR.
TURN COLOR
INTO A LUXURY.
FOR UP TO 30% MORE SHINE.*
EUROPE'S NO. 1
NEW
O
le Gunnar var holdgerv-
ingur „ofur varamannsins“
eða „super-sub“ þegar
hann lék með Manchester
United. Óteljandi sinnum
gerðist það að honum var skipt
inn á og hann breytti gangi leiks-
ins. Ýmist skoraði eða lagði upp
mark eða mörk á síðustu mínút-
um. Frægasta dæmið er úrslitaleik-
urinn í Champions League árið
1999. Til úrslita léku Manchest-
er United og þýska stórveldið Ba-
yern München. Vettvangurinn var
heimavöllur Barcelona, Nou Camp.
Bayern komst yfir á sjöttu mín-
útu og þannig stóðu leikar allt þar
til einungis uppbótartími var eftir.
Teddy Sheringham hafði komið inn
á fyrir Manchester United á 67. mín-
útu og Ole Gunnar kom inn á sem
varamaður á 81. mínútu. Shering-
ham jafnaði á fyrstu mínútu í upp-
bótartíma og Ole Gunnar skoraði
sigurmarkið á síðustu sekúndum
leiksins.
Ferguson elskaði mig
„Ég vissi alltaf að þegar við vorum
undir eða ef staðan var jöfn,
þá myndi ég koma inn á seint í
leikjunum. Ef við vorum 1–0 yfir vildi
hann ekki breyta. Ef við vorum 2–0
yfir vissi ég að ég fengi að spila síð-
ustu 15–20 mínúturnar. Ég var alltaf
inni í hans plönum og ég vissi að ég
fengi að spila marga leiki á tímabil-
inu þó að ég væri sjaldnast að byrja.
Ferguson elskaði mig og vildi hafa
mig í hópnum. Ég fann það alltaf.“
Þú átt nú nokkur augnablik sem
íþróttasagan geymir.
„Já, leikurinn gegn Bayern er klass-
ískur. En ég man að í átta liða úrslit-
um spiluðum við gegn Milan og ég
kom ekki inn á eina sekúndu. Í und-
anúrslitum mættum við Juventus. Það
var sama staða. Ég spilaði ekki eina
sekúndu. Svo var það í hálfleik í úr-
slitaleiknum að ég sá að Ferguson var
að ræða við Sheringham sem líka sat
á bekknum. Ferguson sagði við hann:
„Ef við skorum ekki ekki eftir fimmtán
til tuttugu mínútur þá skipti ég þér inn
á.“ Sheringham hitaði upp og kom svo
inn á. Þá varð ég reiður og virkilega
fúll. Sheringham var búinn að skora
einhver fimm mörk en var búinn að
setja sextán. Ég hugsaði með mér:
Hvað er að, af hverju skiptir hann
mér ekki inn á. Ég fór að hita upp
fyrir framan Ferguson og reyndi að
ná athygli hans. Ég þoldi ekki að hann
skyldi horfa framhjá mér í þessari
stöðu. Svo skipti hann mér loks inn á
og flestir þekkja framhaldið.“
Morðinginn með barnsandlitið
„Tíu dögum áður höfðum við spilað
við Tottenham og vorum undir, en
„Þið
eigið séns –
Eggert Skúlason
eggert@dv.is
„Ég skil ef
hann vill
hætta eftir EM
„Ungverjaland er
ekki með sérlega
gott lið og liðið hentar
Íslandi einstaklega vel.
Ole Gunnar Solskjær er þjálfari norska
úrvalsdeildarliðsins Molde, sem Eiður Smári Guðjohn-
sen leikur með. Solskjær er eitt af stóru nöfnunum
í enska boltanum enda lék hann með Manchester
United í ellefu ár og það á þeim tíma sem veldi Alex
Ferguson reis hvað hæst, bæði á Englandi og í Evrópu.
Eggert Skúlason hitti þennan glaðlega og unglega
þjálfara í Molde á björtum sumardegi. Umræðuefnið
var fótbolti. Evrópukeppnin og möguleikar íslenska
landsliðsins á að komast upp úr riðlinum og einnig var
rætt um Ole Gunnar og hápunktana hjá United.
góðan séns“