Norðurslóð - 16.12.2010, Qupperneq 13

Norðurslóð - 16.12.2010, Qupperneq 13
Norðurslóð -13 hvem bæ, eftir þvi sem smábýlum Qölgaði og stórbýlin höfðu sjálf úr minna landi að spila. I staðinn fóru landeigendumir (sem bjuggu á stórbýlunum) að innheimta landskuld og kúgildaleigur af smábýlunum og höfðu þannig áfram ágætar tekjur af landi sínu. Kannski skýrir áherslubreyting af þessu tagi muninn á ákvæðum Grágásar og Jónsbókar, en áhersla á merkigarða er miklu minni í Jónsbók, sem er yngri lagasetning. Einnig má vera að þetta skýri af hverju hætt var að hlaða garða svo víða eftir 11. öld, svo sem í Suður-Þingeyjarsýslu. Af hverju endurnýjun í Svarfaðardal? Rannsóknir á garðhleðslum frá miðöldum hófust í Suður-Þingeyjarsýslu. Þar eru enn meiri leifar af miðaldagörðum en í Svarfaðardal, slíka garða er beinlinis að finna um alla sýslu, hátt og lágt, vörslugarðar á heiðum og mörkum afrétta og heimajarða og landamerkjagarðar í dalahlíðum, og einnig eru vallargarðar varðveittir þar sem aðstæður leyfa, eins og í Þegjandadal. I Suður-Þingeyjarsýslu var víða hætt að halda görðunum við eftir fyrsta byggingarstig, sem bendir einmitt til áherslubreytinga í landbúnaði á 11. öld. Þörfm á að viðhalda girðingum umhverfis jarðir hafi minnkað eftir að farið var að búa meira við töðuvelli og á smærri býlum. Þá þarf að skýra af hverju Svarfdælingar héldu áfram að halda vörslugörðunum við allar miðaldir, á meðan þeir lögðust af víða annars staðar. Ef til vill skýrist það af landþrengslum í Svarfaðardal. Munurinn á Suður-Þingeyjarsýslu og Svarfaðardal er einmitt að á fýrmefnda svæðinu eru víðáttumikil heiðarlönd ofan við byggðina sem tryggðu að allir höfðu nægan aðgang að beitilandi þótt vörslugarða vantaði, á meðan miklu landminna er í Svarfaðardal og mikil þörf á að halda áfram að skipuleggja landnýtingu vel, þótt áhersla ykist á túnrækt. Aðrar skýringar hafa komið fram sem ganga í þveröfuga átt - að á 12. öld hafi orðið eins konar hrun í efnahagskerfinu og fólki fækkað gríðarlega. Þess vegna hafi ekki verið haldið áfram að halda görðunum við, en viðhald garðanna í Svarfaðardal styður ekki þessa skýringu. Þar hefur þá ekki orðið sams konar hmn í efnahagskerfínu, þótt það hafi ef til vill orðið í Suður-Þingeyjarsýslu. Síðan er enn öðrum spumingum ósvarað: Af hverju eru leifar vörslugarða svo óvíða annars staðar en í Svarfaðardal og Suður-Þingeyjarsýslu? Hvað skýrir að mikið var byggt af görðum á þessum svæðum en ekki annars staðar? Spyr sá sem ekki veit. Vangavelturnar halda áfram Síðasta orðið hefur ömgglega ekki verið sagt í túikun á garðlögunum í Svarfaðardal. Þær vangaveltur sem hér hafa verið lagðar fram byggja á nýjustu rannsóknum en miklar eyður eru í þekkingu okkar á umhverfissögu Svarfaðardals á miðöldum. Sambúð lands og lýðs í dalnum er að miklu leyti órannsökuð. Mjög miklir möguleikar em á því að komast að ýmsu varðandi þessa sögu, en til þess þarf rannsóknir. Rannsókn Elínar Oskar er mikilvægt fyrsta skref. Vonandi verður hægt að halda áfram með rannsóknum á öðmm sviðum. Að síðustu vil ég þakka Elínu Osk Hreiðarsdóttur fyrir að hafa lesið greinina yfir og bent á margt sem betur mátti fara. Ami Daníel Júlíusson Óskum starfsfólki okkar, viðskiptavinum og íbúum Dalvíkurbyggðar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Dalverk ehf Sendum starfsfólki og viðskiptavinum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum samskiptin á árinu sem er að kveðja Katla ehf Starfsfólki okkar og viðskiptavinum sendum við bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári Þökkum samstarfið á árinu SAMHERJI HF Dalvík Oskum öllum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla, gæfu og gengis á komandi ári. Með þökk fyrir viðskiltin ^SPARISJÓÐURINN Dalvík

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.