Norðurslóð - 16.12.2010, Side 3

Norðurslóð - 16.12.2010, Side 3
Norðurslóð - 3 Fréttahorn Hljómdiskurinn „Enn syngur vomóttin“ með lögum Jóhanns Daníelssonar kom á markað þann 20 nóv. sl. og verður eflaust vinsæl jólagjöf hér heima og heiman. Utgáfutónleikamir sem halda átti sama dag frestuðust hins vegar af óviðráðanlegum orsökum en hafa nú verið settir á dagskrá í Bergi þann 2. jan nk. Þar koma fram Karlakór Dalvíkur ásamt einsöngvurunum Pétri Bjömssyni og Jóni Svafari Jósefssyni Saga hjúkmnar á íslandi á 20. öld er ein þeirra bóka sem tilnefnd hefur verið til hinna íslensku bókmenntaverðlauna Höfundurinn er Margrét Guðmundsdóttir sagnfræðingur á Akureyri en hún bjó í Svarfaðardal þrjú fyrstu árin sem hún vann að þessu verki þannig að við hljótum að gera nokkurt tilkall til bæði bókar og höfundar. Bókin er brotin um og prentuð í Asprenti á Akureyri. Félag íslenskra hjúkmnarfræðinga stóð að ritun bókarinnar og gefur hana út. Efnið er þó alls ekki bundið við sögu stéttarfélags. Margrét hefur áður ritað margt í bækur og tímarit, ekki síst um sögu og félagsstörf kvenna og einnig um heilbrigðisþjónustu. Aldarspor. Hvítabandið 1895-1995 kom út árið 1996 og Saga Rauða kross íslands 1924-1999 kom út árið 2000. etsala hefur verið í Jólakalda eins og raunar öðmm jólabjór nú fyrir jólin. Fyrstu þrjá söludagana var salan 177% meiri en fyrstu þrjá dagana í fyrra að sögn Agnesar Sigurðardóttur hjá Kalda. í Ár vom bruggaðar 120 þúsund flöskur af jólakalda en 80-90 þúsund í fyrra. Viðtökumar á hinum nýja Stinningskalda hafa verið frábærar og hefur hann fengið frábæra einkunn hjá bjórsmökkumm í dagblöðum. Bæjarráð samþykkti Á á fundi 9. des að á næsta ári yrði farið í eftirfarandi framkvæmdir á vegum bæjarins. Krílakot, lóð endumýjun, kr. 4.000.000. Kátakot, færanleg kennslustofa, kr. 15.000.000. Veðurspá fyrir desember Veðurklúbbur Dalbæjar hélt mánaðralegan spáfund sinn þann 7. des. sl. og sendi frá sér eftirfarandi spá fyrir mánuðinn: Tungl kviknar 5. des. í VSV kl. 17:36 og er þetta sunnudagstungl. Fundarmenn áætla að suðvestanáttir muni verða ráðandi fram að jólum. Síðan snúist til norðanátta með éljum eða hraglanda, en ekki neinni vonsku. Fullt tungl er 21. desember og er þá tunglmyrkvi. Þann dag em vetrarsólstöður. Gamlir menn fóru nrikið eftir þessum degi, en ef veður höfðu verið válynd fyrir sólstöður þá rnundi veður heldur skána. Einn fundarmanna dreymdi fyrir veðráttu vetrarins og telur að vetur verði heldur snjóléttur. Kveðja frá Veðurklúbbnum á Dalbæ og ósk um gleðileg jól. Hin árlega Jólavaka í Tjarnarkirkju Verður þriðjudagskvöldið 21. des kl 20.30. Auk Kristjönu Arngrímsdóttur og Kristjáns Hjartarsonar koma fram: Þráinn Karlsson leikari. Ösp Eldjárn og Soffía Björg ásamt Erni Eldjárn gítar- leikara og sigurvegara jólalags rásar tvö í ár! Kaffi og kökur ínní bæ að lokinni dagskrá. Miðaverð kr.1000. Menningarráð Eyþing og Rarik styrkir þessa dagskrá. MENNINGARRÁÐ EYPINGS N Y ARSDANSLEIKUR FRAMFARAFÉLAGSINS Framfarafélag Dalvíkurbyggðar óskar íbúum sveitarfélagsins og lesendum öllum árs og friðar. Hittumst heil á Nýársballi á Rimum þann 1. janúar 2011 : RARIK Afending lir menningarsjóði Sparisjóðs Svarfdœla fór fram þann 9. des sl. TU úthlutunar voru tvœr milljónir króna sem úthlutað var í 8 staði. d Myndinni eru f.v: Kristrún J Sigurðardóttir f.h. Kirkjukórs St. Arskógskirkju, Friðrik Friðriksson formaður sjóðsins, Arnar Simonarson f.h. leikfélags Dalvíkur, Fíelga Haraldsdóttir f.h. Kirkjukórs St. Arskógskirkju, Marínó Þorsteinsson f.h. UMF Reynis, Kristín Simonardóttir f.h. Bakkabrœðraseturs, Óli Þór Jóhannsson f.h. Karlakórs Dalvíkur, Jóhann Olafsson f.h. sóknarnefndar Vallakirkju, Kristjdn E Hjartarson f.h. Kristjönu Arngrímsdóttur og Hjörleifur Hjartarson f.h. Náttúruseturs á Húsabakka. Hœsta styrkinn hlaut sóknarnefnd Vallakirkju ti! lagfœringar á undirstöðum undir kirkjuklukku Vallakirkju. Rimar, lyfta, kr. 3.500.000. Víkurröst, endurbygging á neðri hæð , kr. 19.000.000. isaverkið „Aldan“ verður ekki sett upp aftur á nýjum stað á næsta ári eins og gert var ráð fyrir. Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að ekki verði farið í frekara viðhald og framkvæmdir við lóð Ráðhúss en gert er ráð fyrir í uppmnalegri tillögu frá Eignasjóði sem er kr. 100.000. Listaverkið var sett upp árið 1996 með fulltingi Listskreytingasjóðs Ríkisins, Dalvíkurbæjar og Sparisjóðs Svarfdæla en höfndur þess er Jónína Þórðardóttir. Það var tekið niður til að rýma fyrir Menningarhúsi og ákveðið að því yrði fundinn nýr staður. Að sögn Þorsteins Bjömssonar hjá tæknideild koma tveir staðir til greina en nauðsynlegt er að listamaðurinn verði með í ráðum um staðarvalið. Síðasta laugardag var haldinn fundur að Rimum þar sem kynnt var breyting á sorpmálum dreyfbýlis Dalvíkurbyggðar frá og með áramótum. Um nokkurt skeið hefur lífrænum úrgangi verið safnað sér staklega í þéttbýlinu en nú nær það fyrirkomulag einnig til dreifbýlisins. Fundargestir fengu afhenta bæði „tunnu í tunnu“ frá Gámaþjónustu Norðurlands og einnig söfnunarkörfur og poka úr maístrefjum sem eyðast í náttúmnni. Gert er ráð fyrir að hvert heimili noti 100 slíka poka á ári. r byrjun mánaðar var haldinn fundur á Rimum með sauðfjárbændum í Svarfaðardala og á Árskógsströnd. Fundurinn var boðaður að beiðni Þorsteins Olafssonar frá Matvælastofnun en með honum kom Olafur Jónsson Héraðsdýralæknir. Erindi þeirra var að viðra hugmyndir um breytingar á fyrirkomulagi sauðflárveikivarna á þann hátt að innan sama sauðfjárveikivarnarhólfs verði svæðum skipt upp með tilliti til smithættu á riðuveiki. Sem kunnugt er hafa komið upp riðutilfelli í Svarfaðardal á undanfömum 20 árum sem setur svæðið sjálfkrafa í strangt bann hvað varðar sölu á búfé útfyrir mörk þess. Þorsteinn taldi hins vegar að rýmka mætti nokkuð um innan svæðisins en fyrst og fremst að sauðfjárbændur sjálfir settu ákveðnar verklagsreglur hvemig farið væri með úrtíningsfé og þess háttar. Dalvíkurskóli r I dag er góðverkadagur í dag, 16. des, er góðverkadagur hjá nemendum Dalvíkurskóla. Bæjarbúar munu með margvíslegum hætti njóta góðsemi, hjálpsemi og gjafmildi nemenda í dag. Meðal verkefna sem nemendur ætla að taka sér fyrir hendur em jólasöngvar í stofnunum og fyrirtæknum, upplestur á Dalbæ, þrif í íþróttahúsi og sundlaug, aðsoð við að setja í innkaupapoka, aðstoð við flutninga hjá Leikfélagi Dalvíkur, aðstoð á leikskólum og þannig mætti lengi telja. Margirnemendur hafa bakað smákökur í skólanum að undanfömu og er ætlunin að gefa þær á götum úti með jólakveðjum. Eins hafa fyrirtæki gefið kerti og spil sem krakkamir munu gefa áfram einhverjum heppnum vegfarendum. Góðverkadagurinn er að sögn Magneu Helgadóttur sviðsstjóra hluti af þemavinnu sem stendur yfir allan desembermánuð þar sem þemað er hjálpsemi. Ymislegt hefur verið rætt og ráðslagað um hjápsemi, kærleika og vinarþel í huga og orði í Dalvíkurskóla þennan mánuð bæði á bekkjarfundum og í skólastarfínu. Eldri nemendur hafa hjálpað til í matsal og við gæslu á skólalóð. Bömin hafa hjálpað til við skreytingar skólans og ýmis viðvik önnur og segir Magnea sannkallaðan jólaanda hafa ríkt í skólanum fyrir vikið. Á föstdaginn verða litlu jól en að þeim loknum eru allir komnir í jólafrí. Sendum starfsfólki og nemendum Tónlistarskóla Dalvíkur og öllum íbúum Dalvíkurbyggðar innilegar jóla og nýárskveðjur. Kaldo Kiis og fjölskylda Sendum ættingjum og vinum okkar bestu jóla-og nýársóskir með þökkum fyrir liðið Heiða og Danni Fjölskyldur okkar, frændfólk og vinir fá innilegt þakklæti fyrirallan þann hlýhugsem okkur hefur verið sýndur ítilefni 80 ára afmælis okkar 27. nóvember sl. Sérstakar kveðjurfrá Imbu til söngvinanna íSvarfaðardal og á Dalvík fyrir liðnar samverustundir. Sá tími gleymist ekki. Megi jól og nýtt ár færa ykkur hamingju og gleði. Kærar kveðjur. Ingibjörg og Rósa Helgadætur. Hugheilar jóla - og nýársóskir til vina og vandamanna. Hjartans þakkir til allra, sem lögðu til efni i litlu teppin, sem Rauði Krossinn hefurtekið við. Guð blessi ykkur öll Elínborg Gunnarsdóttir Kæru ættingjar og vinir. Gleðilegjól. Gott og farsælt komandi ár Sólveig Antonsdóttir

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.