Norðurslóð - 29.09.2005, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 29.09.2005, Blaðsíða 3
Norðurslóð - 3 Gömul augnablik Ur myndaalbúmi Jóhanns Daníelssonar Að þessu sinni eru göm- ul augnablik úr mynda- albúmi Jóhanns Daní- elssonar frá Syðra-Garðshorni og fyrrum kennara á Dalvík. Jó- hann hefur haldið ýmsu til haga sem hefur sögulegt gildi bæði í máli og myndum. Meðal ann- ars á Jóhann talsvert af myndum sem hann tók á 8 mrn kvikmynda- tökuvél. En hér á síðunni eru nokkrar myndir sem valdar voru úr stóru safni Jóhanns. Hér eru saman uppi á sviði á Hótel KEA Óðinn Valdimarsson sem þá var einn vinsœlasti dœgurlagasöngvari landsins og Jóliann Daníelsson en þeir tóku lagið saman á skemmtun. A myndinni eru frá vinstri Hannes Arason bassaleikari, Jóhann Guðmundsson póstmeistari á Akureyri, Jóhann Dan, Óðinn Valdimarsson og síðan gítarleikari sem ekki hefur fundist nafnið á. Jóhann Dan er íþróttakennari að mennt og var þess vegna gjarnan á landsmótum ungmennafélag- anna á árum áður. Hér situr hann í tjaldbúðum með fjarskyldum œttingum st'num, tvíburunum frá Garðshorni í Glœsibœjarherppi. Þcer heita Oddný sem býr nú í Reykjavík og Kristín sem býr í Keldudal í Hegranesi. Þær systur eru Ólafsdœtur. Þessi mynd er tekin á Amarholti, neðan við Ytra-Garðshom, um 1940, sennilega eftir fótboltaœfingu. í efstu röð eru Ríkarður í Bakkagerðum, Lárus Blómkvist Haraldsson Ytra-Garðshorni, Baldur Ingimarsson Tjarnargarðshomi, Sigurbjörn Stefánsson vinnumaður á Bakka, Þórarinn Pétursson Tjörn. I miðröð Jón Guðmundsson Gullbringu, Jóhann Daníelsson Syðra-Garðshorni, Sigurjón Óskarsson Tjöm, Guðmundur Guðmundsson Gullbringu. Fremstir eru svo Gestur Guðmundsson Gullbringu og Ragnar Guðmundsson einn- igfrá Gullbringu. Þessi mynd er úr brúðkaupsveislu Jóhanns og Gíslínu Gísladóttur á gamlársdag 1961. Kunningj- arnir skála hér við brúðgumann. Frá vinstri Reimar Sigurpálsson, Steindyrum, Þorgils Gunnlaugs- son á Sökku, brúðguminn Jóhann Daníelsson, Vilhjálm- ur Þórsson á Bakka, Haukur Þorleifsson frá Hofsá og bróðir brúðgumans, Bjöm Garðars, er fremst á myndinni. Skírnarmynd úr Dalvíkurkirkju 1972. Hér heldur Anna María Hall- dórsdóttir, systurdóttir Jóhanns, á syni sínum undir skírn. Maður Önnu Maríu, Jóhann Jóhannsson stendur hjá. Aftan við þau standa svo stolt- ir afarnir, Jóhann Valdimarsson og Halldór Jóhannesson. Drengurinn sem þarna er verið að skíra er Halldór Jóhannsson, nú framkvœmda- stjóri KEA. Frœndur í skírnarveislu. Mynd þessi er rúmlega 30 ára gömul og tek- in á Akureyri. Frá vinstri Jóhann Dan, Ríkharður Gestsson í Bakka- gerði, Björn Þórðarson Akureyri, Jakob Frímannsson kaupfélagsstjóri Akureyri, Björn Júlíusson frá Syðra-Garðshorni og Gísli Magnússon Akureyri. Á Jónsmessusöng í Bakkagerðum. Frá vinstri Árni Björnsson, Einar Hallgrímsson, Sigurður Marinósson, Ármann Gunnarsson, Ríkarður Gestsson, Jóhann Daníelsson, Hjalti Haraldsson, Jón Hjaltason, Júlí- us Daníelsson, Björn Þórleifsson, Björn Daníelsson, Hallgrímur Ein- arsson, Halldór Jóhannesson og Gunnar Sigurgeirsson. Heyskapur í Syðra-Garðshornifyrir 1960. Myndin er tekin niðrá börð- um þegar verið er að taka saman með gamla laginu. Björn Dan leiðir hér Gránu gömlu sem dregur rakstrarvélina. Anna húsfreyja Jóhanns- dóttir gengur fremst á myndinni til vinstri. Hildur Bergþórsdóttir sem var kaupakona íSyðra-Garðshornigengurþarna með veiðstöng. Fram- an við hana er Árni Jónasson, sonur Maríu í Syðra-Garðshorni.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.