Morgunblaðið - 14.01.2017, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 14.01.2017, Qupperneq 2
AUKAMAÐURINN Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Ég er ekki ánægður með þessa nýju reglu um aukamann í sókn. Ég tel að hún strípi leikinn og geri hann einfaldari. Ég sé þegar merki þess,“ sagði Gunn- ar Magnússon, þjálfari Íslandsmeistara Hauka í handknattleik karla, um skoðanir sínar á reglunni um sjöunda sókn- armanninn sem kom í handboltareglurnar á síðasta ári. Breytingin hefur þeg- ar sett sinn svip á hand- knattleikinn, bæði hér heima og utanlands. M.a. sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Dana, eftir sigurinn á Ól- ympíuleikunum í Ríó, að danska liðið hefði komið Frökkum í opna skjöldu í úrslitaleik leikanna með því að nýta sér það að hafa sjö leikmenn í sókninni. Ekki lengur hægt að brjóta upp leikinn „Fyrst og fremst er ekki lengur hægt að brjóta upp leikinn eins og áður. Sem dæmi má nefna að þá er mjög erfitt að leika 4/2 vörn eða fimm plús einn vörn, svo dæmi sé tekið. Andstæðingurinn bregður þá strax á það ráð að bæta sjöunda manninum við í sóknina sem neyðir varnarliðið til þess að bakka niður í sex núll vörn. Einnig gerir þessi regla það að verkum að hún dregur úr vægi tveggja mínútna refs- ingar. Í þriðja lagi þá þykir mér handboltinn verða leiðinlegri á að horfa með aukamanni vegna þess að allir leika eins,“ segir Gunnar sem hefur rætt um þessar breytingar við starfsbræður sína hér á landi. Enginn þeirra telur þessa breytingu vera handboltaíþrótt- inni til bóta. „Þetta er ekki góð þróun. Þetta er tvímælalaust eitthvað sem ég vildi að væri hætt við sem allra fyrst, það er að þessi breyting verði dregin til baka fyrr en síðar,“ segir Gunnar sem telur þessa breytingu á all- an hátt vera neikvæða fyrir þróun hand- knattleiksins. Íþróttin verður einhæfari „Nú er alveg útilokað mál að brjóta upp leikinn eins áður var hægt með framliggjandi varnarleik af hvaða tagi sem er. Maður getur stýrt andstæðingnum í að leika sex núll vörn og ekkert annað, svo dæmi sé tekið. Íþróttin verður öll miklu einhæfari og þar af leiðandi ekki eins skemmtileg,“ segir Gunnar og nefnir sem dæmi að í kappleik við ÍBV í vet- ur hafi Eyjamenn reynt að koma honum og leikmönnum Hauka í opna skjöldu í upphafi leiksins með því að taka tvo leikmenn Hauka úr umferð. „Vissulega kom það mér á óvart en ég leysti málið strax með því að kalla markvörðinn af leikvelli og senda sjöunda sóknarmanninn til leiks, hafði tvo línumenn og annar fór strax út af um leið og við hófum árás á vörnina. Eyjamenn urðu að bakka.“ Það er ekki bara hér á landi sem ríkir mikil óánægja með þessa breytingu. Meðal þjálf- ara og handboltaáhugafólks á Norðurlönd- unum og í Þýskalandi ríkir mikil óánægja. Gunnar segist ekki sjá neina kosti við þessa breytingu. „Fjölbreytnin í handboltanum minnkar með þessu. Þetta gerir íþróttina fá- tæklegri auk þess sem leikurinn verður ekki eins skemmtilegur.“ Spánarleikurinn Rúnar Kárason og Eduardo Gurbindo í leik Íslands og Spánar á H „Þetta er ekki góð þróun“  Gunnar Magnússon segir breytinguna strípa handboltann  Sér enga kosti 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017 1. deild kvenna ÍR – Valur U ......................................... 35:17 1. deild karla Akureyri U – ÍBV U............................. 26:25 Frakkland Chambray Touraine – Nice ............... 25:21  Karen Knútsdóttir skoraði 2 mörk fyrir Nice og Arna Sif Pálsdóttir 2. HANDBOLTI Njarðvík og Haukar eru aðeins fjórum stigum frá 4. sætinu í Dominos-deild karla í körfubolta eftir að bæði lið fögn- uðu sigri í gær þegar 13. umferð lauk með tveimur leikjum. Haukar sitja þó enn í fallsæti, þrátt fyrir öflugan 89:69- sigur á Grindavík. Njarðvík skellti Kanalausu liði Snæfells, 99:70, og eru Snæfellingar enn án stiga, 10 stigum á eftir næstu liðum og komnir langleið- ina niður í 1. deild. Eftir súrt tap í framlengdum leik gegn Skallagrími í síðustu umferð voru Haukar með blóð á tönnunum gegn Grindavík í gær. Svo grimmir voru þeir reyndar að Sherrod Wright var kom- inn með fjórar villur eftir 1. leikhluta, og þeir Finnur Atli Magnússon og Em- il Barja voru einnig komnir með fjórar villur hvor fyrir lokafjórðunginn. Þá var staðan orðin 63:53, en Grindvík- ingum tókst ekki að búa til spennu á lokakaflanum. Þess í stað skoraði Wright, sem fékk að spila eftir góða hvíld, 15 stig í leikhlutanum og gerði út um leikinn. Grimmd Hauka skilaði sér í mun fleiri fráköstum en þeir tóku 52 fráköst gegn 38 Grindvíkinga. Finnur Atli og Hjálmar Stefánsson tóku 12 fráköst hvor, og skoraði Finnur Atli auk þess 19 stig en Wright var stigahæstur með 24 stig. Lewis Clinch skoraði 22 stig fyrir Grindavík. Snæfellingar mættu til leiks í Njarð- vík án Bandaríkjamanns, eftir að ljóst varð að Christian Covile fengi ekki at- vinnuleyfi hér á landi vegna þess að hann er á sakaskrá í Bandaríkjunum. Covile var ætlað að leysa af hólmi Sef- ton Barrett sem yfirgaf Snæfell um áramótin, en nú stendur botnliðið eftir án bandarísks leikmanns, tíu stigum á eftir næstu liðum. Njarðvík var sex stigum yfir í hálf- leik, 46:40, en í seinni hálfleik var aldr- ei spurning hvernig færi. Myron Dempsey skoraði 21 stig fyr- ir Njarðvík og Björn Kristjánsson 17, en allir tólf leikmenn á skýrslu skoruðu stig fyrir liðið. Viktor Marínó Alexand- ersson var stigahæstur Snæfells með 20 stig en Árni Elmar Hrafnsson skor- aði 16 stig. sindris@mbl.is Grimmir Haukar unnu  Enn í fallsæti en nálægt 4. sætinu Morgunblaðið/Golli Frákast Finnur Atli Magnússon tók heil 12 fráköst í sigri Hauka á Grindavík í gærkvöld og hefur hér betur í baráttu við Dag Kár Jónsson. A-RIÐILL: Frakkland – Japan ............................... 31:19 Staðan: Frakkland 2 2 0 0 62:35 4 Rússland 1 1 0 0 39:29 2 Noregur 1 1 0 0 22:20 2 Pólland 1 0 0 1 20:22 0 Brasilía 1 0 0 1 16:31 0 Japan 2 0 0 2 48:70 0 Leikir í dag: 13.45 Brasilía – Pólland 16.45 Noregur – Rússland Leikir á morgun: 16.45 Frakkland – Noregur 19.45 Brasilía – Japan B-RIÐILL: Staðan: Slóvenía 1 1 0 0 42:25 2 Spánn 1 1 0 0 27:21 2 Makedónía 1 1 0 0 34:30 2 Túnis 1 0 0 1 30:34 0 Ísland 1 0 0 1 21:27 0 Angóla 1 0 0 1 25:42 0 Leikir í dag: 13.45 Ísland – Slóvenía 16.45 Túnis – Spánn 19.45 Angóla – Makedónía Leikur á morgun: 13.45 Ísland – Túnis C-RIÐILL: Hvíta-Rússland – Síle .......................... 28:32 Þýskaland – Ungverjaland................. 27:23  Dagur Sigurðsson þjálfar lið Þýska- lands. Króatía – Sádi-Arabía .......................... 28:23 Staðan: Króatía 1 1 0 0 28:23 2 Síle 1 1 0 0 32:28 2 Þýskaland 1 1 0 0 27:23 2 Hvíta-Rússland 1 0 0 1 28:32 0 Ungverjaland 1 0 0 1 23:27 0 Sádi-Arabía 1 0 0 1 23:28 0 Leikur í dag: 19.45 Ungverjaland – Króatía Leikir á morgun: 13.45 Síle – Þýskaland 19.45 Sádi-Arabía – Hvíta-Rússland D-RIÐILL: Katar – Egyptaland ............................. 20:22 Svíþjóð – Barein .................................. 33:16  Kristján Andrésson þjálfar lið Svíþjóðar. Danmörk – Argentína......................... 33:22  Guðmundur Þ. Guðmundsson þjálfar lið Danmerkur. Staðan: Svíþjóð 1 1 0 0 33:16 2 Danmörk 1 1 0 0 33:22 2 Egyptaland 1 1 0 0 22:20 2 Katar 1 0 0 1 20:22 0 Argentína 1 0 0 1 22:33 0 Barein 1 0 0 1 16:33 0 Leikur í dag: 19.45 Egyptaland – Danmörk Leikir á morgun: 13.45 Argentína – Svíþjóð 16.45 Barein – Katar HM Í FRAKKLANDI AUKAMAÐURINN Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is ,,Mér finnst þetta tilraunarinnar virði en ég er samt ekkert rosalega hrifinn þegar lið eru jafnvel að spila heilu leikina með sjö leikmenn í sókn,“ sagði Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV og fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, við Morg- unblaðið þegar hann var spurður um breyt- inguna sem hefur í för með sér að liðin eru sífellt að gera meira af því að taka mark- vörðinn út af og bæta aukamanni í sóknina og h þróu „V myn gera móti voru æfa það nána Þett frá þ vanur. Það koma allt öð irnar vita ekki alveg hv haga sér og þetta skem Þetta er t  Breytir leiknum frá því sem maðu Einar Örn Jónsson Dominos-deild karla Haukar – Grindavík ............................. 89:69 Njarðvík – Snæfell ............................... 99:70 Staðan: Stjarnan 13 10 3 1115:974 20 KR 13 10 3 1185:1033 20 Tindastóll 13 9 4 1162:1084 18 Þór Ak 13 7 6 1143:1133 14 Þór Þ. 13 7 6 1096:1055 14 Grindavík 13 7 6 1091:1099 14 Keflavík 13 6 7 1125:1114 12 Skallagrímur 13 6 7 1094:1152 12 ÍR 13 6 7 1031:1033 12 Njarðvík 13 5 8 1115:1140 10 Haukar 13 5 8 1111:1098 10 Snæfell 13 0 13 1003:1356 0 1. deild karla Breiðablik – Hamar.............................. 82:91 Valur – ÍA.............................................. 99:63 Höttur – Ármann................................ 106:79 Fjölnir – FSu ........................................ 99:87 Staðan: Höttur 13 12 1 1245:989 24 Fjölnir 14 11 3 1359:1117 22 Valur 13 10 3 1316:1028 20 Breiðablik 14 9 5 1289:1097 18 Hamar 14 6 8 1188:1169 12 FSu 15 5 10 1222:1288 10 Vestri 13 5 8 1026:1129 10 ÍA 14 4 10 1024:1257 8 Ármann 14 0 14 892:1487 0 Frakkland B-deild: Aix Maurienne – Rouen ..................... 95:84  Haukur Helgi Pálsson skoraði 14 stig fyrir Rouen, tók 6 fráköst og gaf 4 stoð- sendingar. KÖRFUBOLTI Gunnar Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.