Norðurslóð - 16.12.2010, Page 5

Norðurslóð - 16.12.2010, Page 5
Norðurslóð - 5 Minningarmolar að heiman A unglingsárum mínum, / \ þegar við systkinin á X JL-Brautarhóli vorum enn heima á sumrin, fjögur talsins eða jafnvel fimm, er Filippía kom frá Reykjavík með böm sín, var það siður að gera sér glaðan dag, að minnsta kosti einn sunnudag ársins, síðsumars. Var þá oft gengið á íjöll og Rimamir urðu oftast fyrir valinu. Reyndar man ég að eitt árið fórum við skyldmennin í Gröf og Brautarhóli í þess stað austur í Vaglaskóg. Annað sumar var farið að Skeiðsvatni. Bíll flutti okkur fram á móts við Skeið. Þaðan gengum við upp að vatninu. Þá vorum við mörg á ferð og á ýmsum aldri frá bæjunum Hofi og út í Sökku, þó var enginn frá Hánefsstöðum. Er við komum á leiðarenda snæddum við nestisbita okkar og fórum síðan í leiki. A mynd sem þar var tekin erum við að „hlaupa í skarðið". Það var glatt á hjalla í þessari ferð, þó sólinni þóknaðist ekki að skína á okkur. Aður en Rimaferðir hófust, höfðum við frá Gröf og Brautarhóli stundum farið síðsumars upp í gróna laut, Legulaut, skammt fyrir neðan Einhamar, hitað þar kaffi og farið í leiki. Eg minnist þess að Anna Stefánsdóttir, sem þá bjó í Gröf, og Filippía systir mín báru yngstu böm sín á bakinu þangað upp eftir, en hin eldri voru leidd eða spjöruðu sig sjálf. Eg vandist snemma fjallgöngum. Er fyrri túnaslætti var að ljúka og töðugjöldin nálguðust, var ég stundum send til að leita að geldfé, sem gekk í fjallinu og koma því heim til að fá nýtt kjöt. Eg þekkti allar æmar þó að ég væri enn liðléttingur við ýmis önnur störf. A bemskuárum minum sóttust berklahælin á Vífdsstöðum og í Kristnesi eftir því að fá fjallagrös, sem talin voru besta lyfíð sem völ var á við „hvíta dauðanum", er lagði margt ungmennið í gröfina. Var auglýst eflir hreinum og þurrkuðum grösum og greitt sæmilega fyrir hvert kíló. Bræður mínir fóm til grasa og ég með þeim, stundum upp á Qallseggjar. Eg man, að eitt sinn lék ég mér að því að setjast á brún Efrafjallsins, þar sem hún var mjóst, og hafði annan fótinn í Svarfaðardal en hinn í Hamarsdal. Eg hafði mikla gleði af þessum fjallaferðum. Útsýnið var fagurt og frjálsræðið ólýsanlegt. Sigurður bróðir minn, sem hafði gaman af því að stríða mér, sagði eitt sinn: „Það er gott að þú ert ekki rolla“. Eg var í raun sammála en vildi þó fá nánari skýringu á þessum orðum. Þá bætti hann við: „Þá hefðum við alltaf þurft að elta þig upp á fjallseggjar“. Hvenær ég fór fyrst upp á Rima man ég ekki, en það mun hafa verið með þeim bræðrum mínum Sigurjóni og Sigurði einhvem tímann þegar ég var bam. Hinar eiginlegu Rimaferðir okkar nágrannanna hófust síðan um eða rétt eftir árið 1940. Sú fyrsta, sem ég get tímasett var farin 8. ágúst 1943. Við vorum þá níu talsins frá bæjunum Uppsölum, Völlum og Brautarhóli, sem gengum upp á Stóra-Rima í sólskini og blíðviðri. I þeirri ferð voru teknar nokkrar myndir, meðal annars af okkur við vörðuna. Eg á nokkrar enn í albúmi mínu, en aftan á þær er rituð dagsetning og ár. Þennan sama dag fóru systur mínar ásamt Önnu í Gröf með bömin frá báðum bæjunum upp í Hofsskál. Er við Rimafaramir komum þangað á leið heim, beið Svanfríður systir mín með heitt ketilkaffi ásamt meðlæti, sem hún kom með að heiman. Það var þegið með þökkum og á eftir farið í leiki. Myndir voru teknar af öllum hópnum. Sú yngsta á myndinni var þá aðeins þriggja ára, Filippía Jónsdóttir í Gröf, síðar búsett í Miðkoti á Dalvík. A þessar myndir vantar einn úr hópnum, Jón Hallgrímsson á Uppsölum, bróðurson Helgu húsfreyju þar. Hann hefur líklega tekið þær fyrir mig á gömlu kassavélina mína af því eigandinn vildi vera með myndunum. Þar má líka sjá, að hundamir á Brautarhóli, bæði Jökull og Snotra, tóku þátt í Rimaferðum á þessum árum. Eg man, að árið 1944 fórum við aftur upp á Rima. Hve mörg við vorum þá man ég ekki, enda engin mynd tekin í þeirri ferð. Aftur á móti minnist ég þess, að þá fengu systursynir mínir að fara með, þeir Kristján og Helgi Valdimarssynir. Annar var þá 9 ára en hinn 7 ára. Helgi, sá yngri, stóð sig mjög vel í þeirri ferð. Hann hefur síðar á ævinni gengið á mörg önnur og hærri fjöll. Brátt lágu spor mín að heiman. Síðasta gangan mín upp á Rima var árið 1947. Þá var danskur maður í vinnu á Brautarhóli, Niels Christian Holmgaard. Öll árin síðan hefur hann haft bréfasamband við einhvem í fjölskyldu minni og komið tvisvar í heimsókn. Hann langaði mikið að komast upp á fjallið, svo við Helgi Valdimarsson, sem þá hafði bætt þrem ámm við aldur sinn og eflaust einhverjum Rimaferðum líka, ákváðum að fara með honum. Reyndar kom í ljós, að útsýni þar uppi var nær ekkert, ólíkt því sem ég átti að venjast. Hekla sá fyrir því með gosi sínu það ár. I öllum Rimaferðum vorum við vön að rita nöfn okkar á blað, sem stungið var niður í flösku og inn í vörðuna. Við ætluðum líka að gera þetta. Niels var með penna, sem bleklaus var, er á reyndi. Eigandinn var ekki sáttur við að geta ekki skráð nafn sitt, þar sem hann taldi sig fyrsta Danann, sem hafði klifið þetta háa fjall. Hann stakk sig því í fingur og við rituðum nöfn okkar með dönsku blóði á blaðið, sem fór í flöskuna, en með þeim afleiðingum að penninn eyðilagðist. Mér er nú tjáð, að þessi flaska sé brotin og nöfn okkar, sem gengum á Rima á þessum árum, máð og gleymd. Sjálf á ég ljúfar minningar frá Rimaferðunum og eflaust einhverjir þeirra, sem enn eru ofan moldu, en þeim fer óðum fækkandi. Því langar mig að biðja Norðurslóð að geyma þessa minningarmola um okkur, sem þá vorum frá á fæti og á blómaskeiði ævinnar. Með bestu kveðju og þökk fyrir blaðið. Lilja S. Kristjánsdóttir frá Brautarhóli Eftir Lilju Kristjáns- dóttur - MMXMM MMMMMMMMM* M . . W MM.—J . • Æ~ \M M IIHIIJJI/II r t.......M, ÆT . ....... MT X,. ..M..UUI/I. r VII UH l/fi «/»/#»** (J/J**** J • ÆCKMJM. kaupakonur á Völlum, Siguróur Kristjánsson Brautarhóli. Onnur röð: Sigurjón Kristjánsson Brautarhóli, Heigi Valdimarsson Brautarhóli, Guðlaug Kristjánsdóttir Uppsölum, Kristján Valdimarsson Brautarhóli fyrir aftan hana, Filippía Kristjánsdóttir Brautarhóli (með sólgleraugu), Anna Stefánsdóttir Gröf meó dóttur sina Filippiu, Ingveldur Valdimarsdóttir Brautarhóli (á bak við ketilinn), Svanfriðut Kristjánsdóttir (með kaffiketilinn), Lilja Kristjánsdóttir Brautarhóli. Aftasta röð: Stefán, Gunnar, Jón Anton og Helgi Jónssynir Gröf Hundurinn Jökull á Brautarhóli. Brugðið á leik Við vörduna a Rimum. Aftari löó: Sigurður á Brautarhóli (með hatt), systurnar Jóna og Gróa sem voru kaupakonut á Völlum, Sigurjón Kristjánsson á Brautarhóli. Fremri röð: Guðlaug (Lauga) í Uppsölum, tikin Snotra frá Brautarhóli, Lilja á Brautarhóli, Þráiitn á Völlum og bróðir hans Rafn (báðir Þórhallssynir). Myndina tók Jón Hallgrímsson í Uppsölum þann 8. ágúst 1943.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.