Norðurslóð - 16.12.2010, Page 11

Norðurslóð - 16.12.2010, Page 11
Norðurslóð -11 ...Steini þinn skrifar þér víst ekki í þetta sinn Sendibréf Gísla Jónssonar til Þorsteins Þorsteinssonar í Kanada 1890 Gísli Jónsson á Hofi Þorsteinn Þorsteinsson frá Upsion. Teikning Arngríms Gislasonar Þorsteinn Þ. Þorsteinsson orgils Gunnlaugsson á Sökku II dró upp úr handraða sínum á dögunum bréf frá Gísla Jónssyni afa sínum á Hofí til vinar síns og „fóstra“ Þorsteins Þorsteinssonar sem kenndur var við Upsi. Þorsteinn flutti til Kanada 1889 og er bréfíð ritað árið eftir. Bréfið er á allan hátt hin merkasta heimild um daglegt líf og búhætti bænda í Svarfaðardal á þessum tíma og full ástæða til að birta það lesendum Norðurslóðar til fróðleiks og skemmtunar. Gísli Jónsson (1869-1964) var fæddur á Syðra Hvarfi, Sonur Jóns Kristjánssonar og Dagbjartar Gunnlaugsdóttur. Gísli tók við búsforráðum á Syðra Hvarfi árið 1898 en árið 1904 keypti hann Hof og bjó þar rausnarbúi allar götur síðan. Þótti hann um sína daga „einn af aðsópsmestu bændum í Svarfaðardal og þótt víðar væri leitað“ eins og segir í bókinni Svarfdælingum eftir Stefán Aðalsteinsson. Hann var félagsmálamaður og kom að mörgum framfaramálum í Svarfaðardal á sinni tíð. Þá var hann orðlagður hagleiksmaður og vann jafnan við smíðar meðfram búskap. Meðal annars var hann yfirsmiður við smíði bæði Tjamar -og Urðakirkju sem enn standa og við brúarsmíði á Skíðadalsá og Svarfaðardalsá. Gísli lést fjörgamall árið 1964. Þorsteinn Þorsteinsson smiður (1825- 1912) var fæddur á Ytri Mástöðum Hann var jafnan kenndur við Upsi en þar bjó hann 1854- 1870. Einnig bjó hann um tíma í Hágerði, Hjaltastöðum og á Hálsi. Arið 1874 brá hann búi en eftir það var hann lengst af til heimilis á Ytra-Hvarfi. Þorsteinn var lærður snikkari og starfaði við smíðar með bústörfum og einvörðungu eftir að hann brá búi. Byggði hann mörg hús í Svarfaðardal og var m.a. yfirsmiður Vallakirkju sem vigð var 1861. Snemma hneigðist hann til fræðimennsku og liggja eftir hann á Landsbókasafninu kynstur af þjóðsögum og sögnum, gömlum kveðskap og öðrum þjóðlegum fróðleik einkum úr Svarfaðardal og nágrenni. Þorsteinn flutti 1889 til Kanada ásamt Friðrik syni sínum sem kallaði sig Svarfdal. Þorsteinn varð blindur fljótlega eftir að til Vesturheims var komið og lést þar í hárri elli. Þorsteinn Þ. Þosteinson (1879-1955) var „lausaleiksbarn" Þorsteins frá Upsum og Aldísar Eiríksdóttur frá Uppsölum. Þorsteinn eldri var kvæntur Jórunni Bjamadóttur en „einhver sundurþykkja virðist hafa verið með þeim“ segir í Svarfdælingum, og voru þau lítið samvistum eftir að þau hættu búskap. Þorsteinn yngri var tekinn í fóstur til Jóns Kristjánssonar og Dagbjartar Gunnlaugsdóttur á Syðra Hvarfi og naut þar góðs atlætis á uppvaxtarárum sínum. Eins og fram kemur í bréfi Gísla fóstbróður hans til föður hans var Þorsteinn („Steini þinn“) 11 ára orðinn iðinn við lestur enda gerðist hann síðar skáld og fræðimaður. Naut hann í þeim efnum handleiðslu hins fatlaða menntafrömuðar og fræðimanns Þorsteins Þorkelssonar sem bjó á Syðra Hvarfi á uppvaxtarárum hans. Þorsteinn Þ. flutti vestur um haf árið 1901 og vann þar alla tíð að ritstörfum en hafði ofan af fyrir sér með húsamálun. Hann var einnig drátthagur og fékks nokkuð við teikningu. Hann er líklega þekktastur fyrir þriggja binda vekið Sögu Islendinga í Vesturheimi en einnig gaf hann út skáldrit bæði í bundnu og óbundnu máli. I jólablaði Norðurslóðar 2007 er að finna gagnmerkan þátt um Þorstein og verk hans eftir Gunnar Stefánsson. Fjölmörg handrit voru send hingað heim að honum látnum og eru þau geymd í Héraðsskjalasafninu á Dalvík. Þá ánafnaði hann Bókasafni Svarfdæla bókasafn sitt sem þar er einnig að finna. Þorsteinn lifði tvær eiginkonur sínar og tvo syni og á enga afkomendur svo vitað sé. Að honum látnum var aska hans og seinni konu hans, Goðmundu Haraldsdóttur, flutt yfir hafíð og borin til grafar í leiði Dagbjartar fósturmóður hans í Vallakirkjugarði við hátíðlega athöfn 27. maí 1956. Svðra Hvarfl 17. apríl 1890 Guð gefi þér allar stundir góðar og betri en eg kann að biðja. Innilegustu hjartans þakkirfyrir allt gott undanfarið ogþar á meðal bréjiðfrá l.oglO. sept. ífyrra, meðtekið á jóladaginn sama ár með góðum skilum. Þó að eg pári þessar línur verða þœr frétta fáar því margir skrifa þér um það sem við hefur borið síðan þú fórst, að það hrekkur ekki handa öllum. Sumarið eftir að þú fórst var mjög gott og heyfengur og nýting í góðu lagi en mjög reynast heyin létt. Þann 10. sept. í haust gerði talsverðan snjó, við hér i sveit vorum svo heppnir að vera búnir að ganga fallgöngur okkar. Þann snjó tók upp aftur og varð alauð jörð, en mjög óstillt, stórrigningar, ofsasveður og hríðarél skiptust á en jörð var þýð fram á vetur, því til dœmis að taka sléttaði eg þúfur tœpan mánuð af vetri og erþað vist fá dœmi hér í sveit. í vetur heftr verið mjög óstillt og talsverður snjór komið en tekið vel upp á rnilli. Nú er grátt yfir allt, hríðarkuldi, lítilfönn í byggð en mikil til fialla. Eins og áður er getið var grasvöxtur góðtir nœstliðið sumar víðast livar en firemur var þó snöggt hér eins og vant er, einkum engið. Við fengum 200 hesta af útheyi úr heimalandi og 130 hesta af töðu. Nœstliðið sumar og haust var talsvert unnið af jarðabótum hér í sveit einkum þúfnasléttun. Við hér sléttuðum 180 ferhyrningsfaðma. Góö uppskera var á nœpum og rófum í sumar eð var en víða skemmdust þcer fyrir vankunnáttu og mátti segja um það eins ogfleira „ að ekki er minni vandi að gceta fengis fiár en afla þess “. Hér fengust 6 tunnur af rófum og 3 af kartöflum, ekki skemmdist hér neitt til muna. Fáir hafa dáið síðan þú fórst, Gunnar í Efstakoti og Guðrún móðir Kristjáns sem hér var dóu í haust, Hallgrímur gamli á Hámundarstöðum og Astríður á Krossum. Attunda desember í vetur dó séra Páll í Viðvík, frú séra Zophaniasar orti sálm eftir séra Pál og legg eg hann hér innan í, því eg hugði að þú hefðir skemmtun af að sjá hann. Það er ákveðið að halda héraðshátíð á sumri komanda í minningu þess að 1000 ár eru liðin síðan Helgi magri nam fyrst fiörðinn. Forstöðunefndin og hrepparnir lögðu fiárstyrk til hátiðarinnar. Hér í hreppi var stofnuð tombóla í þeim tilgangi, hana á að halda á Tjörn á Sumardaginn fyrsta. Björn á Atlastöðum minkar við sig í vor og býr eftirleiðis á fiórðaparti af jörðinni, en Árni á Hœringsstöðumflytur sigþangað. í Hæringsstaðifer Bergur á Þorleifsstöðum, í Þorleifsstaði fer Jón sonur Björns á Hóli. Jón Þorvaldsson á Hofi hœttir að búa en þangað fer Þorfinnur á Hrísum, í Hrisa fer Björn sonur Arnþórs á Moldhaugum. Fleiri byltingar eru ekki ráðnar á þessu vori svo eg muni. Nú er Arni í Dœli að kaupa þann helminginn sem Þórður átti af Dœli, hann á að kosta 800 krónur. Líka œtlar Þórður að kaupa Hnjúk og á hann að kosta 2.500 krónur. Verslunin var ögn líflegri þetta ár en að undanförnu, ullfór á 70 aura ogpeningaekla ekki eins og að undanförnu. Fjármarkaður var haldinn í Hofsréttinni í haust, féð seldist heldur vel, veturgamalt á 12 krónur til jafnaðar, geldar œr á 14 krónur og sauðir á 16 -18,25 kr og mest allt borgað í gulli út í hönd. 198 sauðum var haldið í hóp og svo var boðið í þá, Christian Hafstein var hœstbjóðandi, nefnilega 18.25 fyrir hvern. Það voru 7 merkur vegnar afgulli sem hann snaraði út fyrir hópinn. Nafni minn í Gröfbiður kœrlega að heilsa þér og óskar að þér líði sem best á þessu þínu œvikveldi. Nafni þinn og Jóhann skrifa þér víst bráðum. Steini þinn skrifar þér víst ekki í þetta sinn. Hann var búinn að lœra 12 kafla og var hœttur að lœrafyrir póiska en er nú alltaf að lesa upp. Allir hér eni við góða heilsu nema pabbi, hann er alltaf mjög lasinn. Núfyrir skemmstu kom Thyra sínafyrstu ferð hér inn á fiörðinn líka kom kaupskipið lngibjörg, báðar með mikið af vörum og ekki urðu þær varar við ís. Þá er nú mál að hœtta þessu. Allir biðja innilega að heilsa þér. Guð og gcefan veri með þér œvinlega. Þess óskar Gísli Jónsson Óskum viðskiptavinum okkar og íbúum Dalvíkurbyggðar gleðilegra jóla og farsæls komandi érs. Óskar íbúum Dalvíkurbyggðar gleðilegra jóla og farsældar á komandi éri. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. ÁPSKOGSSAIMDUR

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.