Norðurslóð - 16.12.2010, Síða 2

Norðurslóð - 16.12.2010, Síða 2
2 - Norðurslóð Norðurslóð Útgefandi: Norðurslóð ehf. kt: 460487-1889 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hjörleifur Hjartarson, Laugasteini, 621 Dalvík, Sími: 861 8884. Netfang: hjhj@rimar.is Dreiting: Sigríður Hafstað Tjörn. Sími 466 1555 Umbrot: Hjörleifur Hjartarsonl Prentvinnsla: Ásprent, Glerárgötu 28, Akureyri, sími: 460 0700. Svarfdœlskt jólalag Sigraði jólalaga- keppni Rásar 2 Lagið „Jól“ með hljómsveitinni Brother Grass fór með sigur af hólmi í Jólalagasamkeppni Rásar 2. þetta árið. Alls bárust 50 lög í kcppnina en af þeim kepptu átta til úrslita. Lag Brother Grass vann með talsverðum yfirburðum en í öðru sæti var lag Valgeirs Skagfjörð „Ástfangin á aðfangadagskvöld“. Segja má með sanni að hljómsveitin eigi rætur í Svarfaðardal þar eð tveir meðlimir hennar eru systkinin Örn og Ösp Kristjánsböm frá Tjörn. Ásamt þeim skipa þær Sandra Dögg Þorsteinsdóttir, Soffia Björg, og Hildur Halldórsdóttir hljómsveitina. Lagið Jól samdi Öm en faðir hans Kristján var meðhöfundur texta. Hljómsveitin var stofnuð fyrr á árinu og fæst einkum við bluegrass tónlist ættaða frá suðurríkjum Bandaríkjanna. Meðal hljóðfæra er þvottabali, gyðingaharpa og Örn Eldjúrn víbraslappi. Þessa dagana er sveitin á dálítilli tónleikaferð um landið. í kvöld spila þau á Landnámssetrinu í Borgamesi 17. des koma þau fram í Vogafjósi í Mývatnssveit en þann 18. des. kl. 20:30 heiðra þau Dalvíkinga og nærsveitamenn með tónleikum í Bergi. Hér fyrir neðan er texti jólalags rásar tvö 2010 svo allir geti sungið með. Jól SoJ'þú vinur, nótt er nœr. Nú er erfitt að bíóa eftir aö jólahátíöin skínandi skœr skarti Ijósinu bjarta og fríöa. Lengi er timinn aö iíóa. Ljújfengar kökur, laufabrauö, Ijósin bœinn prýða. Sjáöu klementínur, kerti rauö vœna JIís affeitun sauö. Lengi er tíminn að líóa Kirkjugaröur á kaji ísnjó klukkurnar hringja til tíöa. Flöktandi kertaljósiö, frióur og ró. A ferli karl meö skeggið síða. Lengi er tíminn aö líöa Jólaljós lýsa um mannanna ból Gefa okkur von um gleöilegjól. Meðan djúpt í sœ er sól jólaljós lýsa um mannanna ból. Gefa okkur von - Gleöileg jól. Jólaljós lýsa um mannanna ból. Gefa okkur von um gleðilegjól. Dalbraut 13 sigraði Dalbraut 13 á Dalvík hlaut fyrstu verðlaun í jólaskreytingarsamkeppni Dalvíkurbyggðar 2010. Önnur verðlaun hlaut Ásvegur 14 á Dalvík en þriðju verðlaun hreppti Hólavegur 15, Dalvík. „Skreytingar verðlaunahúsanna eiga það sammerkt að hafa heilstætt, fallegt og stílhreint yfirbragð og að hafa augljóslega verið skreytt af alúð og vandvirkni“ segir í umsögn dómnefndar. Sérstaka viðurkenningu, glerjólasvein frá „Stjörnunni glermunum", hlaut Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri fyrir fagurlega skreyttan bæ, svo sem Ráðhúsið og lóðina þar í kring. Þá fengu einnig viðurkenningar Ásvegur á Dalvík, fyrir heilstæða götumynd og Göngustaðir í Svarfaðardal, fyrir vandaða skreytingu í sveit. Allir verðlauna- og viðurkenningarhafar fengu viðurkenningarskjal. Valnefnd fór í skoðunarferð um allt sveitarfélagið 7. desember síðastliðinn og var úr vöndu að ráða, því mikið er af fallegum ljósum og skreytingum víða um sveitarfélagið. Mörg önnur hús vöktu sérstaka athygli valnefndarinnar, má þar nefna Hringtún 21, Dalvík, Ásholt 3, Hauganesi, Aðalgötu 6, Hauganesi ,Klapparstíg 19, Hauganesi, Aðaibraut 11 og 12, Árskógssandi og Sökku í Svarfaðardal. íbúar og gestkomandi eru hvattir til þess að fara í skoðunarleiðangur um byggðina til þess að skoða fjölbreytilegar og fallegar jólaskreytingamar. I valnefndinni vom: Vignir Þór Hallgrímsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Kristín Aðalheiður Símonardóttir, Helga íris Ingólfsdóttir, og Guðrún Guðmundsdóttir. Sérstakar þakkir em færðar Tehettunni Freyju, Stjömunni glermunum og Húsasmiðjunni á Dalvík fyrir veittan stuðning. Elísabet Asvegi 14, Margrét Gunnarsdóttir Göngustöðuin, Gunnlaugur Antonsson og Guöhjörg Stefánsdóttir Dalbraut 13 og Jón Arnar Sverrisson ogArnar Símonarson Hólavegi 15 en Jón fékk líka sérstaka vióurkenningu sem garóyrkjustjóri fyrir skeytingar á vegunt bœjarins. T ÍMAMÓT Skírnir Þann 27. 11. var skírð í Mímisbrunni, Kolbrún Svana. Foreldrar hennar eru: Helena Sif Halldórsdóttir og Bjarki Kristjánsson til heimilis að Snægili 8 Akureyri. Þann 27. 11. var skírður í Möðmvallakirkju í Eyjafirði Kristján Páll Foreldrar hans eru: Hafdís Jóhannsdóttir (Ólafssonar) og Jósef Kristjánsson til heimilis að Möðruvöllum Afmæli Þann 10. des sl varð 75 ára Guðríður Bogadóttir Brimnesbraut 21 Dalvík Þann 3. des sl. varð 75 ára Valdimar Kjartansson Klapparstíg 2 Hauganesi. Andlát Þann 23. nóv sl. andaðist á Dalbæ Jakob Pálsson. Jakob fæddist á Siglufírði þann 26. September 1933. Foreldrar hans voru þau Guðrún Ingibjörg Bjarnadóttir og Páll Guðni Guðmundsson. Albræður Jakobs eru Hreinn, (f. 1937), látinn og Halldór, (f. 1939), býr í Vestmannaeyjum.Einnig átti Jakob níu hálfsystkyni sjö samfeðra og tvö sammæðra. Jakob ólst upp á Siglufirði hjá móður sinni og móðurömmu, en um tíu ára aldur var honum komið í fóstur til hjónanna Þóm Sigurðardóttur og Amórs Bjömssonar á Upsum. Hann gekk í bamaskólann á Dalvík. Eftir að skólagöngu lauk, vann hann að búinu á Upsum. Þegar Arnór bóndi féll frá, tók Jakob alfarið við búinu ásamt fósturmóður sinni, en árið 1963, fluttu þau suður. Það sama ár eignast hann soninn Ara með Margréti Guðmundsdóttur. Jakob starfaði hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík til 2002, en það sama ár veiktist hann og fluttist á Dalbæ. Útför Jakobs var gerð frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 4. desember, jarðsett var í Upsakirkjugarði. Tvær villur I síðasta blaði varð okkur á í messunni í tímamótaþættinum. Þar var greint frá afmæli Hauks Tryggvasonar sem lést fyrir átta ámm. Þá var móðir Ingibjöms Steingríms- sonar sögð hafa heitið Eydís en hún hét Edith. Biðjumst við velvirðingar á þeim mistökum. ;kum viðskiptavinum okkar GLEÐILEGRA JÓLA og farsæls komandi árs. Þökkum viðskiptin á árinu. Skíðabraut - Dalvík Spurt í skólanum Sindri Ólafsson, Valdimar Daðason, Viktor Daði Sævaldsson, Kolbrún Svansdóttir, Sædís Kristinsdóttir, Sandra Katrín Ingibjömsdóttir nemendur í 8. bekk Dalvíkurskóla lögðu Jólablaði Norðurslóðar lið við þennan þátt. Þau fóm um skólann með myndavél og skriffæri og lögðu tvær spurningar fyrir viðmælendur sína: „Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin þín?“ og „Hvað finnst þér best við jólin?“ Jón Steinar Arnason 2. bekk 1 ? 2. Pakkamir Laufey Steingríms- dóttir 2. bekk 1. Krukka sem spýtir súkkulaði. 2. Pakkarnir Duriu Szok 3. bekk 1. ? 2. Pakkamir Arnar Páll Matt- hiasson 3. bekk 1. ? 2. Allt Antonía Huld Ket- ilsdóttir 2. bekk 1. Dúkkudót 2. Að opna pakkana. Birnir Kristjánsson 1. Sjónvarp. 2. Opna pakkana. Lovisa Rut Aóal- steinsdóttir, 2. bekk 1. Barbie dúkka. 2. Búa til laufabrauð Daníel Máni Hjalta- son, 3. bekk. 1. Stjömukíkir. 2. Opna pakkana.

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.