Norðurslóð - 16.12.2010, Qupperneq 15

Norðurslóð - 16.12.2010, Qupperneq 15
Norðurslóð - 15 kirkjunni eru tíu trégluggar með níu rúðum hver og einn gluggi yfir dyrum með þremur rúðum. “I kirkjunni allri og kómum er hvelfmg með fallegum lista á milli hennar og veggjarins,” segir prófastur og síðan lýsir hann því með auðsærri velþóknun hvemig kirkjan er máluð: “Að utan er kirkjan öll máluð hvít með gulum listum kringum glugga, hurð meðfram þakskeggi og í tumi. Að innan er hún máluð bleikrauð á veggjum, hvelfingin dökkblá, en listinn á milli hvelfmgar og veggjar er hvítur með dökkum máluðum rósum. Sömuleiðis umgerðirnar í kringum gluggana og loftið að neðan. Bekkir allir í kirkjunni eru eikarmálaðir. Lespúltið (sem kom í stað prédikunarstóls í fyrstu), skímarborðið og handrið öll eru hnotumáluð og altari hnotumálað með valbirkimáluðum spjöldum. Hurðimar eru eikarmálaðar. Píláramir í loftinu eru gulir, en í kringum altarið og milli kórs og kirkju gullbronsaðir. I staðinn fyrir altaristöflu stendur á altarinu yndisfögur eftirsteypa af hinni nafnfrægu Kristsmynd Thorvaldsens, 38 þumlunga há og breiðir blessandi hendur sínar yfir söfnuðinn. A bak við hana er blámálaður grunnur með laglegri bronsaðri umgjörð í kring.” Sá sem málaði kirkjuna hét Sölvi Þorsteinsson og var málari á Akureyri. Hann hefur verið hagur maður og smekkvís, en ölkær var hann úr hófi fram og urðu endalok hans dapurleg. Tæpum tveim árum eftir að kirkjan var vígð, 1. október 1905, var Sölvi staddur á Dalvík. Morguninn eftir barst sú fregn um nágrennið að Sölvi málari væri horfínn. Var farið að leita hans og fannst hann örendur austur á sandi, hafði lagst þar fyrir dmkkinn, sofnað og ekki vaknað aftur. Næstu áratugi stóð Upsakirkja með prýði og fær góða umsögn í skoðunargjörð Jóns Helgasonar biskups er vísiteraði hana árið 1922. Haustið 1931 laskaðist kirkjan í ofviðri og færðist af grunninum. Hún skemmdist svo mjög að þá var farið að ræða um að byggja þyrfti nýja. Minntust menn þá ummæla Baldvins á Böggvisstöðum, að óráðlegt væri að reisa aftur kirkju á hinum gamla grunni, svo veðumæmt sem þar væri. En nú var kreppa í landi og lítið fé til framkvæmda. Gert var við kirkjuna eftir föngum, en þremur ámm síðar skemmdist hún aftur í jarðskjálftanum 1934. Um 1940 kemst skriður á umræður um byggingu á nýrri kirkju. Um skeið voru uppi hugmyndir um að reisa eina kirkju fyrir Upsa- og Tjamarsóknir, en ekki hlaut það nægilegt fylgi. Arið 1942 var kosin fjáröflunamefnd vegna kirkjubyggingar og safnaðist nokkurt fé í byggingarsjóð næstu árin. Var loks fastmælum bundið árið 1950 að reisa nýja kirkju. Agreiningur var um hvort hún skyldi standa á Upsum eða Dalvík. Ur honum var skorið með almennri atkvæðagreiðslu. Varð Dalvík fyrir valinu og fundin lóð fyrir kirkjuna sem er á eins góðum stað og hugsast getur, um það voru allir sammála frá upphafi. Fyrsta skóflustunga Dalvíkurkirkju var tekin 19. september 1953. Næsta ár, 21. ágúst 1954, gaf kirkjumálaráðuneytið út bréf þar sem Upsakirkja var formlega lögð niður sem sóknarkirkja og Dalvíkurkirkja staðfest sem kirkja safnaðarins. Upsakirkja skyldi vitanlega notuð meðan nýja kirkjan væri í smíðum. Sá tími reyndist nokkru lengri en ætlað var. Byggingu kirkjunnar lauk ekki fyrr en sumarið 1960 og var hún vígð 11. september. Fimmtíu ára afmælis hennar var því minnst á síðasta hausti og er frá því skýrt í septemberblaði Norðurslóðar. IV Að lokum vil ég víkja að fáeinum persónulegum minningum úr Upsakirkju. Eitt það fyrsta sem ég man frá messu þar, að vísu óljóst, er guðsþjónusta þegar Sigurgeir Sigurðsson biskup vísiteraði. Eg minnist þess aðallega hvað hann hreyfði sig mikið í stólnum, sneri sér á allar hliðar og Upsir 1910. (Ljósm. Daniel Bruun) talaði hátt og af miklum ákafa, svo ég varð hálfhræddur við hann. Þá var ég á sjöunda ári; í fýrmefndum bæklingi Valdimars V. Snævarr segir að biskupinn hafi vísiterað kirkjuna 8. júlí 1953. - Eg fór nokkrum sinnum til kirkju með foreldrum mínum sem bam og man hve kalt var þar við jólamessur. Ekki alls fyrir löngu fannst mér að ég væri orðinn nokkuð gamall; það var þegar píanósnillingurinn Víkingur Heiðar Olafsson kom fram og gat sér þegar í stað frægðarorð. Eg man sem sagt eftir langafa hans, Amóri Bjömssyni á Upsum, sem meðhjálpara í kirkjunni. Amór dó sumarið 1956 svo ég hef ekki verið eldri en á tíunda ári þegar ég sá hann og heyrði lesa meðhjálparabænina. Fyrsta jarðarförin sem ég var við á ævinni var þegar Þorláksína Sigurðardóttir frá Hrafnsstöðum, móðir pabba, var jarðsungin á Upsum í nóvember 1957. Kapellan á Upsum minnir enn á forna sögu þessa kirkjustaðar. Ef við göngum í garðinn núna getum við lesið nöfn fólks sem við munum eftir úr bemsku. Þar á meðal er bekkjarbróðir okkar Kristján Már sem fórst á Akureyri sumarið 1958 ásamt tveimur öðrum bömum, frændsystkinum sínum; þetta var það slys sem snerti okkur mest á bernskuárunum á Dalvík. Við bekkjarsystkinin gengum í líkfýlgd upp að Upsum að jarðarförinni og stóðum á ganginum milli bekkjanna meðan hina langa sorgarathöfn fór fram, í breyskjuhita í júlímánuði. Sá dagur líður okkur seint úr minni. A fundi okkar fermingarbama árið 2005 hittum við Hrönn Kristjánsdóttur, móður Kristjáns Más, og líka garnlan kennara okkar, Steingrím Þorsteinsson, bæði á Dalbæ, og þrjú úrhópnum heimsóttu sama dag Steingrím Bemharðsson, gamla bamaskólastjórann, á Akureyrarspítala. Öll vom þau látin á fímmtíu ára fermingarafmælinu í sumar. Við hugsuðum til þeirra og líka Kristjáns Más og fenningarsystkinanna tveggja sem horfín eru, Þorleifs Ámasonar og Margrétar Amgrímsdóttur. Ljúft var okkur að minnast þessa fólks. En umfram allt fögnuðum við því að hafa fengið að lifa í hálfa öld frá þeim góða sumardegi þegar við fetuðum okkur eins og unglömb úr Upsabænum út í kirkju. Jólanissar, eplaskífur og „saftevand46 Áslaug Valgerður Þórhallsdóttir segirfrájólahaldiJjölskyldunnar á ,,Helluvaói“ íDanaveldi Helluvaði, á aðventu 2010 Jólahátíðin nálgast og hér rétt vestan við vatnaskilin á Suður- Jótlandi er verið að baka og skreyta fyrir þessa miklu hátíð ljóss og friðar. Við emm nú að halda okkar þriðju jól í Danaveldi og höfum komið okkur upp ákveðnum venjum til að halda í anda jólanna í nýju landi. Jólin höfðu komið nokkuð fyrirhafnarlaust síðustu árin með hefðbundnum undirbúningi og viðburðum og náð hæstu hæðum á Þorláksmessu með skötu hjá Herborgu og Mása, jólapóstinum í skólanum, jólagrautnum hjá Gunnhildi og Elíasi og loks mikilvægri skreytingu á jólatrénu seint að kveldi Láka. Það krafðist því nokkurs undirbúnings að fínna út úr skipulagi fýrstu jólanna og komast að því hvað það væri sem okkur þætti nú mikilvægast. Það væri svo efni í annan pistil að fjalla um áramótin sem fara fram með allólíku sniði. Strákarnir voru sammála um að jólagrauturinn væri ómissandi. Við betluðum því hina ómótstæðilegu uppskrift Gunnhildar að grautnum, gerðum laufabrauð eftir uppskrift góðrar konu í Hrísey, fengum sendan norðlenskan magál, bökuðum langbesta rúgbrauð norðan Alpafjalla að hætti Herborgar og Voilá! I góðra vina hópi heppnaðist aðgerðin fullkomlega. Ámi rauði og hans húsfrú hafa svo séð fyrir því að við fáum að kjamsa á skötu á Þorláksmessu. Jólin hafa því náð að síast inn í sálartetrið eftir sem áður. Á aðfangadegi höfúm við svo farið til messu bæði árin og þótt mikið til um. Víða í Danmörku er jólamessan klukkan 16:00 sem þýðir að maður töltir heim í snjónum og ljósaskiptunum, leggur lokahönd á sósuna með pörusteikinni og svo hringja jólin inn. Þessi tímasetning jólamessu hefúr okkur þótt afar heppileg og kirkjan okkar fallega, þar sem Valþór fermdist í maí síðastliðnum, er yfirfull þessa notalegu jólastund. Danir gera mikið úr skreytingum, ekki bara núna yfir jólin, heldur eru skreytingar fyrir allar árstíðir og tyllidaga. Eg hef haft gaman af að fylgjast með þessu og hef ekki getað stillt mig um að taka obbolítinn þátt í þessu og því hefur „hyggehjornet” hema úti tekið breytingum í takt við tíðarandann. Ekki vantar nú úrvalið af jólaskreytingunum. Við búum rétt hjá jólabænum Tonder þar sem allur bærinn er ofurskreyttur og uppákomur alla daga frá miðjum nóvember. Fólk kemur víða að úr heiminum til að upplifa þessa stemmningu. Þetta er eins og að ganga inn í sjálft jólalandið, Jólasveinn sem sendir póst og grínast, ilmur frá heitu kryddvíni, kakói, eplaskífum og pylsum fyllir vitin og á torginu í miðbænum eru lítil tréhús með margvíslegum hlutum á tilboðum. Fljótlega eftir að við fluttum fann ég líka ótrúlega fallegt býli hér í nágrenninu þar sem er að fínna bæði kaffíhús og verkstæði með kertagerð, keramiki, gler og ullarvörum. Þessi staður, Krusmolle, fer í viðhafnarbúning frá 24,október og þar hafa nú leynst margar jólagjafímar til góðra vina á Islandi. Við erum svo heppin að eiga heima í litlum bæ þar sem er hefð fyrir jólaljósaskreytingum á ljósastaurunum og þó vanti nú karlakórinn til að setja stjömumar upp þá hefúr þetta lukkast vel. Lifandi jólatré í hverri stjörnu og því mjög fallegt. Hin marglitu jólaljós íslendinganna hafa vakið athygli og em menn ekki sammála um hvort þau samræmist hefðum eða hvort frekar sé við hæfi að flokka þau sem diskóljós. Við höfum þó komist upp með þetta hingað til. © Hér í Helluvaði er hefð fyrir því að vekja jólasveininn á aðventunni. Þá hópast menn upp í „jólalestina” sem eru gamlar dráttarvelar með kerrum með sætum fyrir mannfólkið. Lestin fer svo í gegnum skóginn þar sem “nissamir” hoppa á milli trjánna og stríða krökkunum með margvíslegum óknyttum. Ferðinni lýkur í Vandmolle sem er bóndabær hér rétt utan við bæinn þar sem börn og fullorðnir leita að Sveinka, í gripahúsunum og heyloftinu og svo er kallað og sungið þar til karl vaknar. Okkur hefur nú þótt Jólatré íjólabœnum Tonder vanta fjör í kappann, alla vega er hann durgslegur í samanburði við fjörugu kallana á svölunum á gamla Dalvíkurkaupfélaginu. Allir taka svo þátt í að skreyta stóra jólatréð, skreytingamar eru faldar út um allan bæ, milli hálmbagganna, hjá hænsnunum, kálfunum, hestunum og svínunum. Þegar búið er að syngja jólalögin og dansa í kringum tréð fá bömin gotterí í poka. Loks er öllum boðið uppá „saftevand” og heitt kakó, eplaskífur og smurðar bollur. Þetta er notaleg aðventustund og það hefur viljað svo skemmtilega til að fyrsta árið voru Maggi og Solla frá Kellerup með okkur og í fyrra Halldór og Inga Rós frá Dalmose, sem gerði þessa stund enn notalegri. Það venst ágætlega að vera að mestu snjólaus yfír veturinn en hér gerir þó reglulega smá snjófjúk og nokkurt frost. Danir eru hálfgerðir klaufar í hálku og snjó og loka jafnvel skólum og leikskólum í góðum skafrenningi ! Strákamir gleðjast alltaf þegar snjóar og hlaða þá snjókerlingar og karla í garðinum. Þá má geta þess að íslensku jólasveinamir hafa sem betur fer séð sér fært að skreppa í smá visitasíu yfír hafíð og glatt ungan dreng á aðventunni © Það má því segja að við höldum jólin í góðri blöndu af íslenskum og dönskum siðum, veljum úr það sem okkur skiptir mestu, því þannig á það jú að vera. Við notum tækifærið og sendum okkar bestu hátíðakveðjur til íslands, megi andi jólanna vaka yfír ykkur og munið að staldra við og sinna sálartetrinu, Áslaug Valgerður Þórhallsdóttir og nisseme

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.