Morgunblaðið - 14.01.2017, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.01.2017, Qupperneq 4
HM 2017 Ívar Benediktsson iben@mbl.is Slóvenar eru með afar sterkt og skipulagt landslið í handbolta um þessar mundir. Sigur þeirra á Ang- ólamönnum í fyrstu umferð riðla- keppni heimsmeistaramótsins í fyrradag var stór. Vissulega var mótspyrna Angólamanna ekki mikil en hún var næg til þess að þeir hefðu getað „flækst“ fyrir góðu liði. Slóvenar fóru í leikinn af miklum krafti, tóku andstæðinginn alvar- lega, og sýndu fram á að þeir hafa á að skipa góðu liði sem er í góðri æf- ingu. Slóvenar sendu sterk skilaboð strax til andstæðinga sinn á heims- meistaramótinu. Þeir skoruðu 42 mörk en fengu á sig 25 mörk eftir að hafa slakað talsvert á klónni síðasta stundarfjórðunginn. Aldrei hefur landslið Slóvena skorað fleiri mörk í leik á HM en gegn Angóla á fimmtu- daginn í Arenes de Metz. Þrettán af mörkunum 42 voru skoruð eftir hraðaupphlaup. Slóvenar eru með afar vel spilandi lið, jafnt í vörn sem sókn ber þess merki auk þess sem aginn er svo sannarlega fyrir hendi undir stjórn svartfellska Serbans Veselin Vujo- vic sem hafnaði í sjötta sæti á Ól- ympíuleikunum í Ríó í sumar. Og víst er að leikmenn liðsins eru afar vel á sig komnir líkamlega. Góður varnarleikur Þótt leikmenn eins og Uros Zorm- an og Goran Skof séu fjarri góðu gamni á heimsmeistaramótinu eiga Slóvenar úr svo mörgum góðum leikmönnum að ráða að maður kem- ur örugglega í manns stað. Slóvenar hafa yfirleitt framliggj- andi vörn sem kennd hefur verið við Júgóslavíu. Slóvenar hafa oftast nær reynst íslenskum landsliðsmönnum erfiðir á stórmótum, jafnvel á þeim árum þegar íslenska landsliðið var með hvað mestum blóma. Ekki síst hefur gengið illa að brjóta á bak aft- ur varnarleik Slóvena, sem er nokk- uð frábrugðinn þeim varnarleik sem mörg Evrópulandslið leika. Fjórir leikmenn landsliðs Slóvena eru undir 190 sentímetrar á hæð og þrír yfir tveir metrar, þar á meðal er Blaz Blagotinsek, línumaður sem er erfiður viðureignar. Hann er 202 sentímetar og 115 kg en í frábæru formi. Spennandi leikmenn Fleiri spennandi leikmenn eru í liðinu eins og t.d. stórskyttan Borut Makovsek, liðsmaður meistaraliðs- ins Celje Lasko. Einnig örvhenta skyttan Jure Dolenec sem á dög- unum skrifaði undir samning við Barcelona til næstu tveggja ára. Blaz Janc, tvítugur örvhentur hornamaður Celje Lasko, hefur vak- ið mikla athygli í Meistaradeild Evr- ópu á leiktíðinni. Hann skrifaði í vik- unni undir samning við Evrópu- meistara Vive Kielce frá Póllandi. Slóvenar hafa á að skipa frábærum leikstjórnanda, Marko Bezjak sem dags daglega leikur með SC Magde- burg í Þýskalandi. Einnig er horna- maðurinn Gasper Marguc enginn aukvisi frekar en aðrir leikmenn liðsins enda samherji Arons Pálm- arssonar hjá ungverska meistaralið- inu Veszprém. Gamla brýnið Vid Kavticnik stendur alltaf fyrir sínu. Markvörðurinn Matevz Skok átti stórleik í markinu gegn Angóla. Hann verður örugglega í byrjunar- liði Slóvena í dag gegn Íslendingum. Hann leikur með Króatíumeisturum RK Zagreb. Hörkuleikir við Frakka Slóvenar mættu heimsmeisturum Frakka í tveimur vináttuleikjum um síðustu helgi og töpuðu báðum, þeim fyrri 29:27 og þeim síðari 33:26. Fyrri leikurinn var afar góður af hálfu Slóvena þótt þeir hafi orðið að bíta í það súra epli að tapa. „Við sýndum hversu öflugir við getum verið þegar flest gengur upp hjá okkur,“ sagði Jure Dolenec eftir tveggja marka tapið í leiknum, sem fram fór í Toulouse. „Varnarleikur okkar var ekki eins góður í síðari leiknum,“ sagði Dolenec enn frem- ur. „Ég er viss um að við erum klárir í slaginn á HM í Frakklandi eftir þann undirbúning sem við höfum fengið,“ sagði Dolenec. „Hraður sóknarleikurinn með grimmum framliggjandi varnarleik er markmið okkar á HM,“ sagði Vid Kavticnik í samtali í byrjun vik- unnar. „Ef það markmið næst er ég viss um að við eigum í fullu tré við öll liðin á heimsmeistaramótinu.“ Slóvenar oftast erfiðir  Ísland og Slóvenía mætast á HM í Metz kl. 13.45 í dag  Slóvenar sendu sterk skilaboð í fyrsta leiknum og skoruðu 42 mörk í fyrsta sinn á HM AFP Skytta Jure Dolenec skorar fyrir Slóveníu í sigrinum á Angólamönnum. Slóvenía » Slóvenar unnu Angóla 42:25 í fyrsta leiknum á HM. Gasper Marguc og Borut Mackovsek skoruðu mest, báðir 8 mörk úr 9 skotum. » Síðast mættust Ísland og Slóvenía á alþjóðlegu móti í Ár- ósum í janúar 2015 og þá varð jafntefli, 32:32. » Af 18 viðureignum þjóðanna til þessa hefur Ísland unnið 9 og Slóvenía 5 en 4 hafa endað með jafntefli. 4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017 VIÐHORF Á LAUGARDEGI Þetta er helgi framtíðar- innar. Í dag og á morgun sjáum við okkar efnilegu handbolta- stráka glíma við Slóveníu og Tún- is á heimsmeistaramótinu í hand- knattleik sem nú stendur yfir í Frakklandi. Eldsnemma í fyrramálið er komið að fótboltastrákunum sem mæta Sílebúum í úrslitaleik á Kínamótinu austur í Nanning þar sem flautað er til leiks um hálf- átta að íslenskum tíma. Þessi tvö íslensku landslið sem þarna eru á ferðinni eiga margt sameiginlegt. Handboltalandsliðið sem Geir Sveinsson er að móta, nán- ast frá grunni, er vissulega á stærsta sviðinu, sjálfu heims- meistaramótinu, en ólíkt því sem oft hefur verið undanfarin ár er eina krafan héðan að heiman sú að þeir standi sig vel og komist vonandi í 16 liða úrslitin. Á þessu móti verður reynslan það dýrmætasta sem leikmenn Íslands taka með sér í farangr- inum þegar þeir yfirgefa Frakk- land, hvenær sem það verður. Fótboltalandsliðið er hins vegar á svokölluðu „æfingamóti“ sem þó er varla hægt að nefna slíku nafni þegar um 60 þúsund manns mæta á leikina eins og raunin er í Nanning. Þar, líkt og hjá handbolt- anum, eru aðeins fáir af fasta- mönnum síðustu ára með í för en þeim mun fleiri af þeim sem banka á dyrnar. Þó nokkrir sem koma beint úr 21-árs landsliðinu og eru jafnvel gjaldgengir þar enn. Auðvitað væntum við ís- lenskra sigra eins og alltaf en á báðum vígstöðvum er mesta spennan fólgin í því að sjá efni- lega menn taka næsta skref. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is KYNSLÓÐSKIPTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is Íslenska landsliðið í handknattleik karla hóf þátttöku á heimsmeistara- móti í nítjánda sinn í fyrrakvöld. Þátttakan verður afar lærdómsrík fyrir leikmenn liðsins og þjálfarann, Geir Sveinsson. Hluti leikmanna- hópsins er að taka þátt í stórmóti A- landsliða í fyrsta sinn. Aðrir eru í stærra og ábyrgðarmeira hlutverki en áður þótt þeir hafi fengið nasa- þefinn og rúmlega það af þátttöku á stórmóti. Geir fékk í arf þegar hann tók við starfinu í byrjun vors að stýra endurnýjun á landsliðshópnum. Áð- ur en hann tók við höfðu nokkrir reynslumenn ákveðið að rifa seglin. Má þar nefna Sverre Andreas Jak- obsson og Þóri Ólafsson. Þeir Alex- ander Petersson, Róbert Gunnars- son og Snorri Steinn Guðjónsson fylgdu í kjölfarið í haust og í vetur. Skömmu áður en HM hófst í Frakk- landi brást endanlega sú von að Ar- on Pálmarsson gæti tekið þátt í mótinu vegna meiðsla sem hafa hrjáð hann síðustu mánuði. Vignir Svavarsson, sem staðið hefur vakt- ina á nær öllum stórmótum lands- liðsins í meira en áratug, veiktist skömmu fyrir mót og hrökk úr skaptinu. Þar af leiðandi hafa Geir og að- stoðarmenn hans haft um margt að hugsa á undanförnum, dögum, vik- um og mánuðum. Þessu til viðbótar virðist ljóst að frekari endurnýjun á landsliðshópnum er fram undan. Engin fórn Á þessum sama vettvangi 19. nóv- ember var skorað á landsliðsþjálf- arann að stokka upp spilin og mæta óhræddur til leiks með mikið breytt lið. Þar var spurt hvort ekki væri rétt að „fórna“ HM fyrir uppbygg- ingu. Stilla upp liði ungra leikmenn á mótinu og láta þá stíga sín fyrstu skref í undirbúningsleikjum HM og á HM-mótinu sjálfu, láta menn stinga sér til sunds og sjá hvernig þeim gengi að skila sér að bakkanum hinum megin. Fórnin er hins vegar kannski eng- in þegar á hólminn verður komið því hún skilar sér í reynslumeira og betra landsliði þegar frá dregur. Breytingar eru óhjákvæmilegar og lokakeppni stórmóts er kjörinn vett- vangur til þess að gera breytingar fremur en leikir í undankeppni stór- móts eins og bíða íslenska landsliðs- ins í maí og í júní. Efniviðurinn er fyrir hendi Möguleikinn til endurnýjunar er fyrir hendi. Geir gekk eins langt og hann lagði í að þessu sinni en hefði hugsanlega getað tekið stærra skref ef undankeppni HM 21 árs landsliða hefði ekki verið skipulögð nánast of- an í undirbúning eldri landsliða fyrir HM í Frakklandi. Efniviðurinn er svo sannarlega fyrir hendi. Birkir Benediktsson, Hákon Daði Styrmisson, Egill Magnússon, Ýmir Örn Gíslason, Aron Dagur Pálsson, Óðinn Þór Ríkharðsson og Elvar Örn Jóns- son. Fleiri mætti telja upp þótt lát- ið verði staðar hér. Allir þessir piltar eru á aldur við Arnar Frey Arnarsson, Janus Daða Smárason og Ómar Inga Magnússon, sem hafa komið fersk- ir inn í íslenska landsliðið á síðustu dögum og fá tækifæri til þess að hlaupa af sér hornin á HM í Frakklandi. Haukurinn úr Hafnarfirði Í fyrrgreindri grein minni 19. nóvember var bent á að Adam Haukur Baumruk, leikmaður Hauka, ætti heima í A-landsliðinu. Kostir hans eru ótvíræðir; hávaxinn, sterkur, skytta góð, fyrirmyndar varnarmaður. Einhverra hluta vegna var Adam Haukur ekki inni í 28 manna hópi Geirs fyrir HM. Þar af leiðandi er ekki möguleiki á að kalla hann inn í hópinn nú þegar aukinn sóknarþunga vantar. Það má ekki dragast lengur en fram að leikj- unum í undankeppni EM í maí að kalla Adam Hauk inn í íslenska landsliðið. Geir landsliðsþjálfari er öfunds- verður af hlutverki sínu um þessar mundir. Hann hefur tækifæri til þess að móta nýtt landslið úr þeim mikla efniviði sem fyrir hendi er í ís- lenskum handknattleik sem m.a. lýs- ir sér í frábærum árangri U18, 19, 20 og 21 árs landsliða karla, á síðustu tveimur árum. Geir getur byggt upp aðra „gullkynslóð“ ef leikmenn sjálf- ir, félagsþjálfarar þeirra og lands- liðsþjálfarinn halda rétt á spilunum næstu misseri og ár. Mikið hefur talað síðustu daga um að sjaldan hafi verið gerðar eins litl- ar væntingar til íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótið. Það kann að vera. Ég hef hins vegar miklar væntingar til landsliðsmanna, og þá fyrst og fremst til þess hluta lands- liðshópsins sem tilheyrir næstu kyn- slóð, um að þeir nýti það tækifæri sem þeir hafa fengið. Sannið að tækifærið sé verðskuldað. Nægur efniviður er fyrir hendi AFP Efnilegir Janus Daði Smárason og Arnar Freyr Arnarsson, nýliðarnir í ís- lenska landsliðinu, á góðri stundu í leiknum gegn Spánverjum ásamt einum af reyndustu mönnum liðsins, Björgvini Páli Gústavssyni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.