Norðurslóð - 16.12.2010, Síða 8

Norðurslóð - 16.12.2010, Síða 8
8 - Norðurslóð Glansandi David Brown endurborinn! Dráttarvélamar á Jarðbrú eru órjúfanlegur hluti af bernskuminningunum þegar ég hugsa til baka. Langir dagar í heyskap — hoss í grjóthörðu stálsæti með fóðurblöndupoka undir rassinum. Og dugði ekki til. Skítakstur dag eftir dag á haustin. Tímamót og spenningur þegar keypt var ný vél. Stundum keyrt svolítið glannalega. Og maður fékk netta áminningu fyrir! Ohætt er að segja að við systkinin tókum sérstöku ástfóstri við eina vélina, David Brown! Það var einhver konungleg virðing yfir nafninu sjálfu — minnti svolítið á Crown (krúnu). Kannski var aðdáunin tilkomin vegna þess að innan okkar heimslögsögu; þ.e. á bæjunum í Svarfaðardal og á leiðinni til Akureyrar, var hvergi að sjá og finna vél sömu gerðar. Browninn okkar á Jarðbrú var alveg einstök vél, bilaði lítið, puðaði þó rauðglóandi í reykjarmekki við heyblásarann sumar eftir sumar, fennti í bólakaf á vetrum en rauk alltaf í gang að vori. Og ég man að einu sinni prófuðum við að grafa okkur niður á vélina í snjóskafli norðan við Jarðbrúarfjósið og setja í gang um miðjan vetur. Sú gamla bræddi bara skaflinn af sér. Því var það fyrir okkur einstakur viðburðurþegar við fjölskyldan sem bjuggum á sínum tíma á Jarðbrú vorum boðuð þangað á hlaðið laugardaginn 2. ágúst sumarið 2008 til að vera viðstödd þegar hulunni yrði svipt af gljáfægðri og endurbyggðri David Brown vélinni. Sumir trúðu varla sínum eigin augum þegar þarna við gömlu fjóshlöðuna var hún aftur komin nánast nákvæmlega eins og hún var þegar hún kom ný og glansandi í Jarðbrú í sumarbyrjun 1964. Þetta telst því í mínum huga til menningarviðburða í Svarfaðardal á síðari árum. Vorið 1964 kom ekki bara David Brown í Jarðbrú heldur líka nýr vinnumaður, Dalvíkingurinn Rafn Ambjömsson, sem var síðan hjá foreldrum mínum í vinnu næstu sumur. Og hann tók auðvitað miklu ástfóstri við nýju dráttarvélina, enda var hún mikið þarfaþing, með þeim öflugri í sveitinni og notuð til flestra verka. Pabbi var með þeim fyrstu til að kaupa PZ sláttuvél í Svarfaðardal og David Brown var að sjálfsögðu beitt fyrir hana og víða slegin tún um sveitina með úthaldinu. Þegar við fluttum úr Jarðbrú árið 1986 var það eitt af síðustu verkum pabba að tryggja David Brown nýjan húsbónda og þá kom ekki nema einn til greina; Rabbi. Vélina hefur hann síðan notað lítið eitt á hverju ári í heyskap. Eins og við var að búast eftir mikla notkun og ekki alltaf blíðuhót hjá Jarðbrúarstrákunum — þá var Brown farinn að láta nokkuð á sjá. Ryð hafði grandað brettum, ljós voru fyrir löngu ónýt, flestir mælar hættir að þjóna sínu hlutverki, en það mikilvægasta, mótorinn sjálfur, mallaði alltaf í sama ómþýða taktinum. Á því merka ári 2007 var eins og einhver væri með hönd á stýri þegar ég frétti af því hjá föðurbróður mínum Þóri að Rabbi hefði hug á að gera David Brown upp. Stuttu áður hafði ég rekist fyrir tilviljun inn á heimasíður á Netinu þar sem ég fann út að hægt væri að kaupa varahluti í gamlar dráttarvélar. Og þá datt mér strax í hug David Brown og varð furðu lostinn þegar ég fann heimasíðu aðdáendaklúbbs þessara véla í heimalandi þeirra, Bretlandi. Þeir halda meira að segja jólasamkomur þar í landi undir merkjum David Brown! Til að gera langa sögu stutta þróuðust mál þannig að ég tók að mér það verkefni að reyna að útvega varahluti í Brown. Andri, bróðursonur minn Helgason, markaðsstjóriflutningafyrirtækisins Jóna, tók að sér að tryggja öruggan flutning á þeim heim og Rabbi fékk þá vélavölunda Bimi Jónsson á Dalvík og Þór Ingvason á Bakka til að taka að sér að gera David Brown vélina eins og nýja. Ekki þurfti að efast um að úr höndum þessara dverghögu manna kæmi gamla Jarðbrúarvélin í hátíðarbúningi. Enn einn liðsmaðurinn bættist svo í verkefnið, rútusmiðurinn Sigurbjöm Bjamason, tengdafaðir Eyrúnar Rafnsdóttur. Hann sá um alla málningarvinnu við vélina og fékk líka til liðs við sig listamenn í bílasmíði sem endursmíðuðu illa farið húddið af vélinni og gerðu það eiginlega betra en nýtt. Jarðbrúarvélin David Brown 880 Implematic er 42 hestöfl, árgerð 1963, búin öflugum ámoksturstækjum, vökvakerfi, tvöfaldri kúplingu og fleiru sem þótti í fremstu röð þegar vélin kom ný. Hún var óvenjuleg í framleiðslu David Brown að því leyti að púst var leitt aftur úr henni en líkast til hefur pabbi valið þann kostinn til að hægt væri að keyra inn í mykjuhúsin. En það sem auðvitað var líka sérstakt við þessi kaup á sínum tíma var að innflytjandinn var ekki Sambandið heldur fyrirtækið Globus. Pabbi fékk enda glósur frá öðrum bændum í Svarfaðardal fyrir það að sniðganga Kaupfélagið með þessum hætti. En kannski hefur það einmitt líka verið ástæða þess að hann valdi í þetta sinnið að skipta við aðra en Sambandið og KEA. Dúddi á Jarðbrú var nefnilega ekki fyrir það að láta múlbinda sig í viðskiptum! Ein af mörgum tilviljunum sem virtust sveima yfir þessu verkefni var þegar maður einn í Bretlandi svaraði fyrirspurn á tölvupósti til breska David Brown - klúbbsins þar sem við leituðum ráða með kaup á varahlutum. Ekki nóg með að hann teldi allar líkur á að hægt væri að finna það sem okkur vanhagaði um heldur bauðst hann til að leggja þessu framtaki til varðveislu svarfdælskrar dráttarvélasögu lið með því að safna öllum varahlutunum saman og senda í einu lagi til íslands. Engir Icesave-fyrirvarar þar á bæ! Enda voru Bimir, Rabbi og Sigurbjörn David Brown, Rafn Arnbjörnsson og Ingibjörg Heigadóttir frá Jaröbrú. Fyrrum Jarðbrúarvinnumaðurinn Rabbi fékk Intbu til að aðstoða sig við afhjúpun David Brown við göntlu fjóshlöðuna á Jarðbrú og fór vel á því. Einmitt þarna stóð vélin þegar Rabbi sá hana fyrst sumarið 1964. Greinarhöfundur i heyskap á David Brown á Snerrutúninu. eins og böm á jólum snemma vors 2008 þegar heljarmikill kassi með upprunalegum varahlutum í David Brown kom til Dalvíkur. Og upp úr kassanum komu bretti, mælar, nýtt sæti, stýri, grill, merki, límmiðar og margt fleira. Endurborinn David Brown kom úr skúmum hjá Bimi á Dalvík um mitt sumarið 2008. Að öllum öðmm ólöstuðum á Bimir mikinn heiður af því hvernig til tókst. Verkinu er samt ekki lokið enn. Ámosturstækin eiga eftir að fá meðhöndlun fagmannanna og þá verður sú gamla rauða á gulu felgunum fullkomlega klár í slaginn. Fjóshaugurinn á Jarðbrú er að vísu horfínn en David Brown er samt klár til verka í framtíðinni. Þökk sé öllum sem að komu en þó sér í lagi þeim Rabba og Árdísi, konu hans, fyrir að tryggja þessari gömlu og góðu dráttarvél framhaldslíf og yngja hana upp svo glæsilega sem raun ber vitni. Jóhann Olafur Halldórsson, Jónssonar frá Jarðbrú. Jónsson, Rafn Arnbjörnsson og Sigurbjörn Bjarnason. David Brown búiit úmoksturtsœkjum og í fullum skrúða á leið i Sveinsstaðaafrétt. Spáð og spekúlerað í verkefnið i skúrnum hjá Birni. Frá vinstri: Birnir

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.