Norðurslóð - 16.12.2010, Page 16

Norðurslóð - 16.12.2010, Page 16
16 - Norðurslóð Endurminningar ljósmóður Asa Marínósdóttir sinnir mœöraeftirliti á heilsugœslustöðinni á Dalvík 1993 r g útskrifaðist sem ljósmóðir haustið 1953. Fyrsta konan sem ég tók á móti bami hjá sem fullgild ljósmóðir, var búsett á Dalvík og fæddi í desember 1953, síðan ein fæðing í Hrísey og önnur í Svarfaðardal í byrjun janúar 1954 en ég starfaði á þessum stöðum í einn mánuð í forföllum Ingibjargar Björnsdóttur. Eftir það starfaði ég á hinni nýju fæðingardeild á Akureyri fyrstu árin með hléum þó og seinna mörg ár við afleysingar mest á sumrin. Arið 1961 tók ég við umdæminu í Arskógshreppi af móður minni Ingibjörgu Einarsdóttur. Þar með var ég orðin umdæmisljósmóðir. En það starfsheiti heyrir nú fortíðinni til, stofnaðar voru heilsugæslustöðvar og umdæmin lögð niður. Eg man ekki alveg hvaða ár það var en meðan umdæmin voru i gildi var stundum erfitt að fá ljósmæður til starfa og sinntu því sumar nágrannaumdæmunum og þannig starfaði ég af og til einnig á Dalvík og í Svarfaðardal ásamt því að vera bóndakona i sveit. Nú á árinu 2010 eru því orðin 57 ár síðan ég byrjaði í þessu starfi sem ljósmóðir og þarf engan að undra þótt margt hafi breyst á öllum þessum áraijölda. Þær breytingar sem mér finnst að séu mestar, eru bættar samgöngur og ólíkt betri símaþjónusta. Um bættar samgöngur er ég aðallega að tala um samgöngur að vetri til og þá vegna snjóa, því mér finnst að fyrr á árum hafi verið mikið snjóþyngra á þessu svæði en nú er. Kannski finnur fólk ekki eins mikið fyrir snjónum vegna þess að nú eru ailir aðalvegir ruddir oft á dag ef þess gerist þörf. Til gamans má geta þess að árið 1980 tók ég við starfi sem Ijósmóðir á Heilsugæslustöðinni á Dalvík og annaðist þar mæðraskoðun, venjulega einn dag í víku. Ég valdi miðvikudagana vegna þess að sú regla var þá í gildi að vegurinn milli Akureyrar og Dalvíkur var ruddur þrjá daga í viku. Þ.e. mánudaga, miðvikudaga og fostudaga og ég átti jú heima á Arskógsströnd. Svo ég taldi nokkuð öruggt að ég kæmist til Dalvíkur eftir hádegið, en svo var það alveg undir hælinn lagt hvort ég þyrfti að brjótast heim að loknu dagsverki, því ekki var meira um snjómokstur en þessa þrjá morgna. Já það eru breyttir tímar í dag þótt ekki sé lengri tími liðinn en þetta. Ég ætla nú að fara svolítið lengra aftur. Veturinn 1966 var mjög snjóþungur, bæði fyrstu mánuðina og þá síðustu, einkum um jól og áramót. Hér kemur svolítil jóla og áramóta frásögn frá þeim tíma og var mörgum minnisstæð allavega ljölskyldu minni. Við Sveinn áttum þá 3 börn , sex og sjö ára og 8 mánaða. Attum heima í Kálfsskinni ásamt foreldrum Sveins og fleirum. Klukkan sjö á aðfangadagskvöld vorum við að enda við að borða jólamatinn þegar síminn hringdi. Kona á Dalvík sem fann að fæðing var í undirbúningi komst ekki til Akureyrar að fæða eins og hún hafði ætlað sér, sem sagt ófært. Snjóbíll kom því frá Dalvík og sótti mig ogjólabamið sem var drengur var fæddur fyrir klukkan ellefu um kvöldið. Nóttina eftir var ég kölluð til konu sem átti heima við sömu götu, örstutt frá. Þar fæddist stúlka fyrir hádegi annars jóladags. Báðar fæðingamar gengu eðlilega og það hefði verið mjög auðvelt fyrir mig að labba á milli húsanna til að annast þessar konur í sængurlegunni, því það var þó allavega göngufæri þessa stuttu leið. En það var ekki liðinn sólarhringur frá seinni fæðingunni þegar bankað var upp á og ég beðin að koma fram í Hæringsstaði Svafaðardal. Ég man ekki lengur á hvaða faratæki ég var flutt þangað, en þegar ég kom á staðinn var fæðing ekki komin i gang, samt varð ég eftir þar, ekki um annað að ræða, enda gat allt skeð og hreint ekki auðvelt að ferðast. Elín Sigurðardóttir tók við að annast um sængurkonumar á Dalvík en ég hélt kyrru fyrir á Hæringsstöðum, spilaði við eldri bömin, las eða gerði ekkert. Þetta var árið 1966. Enginnn sjálfvirkur sími, símstöðin opin einhverja stund að deginum og þá hægt að hafa samband heim. Enginn snjósleði var til þá. Ofærðin var það mikil að tveir trukkar reyndu að sækja mjólkina í Svarfaðardalinn, sinn á hvorum kjálkanum en urðu að gefast upp, öxull brotnaði í báðum bílunum. Ég var því þama um kyrrt þar til fæðing fór af stað á gamlársdag. Ekki vildi þó bamið fæðast og fengum við því snjóbíl til að sækja okkur og farið var til Akureyrar. Þegar lagt var af stað upp úr hádeginu var rjómalogn í Svarfaðardalnum og ferðin gekk vel þar Með nýfœddan snáða á fœðingadeiUl FSA t ágúst 1980 til komið var inn fyrir hálsinn. Þar skipti rækilega um veður og mætti okkur grenjandi stórrhríð. Einhvem veginn komumst við þó yfír hálsinn og fengum að hvíla okkur um stund í Hlíðarlandi. Veðrið var þó betra þegar á daginn leið og ekki að orðlengja það að eftir þetta gekk ferðin vel og um kvöldið var fæddur drengur, tekinn með keisaraskurði á FSA. Sá piltur heitir Sveinn Arnason Þar sem ég þurfti að gera grein fyrir ýmsu í sambandi við Bergþóru og aðdraganda fæðingar, komst ég ekki til baka með snjóbílnum, en fékk far með öðrum slíkum daginn eftir þ.e. á nýársdag 1967. Þetta var orðinn svolítið langur tími að vera að heiman og bömin orðin óþolinmóð, bæði til að sýna mér jólagjafimar sínar og ekki síst að vita hvað var í mínum pökkum sem stóðu allan tímann óopnaðir. Já það var gott að koma heim. Þess má geta að allar skemmtanir og messur féllu niður þennan tíma ásamt svo mörgu öðru vegna ófærðar, alla vega hér á Arskógsströnd. Eitt bam fæddist á Hauganesi 27. des. meðan ég var í Svarfaðardalnum og bjargaði móðir mín Ingibjörg því við, hún var einhvemveginn flutt þangað frá Engihlíð að ég held á jeppa eftir einhverjum öðrum leiðum en þjóðveginum. Svo ætla ég að færa mig svolítið lengra aftur eða til vetrarins 1956 - 57. Um haustið 1956 kom ég heim frá ársdvöl í Svíþjóð og var því með umdæmin Dalvík og Svarfaðardal þennan vetur eða hluta af honum. A þessum árum var engin skipulögð mæðraskoðun í læknishéraðinu. Bamshafandi konur leituðu þá til ljósmóður eða læknis á meðgöngunni ef þær vildu láta eitthvað fylgjast með sér. Sumum fannst það þó óþarfi, þetta væri ósköp líkt og í fyrri meðgöngum og þá gekk allt vel. Stundum vildu konur hins vegar gjaman nota sér þessa þjónustu en áttu erfitt með að komast að heiman til dæmis lengst framan úr Svarfaðardal. Það varð því úr að ég tók mér ferð á hendur til að skoða þrjá konur í dalnum í ársbyrjun 1957. En það var samt ekkert bara svona að hoppa upp í bíl og keyra, því það var snjór og mikil ófærð. Ég fór því út í Kaupfélag, keypti mér skíði, stafí og skó. Fór hinsvegar frameftir með Villa frá Bakka á ýtunni, en hann skildi mig eftir á Melum hjá Bimu, fyrsta áfangastaðnum Þaðan labbaði ég i Göngustaðakot til Rósu og svo í Hól, þar sem stödd var kona sem ég skoðaði en man ekki alveg hver var. A Hóli gisti ég svo hjá frændfólki mínu en labbaði síðan á mínum nýju skíðum til Dalvíkur. Ég var nú ekki í mikilli þjálfum hvað skíðin varðaði og var að verða ansi þreytt á leiðinni heim en hugsaði með mér að ég gæti nú alveg komið við í Syðra-Holti til að hvíla mig aðeins, því Astdísi og Sigga þekkti ég þó. Bankaði á Asa á skíðunum góðu lS.febrúar 1965. Eftir r Asu Marínós- dóttur dymar - en enginn heima. Lauk því við gönguna en fann rækilega fyrir harðsperrum næstu daga. Nokkru seinna tók ég svo á móti honum Skarphéðni Sigtryggssyni í Göngustaðakoti. Það var síðast í mars. Þennan vetur hélt ég til á Dalvík, nánar tiltekið í Asgarði hjá systur minni og fjölskyldu. Símamál voru þá þannig að „Miðstöð" var aðeins opin frá hálf níu á morgnana og til kl. hálf níu á kvöldin að mig minnir og því lokuð á nóttunni og sennilega eina tvo tíma að deginum líka. Þess vegna var ekki hægt að ná í síma nema á milli nokkurra bæja þegar lokað var á stöðinni, en fjórir eða fleiri bæir voru á sömu línu og þess vegna gat fólk á þeim bæjum talast við allan sólarhringinn, en ef þurfti að ná í einhvem utan þeirra þurfti að hringja í miðstöð fýrst og biðja um samband. Það var því ekki auðvelt fyrir konu lengst frammi í Svarfaðardal að hringja til ljósmóðurinnar þegar að fæðingu kæmi, því ekki var hægt að reikna með því að hún færi eftir símatíma stöðvarinnar með það hvenær fæðing færi í gang. Það varð því að samkomulagi að miðstöð tengdi Dreypt í augu saman símann í Ásgarði og línuna sem Göngustaðakot tilheyrði, á kvöldin áður en lokað var. I heila viku heyrði ég því oft alls konar hringingar á kvöldin en þurfti aldrei að svara því hver bær hafði sína eigin hringingu og Ásgarður sina. Svo var það eina nóttina að barið var hraustlega að dymm. Þar var kominn Baldi í Hrafnsstaðakoti á dráttarvél til að sækja mig og fara með mig fram í Göngustaðakot. Heyrðu en af hverju var ekki hringt í mig fyrst ? spurði ég Baldvin. Það gleymdist víst að tengja saman í gærkveldi, var svarið. Það er ekki alltaf gott að treysta á tæknina en ferðin með Balda gekk vel og fæðingin enn þá betur. Það var mikil framfor þegar sjálfvirki síminn kom og ennþá betra þegar við fengum einnig farsímann. Að vera með „gemsann" í vasanum þýðir það, að hægt er að bregða sér frá en vera samt í símasambandi. Það hefði verið stórkostlegt hér fyrr á árum, því að eiga sífellt von á að verða kölluð til fæðandi konu var mjög bindandi og þekkja það víst fáir nema ljósmæðumar sjálfar og þeirra nánustu aðstandendur. Það hefði líka komið sér mjög vel og verið fljótlegra að ferðast á snjósleða heldur en á þeim farartækjum sem ég hef minnst á. Ég hefi reyndar verið flutt á snjósleðum oft á seinni árum og það hefur komið sér mjög vel.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.