Morgunblaðið - 14.01.2017, Síða 1

Morgunblaðið - 14.01.2017, Síða 1
LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017 ÍÞRÓTTIR Aukamaðurinn Sífellt fleiri handboltalið beita þeirri leikaðferð að leika án markvarðar og bæta við auka- manni í sókninni. Skiptar skoðanir um málið. Ekki góð þróun fyrir íþróttina? Tilraunarinnar virði? 2-3 Íþróttir mbl.is HANDBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is Forsvarsmenn tékkneska handknattleiks- sambandsins hafa borið víurnar í Adam Hauk Baumruk, leikmann Íslandsmeistara Hauka í handknattleik. Þeir hafa kannað hug hans til þess að gefa kost á sér í tékkneska landsliðið. Þetta hefur Morgunblaðið samkvæmt heim- ildum. Adam Haukur mun velta málinu alvarlega fyr- ir sér og mun það m.a. vera ein ástæða þess að hann gaf ekki kost á sér með B-landsliðinu sem þessa daga leikur vináttulandsleiki við Græn- lendinga hér á landi. Hann hlaut ekki náð fyrir augum Geirs Sveinssonar landsliðsþjálfara þeg- ar 28 manna hópurinn fyrir HM í Frakklandi var valinn í byrjun desember. Adam er af tékknesku bergi brotinn, en for- eldrar hans, Jaroslava og Petr Baumruk fædd- ust í Tékkóslóvakíu, en hafa búið hér á landi í um aldarfjórðung ásamt börnum sínum þremur. Adam er fæddur og uppalinn hér á Íslandi og er íslenskur ríkisborgari eins og foreldrar hans og systkini. Petr lék um langt árabil með Haukum. Adam hefur á síðustu árum verið helsti burð- arás Hauka jafnt í vörn sem sókn. Hann á að baki landsleiki með yngri landsliðum Íslands en hefur aðeins leikið einn A-landsleik, gegn Portú- gal í Kaplakrika 7. janúar á síðasta ári. Samkvæmt reglum Alþjóðahandknattleiks- sambandsins verða að líða tvö ár frá því að handknattleiksmaður tók þátt í kappleik fyrir sitt fyrra landslið þar til hann verður gjald- gengur með öðru landsliði auk þess sem hann verður að skipta um ríkisfang eða að hafa tvöfalt ríkisfang eins og mögulegt er sumstaðar. Leikur Adam með Tékkum?  Tékkar hafa áhuga á að Haukamaðurinn gefi kost á sér í landslið þeirra Í METZ Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Íslendingar spila ákaflega þýðingarmikinn leik í dag þegar þeir etja kappi við Slóvena í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Metz í Frakklandi. Slóvenar áttu þægilegan leik í fyrrakvöld. Þeir þurftu ekki að hafa mikið fyrir 17 marka sigri gegn Angólamönnum en Íslendingar töpuðu með sex marka mun fyrir Spánverjum. Skörð hafa verið höggvin í slóvenska liðið eins og það íslenska en lykilmenn Slóvena undanfarin ár, Uros Zorman og Dean Bombac, eru meiddir og Dragan Gajic er hættur. ,,Ég er ekkert stífari eða stirðari heldur en gengur og gerist,“ sagði Arnór Atlason í samtali við Morgunblaðið fyrir æfingu liðsins í Metz í gær. Komnir skrefinu lengra í uppbyggingarferlinu ,,Nú erum við búnir að afgreiða Spánarleikinn og öll einbeitingin er kominn á leikinn við Slóven- ana. Við sáum þá spila tvo hörkuleiki á móti Frökkum og þetta er bara hörkulið sem við erum að fara að mæta. Slóvenarnir eru kannski komnir skrefinu lengra heldur en við í uppbyggingarferl- inu og þeir eru virkilega verður andstæðingur. Hvort sem þessi leikur vinnst eða tapast þá eigum við þrjá hörkuleiki eftir en næsti leikur er alltaf sá mikilvægasti. Sigur kemur okkur í góða stöðu og við munum gera allt til þess að ná í þessi tvö stig sem myndi gefa okkur mikið upp á sjálftraustið,“ sagði Arnór. Þetta verður 19. landsleikur þjóðanna en í leikj- unum 18 hingað til hafa Íslendingar unnið 9 leiki, Slóvenar 5 en fjórum sinnum hefur jafntefli orðið niðurstaðan. ,,Slóvenar hafa staðið sig vel á síð- ustu mótum, þetta er alvörulið sem hefur marga frábæra handboltamenn í sínum röðum og það er alveg ljóst að við þurfum að framkalla góðan leik í vörn og sókn og skila góðri markvörslu ef við ætl- um okkur sigur,“ sagði Arnór sem í dag leikur landsleik númer 189. Ungu strákarnir engir farþegar ,,Við náðum að gera marga góða hluti í leiknum við Spánverjana og við tökum þá með okkur í leik- inn gegn Slóvenunum. Ungu strákarnir voru flott- ir. Þeir eru engir farþegar og eru hér til hjálpa lið- inu,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson við Morgunblaðið. ,,Það kom okkur á óvart þegar við fórum yfir Spánarleikinn að við vorum ennþá vel inni í hon- um þegar korter var eftir en vandræðin voru í sóknarleiknum þar sem við skoruðum aðeins níu mörk í hálfleiknum. Mér finnst alveg vera inni- stæða fyrir sigri á móti Slóvenunum. Þeir eru með allt öðruvísi lið heldur en Spánverjarnir og breiddin hjá þeim er ekki eins mikil og áður. Ef við náum að halda vörninni góðri allan tímann og náum að stoppa fyrstu línuna hjá þeim þá er mikið unnið. Við erum ekkert með æðislegt skotpúður fyrir utan og því er mikilvægt að fá mörk úr hraðaupphlaupum og úr seinni bylgjunni,“ sagði Ásgeir Örn, sem skoraði eitt mark úr þremur skotum í leiknum á móti Spánverjunum í fyrra- kvöld. ,,Nú hleð ég í byssuna og læt vaða á mark- ið,“ sagði Hafnfirðingurinn örvhenti sem leikur í dag sinn 239. landsleik. „Nú hleð ég í byssuna“  Íslendingar mæta Slóvenum í afar þýðingarmiklum leik á HM í handknattleik í Metz í dag  Sigur kemur okkur í góða stöðu, segir Arnór Atlason AFP Metz Arnór Atlason og Julen Aguinagalde í leik Íslands og Spánar í fyrstu umferðinni í fyrrakvöld. Þrír íslenskir þjálfarar stýrðu lið- um sínum til sigurs á heimsmeist- aramóti karla í handbolta í gær, en leikið var í þremur riðlum. Guð- mundur Guðmundsson og hans menn í ólympíumeistaraliði Dan- merkur unnu stórsigur á Argent- ínu, 33:22, í D-riðli. Niklas Landin átti góðan leik og varði helming skota sem á danska markið komu, og litli bróðir hans, Magnus Landin, vakti nokkra athygli fyrir frammi- stöðu sína í sínum fyrsta leik á stór- móti, en hann skoraði úr öllum fjór- um skotum sínum. Mikkel Hansen var markahæstur með 6 mörk. Guðmundur dreifði álaginu vel á leikmenn sína sem eiga snúinn leik gegn Egyptum fyrir höndum í kvöld. Egyptar unnu silfurlið síð- asta heimsmeistaramóts, Katar, 22:20, og í þriðja leik D-riðilsins stýrði Kristján Andrésson Svíum til stórsigurs á Barein, 33:16. 13 mörk eftir föðurmissinn Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Evrópumeistaraliði Þýskalands unnu Ungverja, 27:23, í C-riðli. Uwe Gensheimer, sem óvíst var að yrði með í fyrsta leik eftir að faðir hans féll frá um síðustu helgi, skor- aði 13 mörk fyrir Þjóðverja, þar af úr öllum 8 vítum sínum. Laszlo Nagy meiddist í ökkla og lék ekkert í seinni hálfleik fyrir Ungverja, en staðan í hléi var 16:11 fyrir Þýskaland: „Við græddum á því að Nagy skyldi detta út og Ung- verjar breyta sinni áætlun. En við lékum illa í byrjun fyrri hálfleiks og í upphafi þess seinni. Forskotið lét- um við þó ekki af hendi,“ sagði Dagur eftir leik. Síle vann sinn fyrsta sigur frá upphafi gegn Evrópuliði þegar liðið vann Hvíta-Rússland, 32:28. Hvít- Rússar voru yfir, 24:21, tólf mín- útum fyrir leikslok en þá sneru Sílebúar leiknum sér í vil. Króatar unnu svo Sádí-Arabíu, 28:23, í þriðja og síðasta leik C-riðilsins. Heimsmeistarar Frakka unnu annan stórsigur í eina leiknum í A- riðli í gær, 31:19 gegn Japan. Þeir höfðu áður unnið Brasilíu 31:16. sindris@mbl.is Íslensku þjálfararnir byrjuðu vel AFP Sigur Mikkel Hansen og félagar fögnuðu afar öruggum sigri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.