Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2016, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2016, Síða 35
Helgarblað 3.–6. júní 2016 Lífsstíll 23 Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500 Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526 www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is IVECO Da ily 4x4 - tilbúinn í hvað se m er! Lambhúshettan Búkolla Prjónauppskrift úr nýrri bók Prjónafjelagsins F orlagið gaf nýverið út bókina Leikskólaföt, en í henni eru 14 uppskriftir að fallegum prjónafötum fyrir börn á leik- skólaaldri. Höfundar bók- arinnar eru þær Eva Mjöll Einars- dóttir, G. Dagbjört Guðmundsdóttir, Heiðrún Erla Guðbjörnsdóttir og Sigur laug Elín Þórhallsdóttir, en saman mynda þær Prjónafjelagið. Allar eru þær þaulvanar prjónakonur, en Dagbjört rekur að auki Litlu prjónabúðina að Faxafeni 9. Okkur er sönn ánægja að birta hér eina uppskrift úr bókinni. Lamb- húshettan Búkolla minnir okkur á gamla tíma. Margir sem eru fæddir fyrir upphaf níunda áratugar síðustu aldar eiga að minnsta kosti ljósmynd af sér með lambhúshettu! n Búkolla - lambhúshetta Hönnun: Heiðrún Erla Guðbjörnsdóttir Stærðir: 1–2 ára (3–4 ára) 5–6 ára Lengd (cm): 27–29 (30–32) 33–35 Dýpt með stroffi (cm): 18 (19) 20 Ummál á stroffi við andlit (cm): 24 (28) 32 Efni: Merino Soft DK – 50 g/125 m A – túrkis 2 (2) 2 B – dökkblár 1 (1) 1 Áhöld: Sokkaprjónar eða hringprjónn nr. 4, 40 cm eða lengri (ef „magic loop“-aðferðin er notuð) Prjónfesta: 10 x 10 cm munsturprjón = 20 L og 26 umf. Sannreynið prjónfestu og skiptið um prjónastærð ef þarf. Aðferð Prjónað er stroff í hálsmáli, svo tekur munsturprjón við, fellt er af við höku. Prjónað er munsturprjón fram og til baka og að lokum er lykkjað saman ofan á kolli. Lykkjur eru teknar upp við andlit og prjónað stroff. Kantar stroffsins eru saumaðir saman við affellingu við höku. Stroff í hálsmáli Fitjið upp 80 (88) 96 L með lit A og tengið í hring. Prjónið 2x2 stroff alls 6 (7) 8 cm. Húfan að hökuaffellingu Prjónið 1 umf sl og takið um leið úr 12 L jafnt yfir umf = 68 (76) 84 L. Þessi umf er jafnframt sú fyrsta í munsturprjóni (mp) hér í næsta skrefi. Prjónið mp (gengur upp í 4 L). Prjónið 1.–5. umf sl. 6. umf: Prjónið 1 L sl, fellið niður næstu L (gerið lykkju- fall) þannig að fjögur bönd séu fyrir ofan hana, prjónið niðurfelldu L og böndin fjögur saman, prjónið 3 L. Endurtakið frá * til * út umf, athugið að umf endar á 2 sl L. Prjónið 7.–11. umf sl. 12. umf: Prjónið 3 L sl, fellið niður næstu L þannig að fjögur bönd séu fyrir ofan hana, prjónið niðurfelldu L og böndin fjögur saman. Endurtakið frá * til * út umf. Prjónið mp 3 (4) 5 cm. Húfan eftir hökuaffellingu Lesið þessa málsgrein áður en haldið er áfram að prjóna. Í upphafi umf skal fella af 11 L undir höku og hafið þá umf annaðhvort í 2. eða 8. umf mp svo 6. og 12. umf verði prjónaðar sl á réttunni. Prjónið mp áfram út umf, athuga þarf að byrja á réttum stað í mp aftur eftir affellingu. Samkvæmt munstri ætti að byrja á að fella niður L í byrjun umf, prjónið hana hins vegar sl án þess að fella hana niður (prjónið 4 L í byrjun, fellið niður L, prjónið 3, fellið niður, prjónið 3 o.s.frv.). Þá er auðveldara að prjóna upp L þegar stroff við andlit er prjónað. Prjónið mp fram og til baka, sl á réttu og br á röngu þar til stykkið mælist 21 (23) 25 cm frá hökuaffellingu. Lykkið saman ofan á kolli eftir f yrstu umf mp. Stroff við andlit Takið upp lykkjur til hliðar og ofan við andlit með aðallit, 20 L á hverja 10 cm en skiljið af- felldu L undir höku eftir, stroffið verður saumað niður þar. Prjónið 1x1 stroff með uppteknu lykkjunum, samtals 5 umf. Skiptið yfir í lit B, prjónið 5 umf. Skiptið yfir í lit A og prjónið 4 umf. Fellið laust af; sl prjón ef fellt er af á réttunni en br á röngu. Frágangur Fellið annan hluta stroffs yfir hinn eins og það nær án þess að teygja það til og saumið við affelldu L við höku. Gangið frá endum, skolið og leggið til þerris. Góð á leikskólann Lambhúshettur minna okkur á gamla tíma. Á áttunda áratug síðustu aldar voru allir krakkar með þær. MynDir ÍriS DöGG EinarSDóttir Bókarkápan Það er tilvalið að nota sumarið í að prjóna falleg leikskólaföt fyrir haustið.ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.