Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2016, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2016, Síða 21
Helgarblað 3.–6. júní 2016 Kynningarblað - Íslenskur sjávarútvegur 3 Merlo ehf. – Sérhæfing í sölu og dreifingu sjávarafurða F yrirtækið Merlo ehf. var stofnað sumardaginn fyrsta árið 2002. Starfsemin byggir á heildsöludreifingu á öll­ um tegundum af ferskum og frystum fiski. Höfuðmarkmið fyrir­ tækisins er að selja og dreifa sjávar­ afurðum. Önnur deild innan fyrir­ tækisins, sem er Merlo Seafood, selur svo frosinn fisk út um allan heim, allt að 100 gámum á ári. Þjónusta hótel, veitingahús og mötuneyti Magnús Guðfinnsson, sölustjóri Merlo ehf., hefur stýrt innanlands­ deildinni meira og minna í 12 ár. Hann segir fyrirtækið sérhæfa sig í dreifingu og sölu sjávarafurða til ýmissa veitingastaða, mötuneyta, verslana og fyrirtækja. „Viðskiptavinir okkar gengið að því vísu að við bjóðum aðeins upp á fyrsta flokks hráefni, einstök gæði og góða þjónustu. Við erum sterkir skel­ fiski; sérstaklega humri og rækjum. Merlo ehf. hefur lengi þjónustað t.d. veitingahúsið Friðrik V öll þau ár sem það starfaði í Reykjavík,“ segir hann. Tvö tonn af fiskibollum og öðrum fiskréttum á mánuði Merlo ehf. framleiðir einnig sínar eigin bragðgóðu fiskibollur og hefur gert í nokkur ár. Fyrirtækið selur tvö tonn af vinsælu fiskibollunum og fiskréttunum á mánuði en þær fást eingöngu eru hjá Þinni verslun ­ Seljabraut og Fjarðarkaupum. Á heimasíðunni, www.merlo.is, er að finna hluta af helstu vörunum sem eru á boðstólum og ef óskað er eftir frekari upplýsingum má þar einnig nálgast vörubæklinginn á síð­ unni. Merlo.is Krókhálsi 4, Reykjavík, sími: 820­5250, www.mg@merlo.is n Myndor SigTryggur Ari Stáltech: Framúrskarandi þjónusta við sjávarútveginn V élsmiðjan og renniverk­ stæðið Stáltech hefur verið starfandi frá árinu 2003. Aðalstarfsemi fyrirtækis­ ins er þjónusta við ýmsar greinar matvælaiðnaðarins, ekki síst sjávarútveginn. Meðal annars er Stáltech með umboð fyrir hinar þekktu og viðurkenndu Pisces­fisk­ vinnsluvélar fyrir vinnslu á silungi, laxi, síld og markíl. Einnig er Stáltech með umboð fyrir STAVA­flokkunar­ vélar fyrir lifandi fisk. Hjá Stáltech eru smíðuð færi­ bönd og þvottakör fyrir fiskafurðir og fyrirtækið hannar lausnir til að flytja vörurnar frá einum stað til annars. Enn fremur endurbyggir Stál­ tec ýmsar fiskvinnsluvélar, meðal annars Baader. Stáltec sérhæfir sig að auki í viðgerðum og viðhaldi á Baader­vélum. Meðal margvíslegra verkefna Stáltech í gegnum tíðina er smíði pökkunarlína fyrir rússnesk verk­ smiðjuskip. Stáltech leggur áherslu á persónulega og góða þjónustu og ekkert verkefni er of lítið eða of stórt. Á fyrirtækið bæði í farsælu samstarfi við stór og lítil fyrirtæki. Stáltech tek­ ur að sér að sérsmíða réttu vöruna sem hvern og einn viðskiptavin vant­ ar hverju sinni. Ágætar upplýsingar um vöru­ framboð og þjónustu Stáltech er að finna á heimasíðu fyrirtækisins, stal­ tech.is. Stáltech er til húsa að Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík. Síminn er 517­ 2322. Netfangið er staltech@stal­ tech.is n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.