Norðurslóð - 16.12.2010, Page 14

Norðurslóð - 16.12.2010, Page 14
14 - Norðurslóð Af Upsakirkju og síðustu fermingunni þar essi grein er að mestu samhljóða spjalli sem flutt var í Bergi 5. júní 2010, en þá voru liðin fimmtíu ár frá síðustu fermingu á Upsum. Fermingarböm voru fjórtán og eru tólf þeirra á lífi. Þau komu öll saman á Dalvík fyrmefndan dag til að minnast þessa atburðar í lífi sinu. Greinarhöfundur er í þessum hópi og var honum falið að tala um ferminguna og Upsakirkju á samkomunni. I. Hinn 5. júní 1960 krupum við íjórtán fermingarböm fyrir framan altarið í Upsakirkju og játuðum trú okkar fyrir séra Stefáni Snævarr. Þar með vorum við orðin formlega kristið fólk og komin á unglingsár- kannski nærri því fullorðin, það fannst okkur þá. Þetta var fallegur dagur, hvítasunnudagur 1960. Sól skein í heiði, það var flugnasuð og brakandi þurrkur þegar við komum saman í stofunni á Upsum og gengum þaðan í halarófu á eftir prestinum yfir grasið í kirkjugarðinum, öll í hvítum kyrtlum, inn i kirkjuna og settumst í kórinn,. Litla kirkjan var auðvitað troðfull, hún var ekki stærri en svo að nánustu ættingjar þessa fámenna fermingarbamahóps fylltu hana. Mér fannst þetta hátíðleg stund. Ég man ekki sérstaklega eftir neinu sem presturinn sagði, en andann man ég, og hann var góður. Séra Stefán Snævarr var kannski ekki leiftrandi kennimaður, en hann hafði góða nærveru, rólegur í framkomu og alveg yfirlætislaus. Og kirkjukórinnn söng undir stjóm Gests Hjörleifssonar sem naut viðurkenningar dómbærra tónlistarmanna, talinn hafa nánast fullkomna tónheym. Þetta var líka merkisdagur fyrir foreldra okkar, sem nú voru að skila okkur af sér nær heimi hinna fullorðnu. Þá var ennþá litið á ferminguna sem tímamót, þótt það væru kannski ekki eins gagnger tímamót og áður hafði verið, þegar fólk fór að spila á eigin spýtur eftir fermingu. Nú fínnst manni aftur á móti að unglingar fái að vera börn miklu lengur en fyrr, að minnsta kosti er það formlega svo með hækkun sjálfræðisaldursins. Það var verið að ljúka við að byggja Dalvíkurkirkju á þessum mánuðum og um veturinn var stefnt að því að verkinu gæti lokið íyrir vorið og við þá fermd í kirkjunni. Síðast var talað um að vígja mætti kirkjuna á hvítasunnudag og ferma í henni á annan í hvítasunnu. Þetta fór ekki svo og sumum þótti það súrt í broti. En ég man að Friðjón vinur minn Kristinsson sagði við mig að okkur myndi seinna þykja það miklu merkilegra að hafa verið í hópnum sem síðastur var fermdur á Upsum heldur en þó við hefðum verið í fyrsta hópnum í nýju kirkjunni. Þetta hefur áreiðanlega gengið eftir. Við höfum komið upp að Upsum nokkrum sinnum á fermingarafmælum okkar. Þar stendur enn kórinn þar sem við sátum báðum rnegin við altarið fyrir fimmtíu árum. Öll önnur mannvirki eru horfin á staðnum, og kirkjugarðurinn hefur verið sléttaður. En samt - þetta er ennþá Upsastaður og um hann og kirkjuna verður farið hér nokkrum orðum. Þegar nýja kirkjan var vígð og sú gamla kvödd skrifaði Valdimar V. Snævarr og gaf út bækling um sögu hennar sem hét Síðasta kirkjan á Upsum. Valdimar er okkur fermingarbömum frá þessum tíma minnisstæður, en hann lést 1961. Við fórum oft á samkomurnar hjá honum á sunnudögum, það voru kallaðar samkomur en ekki sunnudagaskóli eins og nú heitir. Valdimar sá um hið kristilega bamastarf, fór létt með það, gamall kennari sem hann var. Hann samdi sitthvað um menn og málefni í Svarfaðardal, meðal annars um kirkjurnar í dalnum, og bæklingur hans um Upsakirkju er helsta Kirkjan aö Upsum undir það síðasta heimildin um hana. Kristmundur Bjamason notar mikið úr frásögn Valdimars í kafla sínum um kirkjuna í Sögu Dalvíkur. I því sem hér segir styðst ég við þessar heimildir og einnig kaflann um Upsir í Svarfdælingum. II Upsir eru fornfrægur staður. Þar bjó að fomu Karl rauði sem frá segir í Svarfdælu. Þar var kirkjustaður og prestssetur um aldir. Fyrst er getið um kirkju á Upsum á tólftu öld og fyrsti prestur þar sem sögur fara af er enginn annar en Guðmundur Arason, síðar Hólabiskup, oft nefndur hinn góði. Það var árið 1196 sem hann var hér. Síðan er löng þögn í heimildum um kirkjunnar menn á Upsum, en máldagar nefna fýrst prest eða staðarhaldara í lok 15. aldar. Engin ástæða er til að telja upp presta sem sátu á Upsum og nefndir eru í Svarfdælingum. En ég staldra við tvo. Sá fyrri var Páll Bjamason sem var prestur á Upsum frá 1712 til æviloka árið 1731. Kona hans var Sigríður Asmundsdóttir. Þótt allgott orð færi af séra Páli sem presti þótti Sigríður honum greinilega fremri að gáfum, sögð skömngur mikill og bráðvel gefin. Þau hjón eignuðust 16 böm og komust 12 til fullorðinsára, sem var hátt hlutfall á þessari öld bamadauðans. Fjórir synir luku latínuskólanámi á Hólum og tveir háskólanámi í Kaupmannahöfn. Þeir tveir voru með allra merkustu mönnum á Islandi á átjándu öld, báðir fæddir á Upsum. Sá eldri var Gunnar Pálsson, fæddur 1714, dáinn 1791. Hann var skólameistari á Hólum og lærdómsmaður mikill, skáld og prestur, síðast í Hjarðarholti í Dölum. Sem skáld telst hann ekki í allra fremstu röð, þótt góð kvæði liggi eftir hann, sem lesa má í sýnisbókum. Raunar orti hann vísur sem allir kunna þótt fáir viti hver höfundurinn er. Það eru stafrófsvísumar A, b, c, d. - Yngri bróðirinn var Bjami Pálsson, fæddur 1719, dáinn 1779. Hann nam náttúmfræði og læknisfræði í Kaupmannahöfn. Ferðaðist hann með Eggert Olafssyni um allt land til rannsókna á náttúru landsins og kom úr þeirri rannsókn Ferðabók Eggerts og Bjarna. Bjarni lagði mest stund á lækningar og er fyrsti lærði læknir landsins. Það var því eðlilegt að hann skyldi skipaður fýrsti landlæknir Islendinga fyrir 250 árum, 1760. Bjarni bjó í Nesi við Seltjörn og þar er minnisvarði um hann. Ef til þess kemur að Upsum verði sýndur sómi sem merkasta sögustað í hinum gamla Dalvíkurhreppi, eins og ætti að gera, færi vel á að setja þar upp minningarmark um Bjama Pálsson. Þess skal getið hér að Júlíus Kristjánsson birli í ritinu Súlum 2008 langa grein um Bjama sem nefnist “Landlæknirinn” og vísa ég til hennar um fróðleik um þennan föður íslenskrar læknisfræði og læknastéttar í landinu. Síðasti prestur á Upsum var Baldvin Þorsteinsson. Hann sat staðinn frá 1812 til 1851 þegar prestssetur var aflagt, en Baldvin bjó þar áfram, lést 1858. Séra Baldvin var föðurbróðir Jónasar Hallgrímssonar skálds, einn þriggja bræðra Hallgríms sem prestar voru í Svarfaðardal á nítjándu öld. Baldvin eignaðist marga afkomendur og hefur ætt hans búið á Dalvík alla tíð. Frægasta - og sorglegasta - atvik á Upsum í tíð séra Baldvins var það er vinnukona á staðnum, Guðrún Bjarnadóttir, oft nefnd Upsa-Gunna, lést af voðaskoti árið 1834. Sú saga kom upp að Hans sonur prestsins, ungur piltur, hefði haldið á byssunni er skotið hljóp úr. Hans sór fýrir þetta, en orðrómurinn lifði og sagt að Gunna fylgdi Hans. Um þetta er til þáttur eftir Jón Helgason ritstjóra í íslensku mannlífi, öðm bindi, og fýrir nokkmm árum skrifaði afkomandi Hans, Anna Dóra Antonsdóttir, söguna Voðaskotið þar sem hún leitast við að hreinsa forföður sinn af áburðinum. í Svarfdælingum stendur reyndar að Hans hafi vafalaust verið saklaus. Hins vegar var rannsókn sýslumanns á málinu á sínum tíma nokkuð ófullkomin og ýtti það undir sögusagnir um að presturinn hefði verið að hylma yfir eitthvað, - þess vegna lifði orðrómurinn. Það sem ég heyrði fýrst um þetta mál var frá móður minni, Rannveigu Stefánsdóttur, sem var afkomandi séra Baldvins. Það var á þá leið að Hans hefði í galsa tekið byssu sem var í eigu Stefáns eldri bróður hans, langafa mömmu, miðað henni á Guðrúnu og sagt: “A ég að skjóta þig, Gunna?” En byssan var hlaðin og skotið hljóp úr. Þessi saga gekk á milli kynslóðanna, en Hans bar við yfirheyrslu að hann hefði verið sofandi þegar slysið varð. III Við hverfum frá þessu dapurlega máli og víkjum að síðustu kirkjunni á Upsum. Hún var vígð 1903 og leysti af hólmi kirkju sem reist var 1853. Aldamótaárið 1900 skoðaði þáverandi biskup, Hallgrímur Sveinsson, kirkjuna og sagði hana litla og óveglega, Hún væri missigin á grunninum og nokkuð snöruð. Að vísu væri hún enn ekki óbrúkleg, en nauðsynlegt að byggja stærri kirkju innan skamms. Þá var fólki farið að fjölga á Upsaströnd, íbúar orðnir 328. Svo fór að náttúruöflin skárust í leikinn, Upsakirkja fauk í ofviðri og brotnaði í spón tveimur mánuðum eftir að biskupinn skoðaði hana, í september 1900; í sama veðri fauk Urðakirkja og hefúr þetta verið kallað kirkjurokið. Þá varð ekki undan því vikist að byggja nýja kirkju á Upsum. Reyndar datt sumum í hug að leggja Upsakirkju niður og hafa eina veglega kirkju á Tjöm. Frá því var þó horfið, langt yrði að sækja allt frá Sauðakoti sem þá var enn í byggð fram í Tjöm. Var svo safnað fé til nýrrar kirkju á Upsum, selt “rusl úr hinni gömlu kirkju”, eins og það var orðað og stofnað til leiksýninga í þágu ntálefnisins. Kannski hafa menn talið með ruslinu foman róðukross (það er Kristur á krossinum) og illa gjörðan, eins og segir í greinargerð biskups. En þessi róðukross var seldur Þjóðminjasafninu og jafnan talinn með mestu dýrgripum þar. Hann er nefndur Upsakristur og er af rómanskri gerð, elsti róðukross á Islandi. I fýrstu bók Kristjáns Eldjáms, Gengið á reka, er langur þáttur um Upsakrist, sem Kristján segir ekki yngri en frá því um 1200, og hann er til sýnis í fastri sýningu Þjóðminjasafnsins. Þegar að því kom eftir kirkjurokið að byggja nýja kirkju voru ekki allir á eitt sáttir hvar hún skyldi rísa. Flestir töldu einsætt að velja henni stað á gamla gmnninum. En Baldvin Þorvaldsson á Böggvisstöðum var sóknamefndarformaður og hann taldi þetta óráð, veðumæmt væri á Upsum og öll líkindi til að Sandurinn byggðist frekar á næstu árum og þar ætti kirkjan að rísa. Ekki voru aðrir jafnframsýnir, enda von að menn vildu ekki snúa baki við fomfrægum kirkjustað. Þar reis nýja kirkjan, á gmnni hinnar gömlu. Yfirsmiður var Helgi Olafsson en með honum unnu Gunnlaugur Sigfússon og Jóhann Jóhannsson, sem eldri Dalvíkingar muna og alltaf var nefndur Jói á Jaðri, þá lærlingur. Kirkjusmíðinni lauk haustið 1903 og var kirkjan vígð 8. nóvember. Gerði það prófastur Eyfirðinga, Jónas Jónasson á Hrafnagili, sá er frægastur er af ritinu Islenskir þjóðhættir. - Tæpum tveim ámm síðar skoðaði prófastur kirkjuna og skrifaði skýrslu þar sem hann lýsir nákvæmlega gerð hennar og búnaði. I henni eru átta bekkir hvoru megin og einn aukabekkur hvoru megin í kómum. A

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.