Norðurslóð - 16.12.2010, Qupperneq 12

Norðurslóð - 16.12.2010, Qupperneq 12
12 - Norðurslóð Miðaldagarðlög í Svarf- aðardal og túlkun þeirra Viða í Svarfaðardal má enn sjá skýrar menjar gamal/a garða. Margir þeirra liggja við fjallsrœtur með endilöngum hlíðum og Itafa satttan verið kallaðir Sveitarlangur í daglegtt tali. Hér má sjá liluta af Sveitarlang ofan við Steindyr. Bóndi erjar akur sinn og búsmalinn (óafgirtur) allt i krittg Eins og mörgum er kunnugt hefur Elín ÓskHreiðarsdóttir fomleifafræðingur á Fomleifastofnun Islands unnið að rannsóknum á fomum garðlögum í Svarfaðardal í sumar. Niðurstöðumar komu fram á fyrirlestri hennar á Dalvík þann 6. nóvember síðastliðinn. I ljós kom að hafist var handa við að reisa garðana eftir árið 940, á síðari hluta 10. aldar. Þversnið sem tekin voru á sex stöðum sýndu svo ekki var um villst að garðamir voru allir nema einn endurnýjaðir annað næstu aldimar, allt fram á 12. og 13. öld. Einhverjir voru endurbyggðir allt fram á 14. öld. Engir nýjir garðar em fyrir ofan það. Skjalaheimildir um garðana í Svarfaðardal eru fáar en sýna að garðamir vom enn við lýði í upphafi 15. aldar - eins og þeir eru raunar enn í dag. Til hvers voru garðlög? Elín telur að garðlögin tengist búnaðarháttum á miðöldum. I Grágás, lagabók þjóðveldisaldar, séu ítarleg ákvæði um girðingar og meðal annars áttu þrír mánuðir af starfi bænda á ári hverju að notast til að sinna garðlögum, ef þörf var á. Svipuð ákvæði vom líka í Jónsbók sem tók við af Grágás þegar Island gekk í Noregsveldi á síðari hluta 13. aldar. Garðlög í Svarfaðardal em fyrst og fremst vörslugarðar hvers konar. Langur garður er meðfram ljallsrótum um allan dal, bæði á Austur- og Vesturkjálka og frammi í Svarfaðardal framan við Urði. Þessi garður var augljóslega reistur til að hlífa heimahögum, engjum og úthögum í lágsveitinni. Víðast hvar eru seljarústir ofan við bæi og er líklegt að búfé hafi verið rekið þangað á vorin og fólk hafst við í sumarbústaðnum mestallt sumarið, uppi í fjallinu með útsýn yfir sveitina. Þannig nýttist gróðurlendið betur. Bændur létu búfé bíta grasið uppi í hlíðum fjallanna og með því var meiri og betri uppskera tryggð af engjum, svo ekki sé talað um töðuvelli. Ekki þurfti að hafa áhyggjur af því að búsmalinn villtist úr afréttinni niður í safaríkt engjagras á láglendinu á meðan vörslugarðinum var haldið vel við, eins og virðist hafa verið allar miðaldir. Sérstakir vallargarðar hafa verið um töðuvöllinn og er einn slíkur varðveittur við Hamar, og líklega fleiri frammi í Skíðadal, og ef til vill víðar, en á mörgum bæjum var sléttað yfir þá þegar tún voru stækkuð á 20. öld. Vallargarðar finnast nánast um allt land og eru miklu algengari en vörslugarðar milli hálendis og láglendis, sem nefna mætti langgarða. Landamerkjagarðar eru þriðja tegund garða og rnargir þeirra eru varðveittir í Svarfaðardal, svo sem milli Bakka og Syðra- Garðshorns, Ytra-Garðshoms og Grundar og víðar. Gríðarmiklir garðar á Tungunum hafa sennilega bæði verið vörslugarðar og landamerkjagarðar milli Dælis og Tungufells. Einnig má tala um hagagarða, sem girtu af heimahaga hvers bæjar og tún- eða vallargarða, sem girtu af túnið í nánasta umhverfi bæjarins. Ennfremur er að finna flókið kerfi vörslugarða, vallargarða og landamerkjagarða umhverfis Háls. Upphaf garðlaga Túlkun á upphafi garðlaga er ekki einfalt mál og tengist fjölmörgum vandamálum í íslenskri miðaldasögu. Svo vill til að í Svarfaðardal hafa fundist miklar fomleifar aðrar en garðlög sem auðvelda að setja fram túlkunartilgátur á þessu sviði. Hér verður sett fram ein slík tilgáta, meira til gamans en nokkurs annars. Fátt er skemmtilegra en að spá í þekkingarsvið þar sem margs konar túlkun er möguleg vegna þess að okkur vantar mikilvæga þekkingarmola til að hægt sé að tryggja ömgga túlkun. I Svarfaðardal skipta miklu máli hin Qölmörgu kuml sem þar hafa fundist og sýna með óyggjandi hætti að byggð var hafin í mestallri niðursveitinni fyrir kristnitökuárið 1000. Miklir kumlateigar hafa fundist á Dalvík, við landnámsbýli sem sennilega hefur verið Upsir, og á Arnarholti í Ytra-Garðshomi. Sá kumlateigur hefur líklega verið tengdur landnámsbýli á Grund. Einnig hafa fundist kuml á Hálsi, við Ytra-Hvarf og í Dæli, í landi Sökku, Hrísa og Böggvisstaða. Engin kuml hafa fundist innan við Dæli í Skíðadal og innan við Urði í Svarfaðardal - en kannski á eftir að fmna þau. Ut frá þeim rannsóknum sem fyrir liggja á upphafi byggðar norðan lands, sérstaklega í Skagafírði, virðist mega álykta að tiltölulega fá býli hafi verið reist á sjálfri landnámsöld. I Svarfaðardal voru þá ef til vill þrjú eða flögur býli í byggð við lok landnámsaldar um 930, Grund, Upsir, Vellir og kannski Urðir. (Það á eftir að athuga upphaf byggðar í Svarfaðardal skipulega og vel má vera að landnámsbýlin hafi verið fleiri, það er bara ekki vitað, en þetta er eitt mögulegt þróunarlíkan, rökstutt með rannsóknum annars staðar þar sem land var numið við svipaðar aðstæður.) Menn hafa gert því skóna að á landnámsbýlum hafi verið fjölmennt og meðal annars margir þrælar, sem látnir vom sjá um erfiðisvinnu eins og garðhleðslur. Fljótlega eftir landnámsöld, á tímabilinu 930 til 1000, hafi fleiri býli verið reist, stórbýli eins og Hreiðarstaðir, Sakka, Dæli og Háls. Býli eins og Hvarf og Holt hafa verið miklu landmeiri þá en síðar varð og enn ekki búið að skipta þeim upp í Ytra- og Syðra-Hvarf og Ytra- og Syðra- Holt. Þessar jarðir hafa allar verið stórbýli eftir síðari alda mælikvarða og mögulegt að þrælahald hafi verið á þeim. Ef til vill hafa verið 15-20 býli í Svarfaðardal um árið 1000. Það er á þessum tíma sem hafíst er handa við að girða dalinn, um 940- 1000. Kannski er þá einhver fótur fyrir því eftir allt saman að þrælar hafi verið látnir girða landareignir eigenda sinna, þeirra sem áttu stórbýlin í dalnum og bjuggu þar. Ekki er það nú samt alveg víst; vera má að landnámsbýlin hafi verið venjuleg býli og á þeim búið venjulegar fjölskyldur eftir seinni tíma mælikvarða. Þessar fjölskyldur hafi einfaldlega varið miklu af tíma sínum í að hlaða garða utan um jarðimar og því hafi verið hægt að gera svo víðáttumikil garðlög. Sagnir um garðhleðslur sem varðveist hafa í Islendingasögunum benda ekki til að garðhleðslur hafi eingöngu verið þrælaverk. Til var sérstök stétt garðhleðslumanna sem voru frjálsir, en það eru líka sögur af því að þrælar voru látnir hlaða garða. Kannski var hvort tveggja þekkt að einhverju marki. Breyting á búsetu Af áðumefndum athugunum á þróun búsetu í Skagafírði (á Langholti, nánar tiltekið) virðist rnega ráða að landeigendur, þeir sem áttu stóru jarðirnar sem nefndar vom áðan (Grund, Urðir, Sakka, Háls ... ), hafi leyft mikla fjölgun jarða upp úr árinu 1000. Þessir landeigendur áttu allt land og þeir sem vildu hefja búskap urðu að leigja það af þeim. A 11. öld urðu til fjölmargar meðal- og smájarðir, kjarninn í byggðinni, sem einkenndu búsetulandslagið upp frá því - í Svarfaðardal jarðir eins og Karlsá, Ingvarir, Skeið og Hofsá, svo einhverjar séu nefndar. Ef til vill hættu menn þá að hafa þræla og leyfðu þeim að setjast að á smábýlum og gerast leiguliðar. Annar möguleiki er að mannfjölgun hafi einfaldlega orðið og menn séð að það varð að skipta jörðum meira upp en áður hafði verið til að sjá öllum þessum Qölda farborða. Kannski var hvoru tveggja ástæðan fyrir fjölgun smábýla, mannfjölgun og endalok þrælahalds. A þessurn tíma byggjast samkvæmt þessu líkani fjölmörg smábýli í Skíðadal, Fram-Svarfaðardal og á Upsaströnd, en einnig þéttist byggðin í miðsveitinni umhverfis upphaflegu byggðina verulega. Býli eins og Brekka, Jarðbrú, Tjamargarðshorn og Ingvarir umhverfis Grund og Tjöm og einnig Skáldalækur, Uppsalir, Hánefsstaðir, Brautarhóll og jafnvel Gröf umhverfis Velli byggjast þá. Um árið 1100 er að öllum líkindum komið upp það mynstur sem síðan hélst allt fram á 20. öld með um það bil 65 lögbýlum. Sá fjöldi lögbýla er skjalfestur í máldögum Auðunar rauða frá 1318. Þeir máldagar sýna einmitt að í Svarfaðardal voru talin 65 lögbýli, þar af 32 í Vallasókn, 16 í Urðasókn, 8 í Tjamarsókn og 7 í Upsasókn. Eftir það hélt útþensla byggðar hins vegar áfram. Hjáleigur og þurrabúðir fóru að byggjast og byggð þéttist einnig á ýmsum jörðum með tvíbýlum og jafnvel þríbýlum. Þannig hefur byggðin stöðugt þést. Vera má að við þessa þéttingu byggðar hafi orðið breyting á landbúnaðarkerfinu, um árið 1000. Ýmislegt bendir til að fram að þvi hafi skipt miklu máli að afmarka úthaga og beitilönd en minna hafi verið hirt um að rækta tún og hirða töðuvelli. Ef til vill tengjast garðhleðslur 10. aldar upphaflega þörfmni á að afmarka beitilönd nauta- og sauðfjárhjarða sem gengu sjálfala mest allt árið á hinum víðáttumiklu jörðurn sem þá tíðkuðust. Á 11. öld hafi túnrækt svo smám saman orðið mikilvægari, með ábomum töðuvöllum við

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.