Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.08.2017, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 10.08.2017, Qupperneq 14
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Flestir stjórnmálamenn leggja mikla áherslu á góða hagstjórn, enda kjörnir til þess að stýra landinu af ábyrgð. Það sama gilti um íslenska stjórnmálamenn síðustu áratuga. Þeir reyndu sitt besta og jafnvel þótt þeir hafi ekki verið í sama stjórnmálaflokki og ég, þá ætla ég þeim ekki annað en að hafa sinnt hagstjórn landsins af heilindum. En þrátt fyrir góðan vilja sýnir sagan okkur að þeim hefur aldrei tekist að stýra peningamálum þjóðar- innar svo þau þjóni hagsmunum almennings. Þeir hafa aldrei náð að beisla ótemjuna: Krónuna. Síendurteknar gengisfellingar með tilheyrandi kjara- skerðingum fyrir almenning, öfgakenndar gengissveiflur, óðaverðbólga, kreppur og hrun, allt hefur þetta komið sér skelfilega fyrir launafólk í landinu. Í dag þurfa þeir sem vilja fjárfesta í húsnæði að borga heilli milljón meira á ársgrund- velli af 20 milljóna króna láni en frændur okkar Danir, vegna hárra vaxta. Útflutnings- og nýsköpunarfyrirtækjum er lífsins ómögulegt að gera áætlanir vegna gengissveiflna. Krónan hefur alltaf reynst dýrkeypt. Þessar síendurteknu kjaraskerðingar sem almenn- ingur hefur tekið á sig síðustu áratugi af völdum íslensku krónunnar segja okkur það eitt að krónan er gallagripur sem þjónar engum, eða a.m.k. mjög fáum. Hún þjónar ekki heimilunum, ekki landbúnaðinum, sjávarútveginum, ferðaþjónustunni eða nýsköpunarfyrirtækjunum okkar, né íslenska ríkinu. Háir vextir þjóna einungis fjármagns- eigendum og sveiflurnar sem krónan veldur eru slæmar fyrir alla. Það hlýtur því að vera meginverkefni stjórnmálanna í dag að boða lausnir á krónuvandanum, öllum til hagsbóta. Viðreisn boðar framtíðarsýn í peningamálum til skemmri og lengri tíma sem miðar að því að lækka vexti. Til skemmri tíma tölum við fyrir bindingu krónunnar við annan gjaldmiðil, svokallölluðu myntráði, til að skapa nauðsynlegan stöðugleika til að geta lækkað vexti. Til lang- frama talar Viðreisn fyrir upptöku evru, sem er samkvæmt skýrslu Seðlabanka Íslands frá 2012 raunhæfasti kostinn í gjaldmiðlamálum Íslands fyrir utan myntráð og krónu. Núverandi velmegun hefur náðst þrátt fyrir íslensku krónuna en væri meiri án hennar. Íslendingar eiga betra skilið. Nú er tíminn fyrir breytingar! Ef það er bilað, lagaðu það! Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar. Það hlýtur því að vera meginverk- efni stjórn- málanna í dag að boða lausnir á krónuvand- anum, öllum til hagsbóta. Bannæði Sérfræðingur hjá Umhverfis- stofnun sagði í samtali við Vísi í gær að hin umdeildu Nespresso- kaffihylki væru sérstaklega erfið í endurvinnslu þar sem fólk flokki þau ekki frá venjulegu rusli. Vissulega er mikið til í þeim orðum. Fyrst Bónus hefur tekið hylkin í sölu er vel þess virði að auðvelda fólki að skella þeim í endurvinnslu. Hins vegar heyrast alltaf radd- ir héðan og þaðan um að það eigi að banna svona vörur. Banna plastflöskur, banna plastpoka, banna kaffihylki. Slíkt bannæði er að mati pistlahöfundar gróft frávik frá tilgangi ríkisins. Ef fólk vill ekki kaupa kaffihylki á það ekki að kaupa þau, ef fólk verður að kaupa kaffihylki á það að láta endurvinna þau. Einfaldara verður það ekki. #Röðin Nú þegar styttist í að H&M verði opnuð hér á landi bíða blaða- menn, sveittir af tilhlökkun, eftir því að fá að skrifa fréttir um langar biðraðir, viðbrögð keppinauta og ekki síst um að Íslendingar hafi klárað lagerinn á mettíma. En nú þegar bestu vinir Íslendinga streyma til landsins í röðum, til að mynda Costco, H&M og Dunkin' Donuts, er vert að spyrja hvað sé eftir. Það er að segja annað en McDon- ald’s. thorgnyr@frettabladid.is Eðlilegt er að velta fyrir sér hvaða for- sendur liggi að baki við ríkjandi aðstæður, þegar fólk fæst ekki til starfa. Bæjarhrauni 2 | Hafnarfirði | Sími: 4370000 | hafis@hafis.is Komdu og fáðu rjómaís og laktósafrían vegan ís Íslenskur ís með ítalskri hefð Um eitt hundrað og þrjátíu stöður eru lausar í leikskólum Reykjavíkur nú í ágústbyrjun, þegar starf í leikskólun-um er um það bil að hefjast. Og þetta er bara í Reykjavík. Gera má ráð fyrir að staðan sé svipuð í mörgum öðrum sveitarfélögum. Þetta er afleit staða, en því miður ekki ný af nálinni. Leikskólakennarar vinna erfitt og mikil- vægt starf, en fá ekki umbun í samræmi við það. Meirihluti borgarráðs ætlar að lækka leikskóla- gjöld um tvö hundruð milljónir króna á ári. Eðlilegt er að velta fyrir sér hvaða forsendur liggi að baki við ríkjandi aðstæður, þegar fólk fæst ekki til starfa. Svona ákvörðun er líkleg til vinsælda. Hvaða foreldri vill ekki greiða lægri leikskólagjöld? Hins vegar virðist vera einhugur um að aðstæður í leik- skólum landsins mættu vera betri. Bent hefur verið á að viðhaldi leikskóla og leikskólalóða sé ábóta- vant, aðstæður starfsmanna ófullnægjandi og litlir peningar til kaupa á góðum mat fyrir börnin. Við þetta má svo bæta að laun leikskólakennara eru skammarlega lág. Í þessu ljósi er óábyrgt hjá borgarstjórninni að skerða fjárveitingar til leikskóla borgarinnar. Tekjuskerðing leikskólanna kallar á sparnað þar sem ekkert er að spara. Leikskólarnir eru löngu komnir að sársaukamörkum. Aðstaða barna og starfsfólks verður að vera full- nægjandi. Nú þarf að gera metnaðarfulla áætlun, sem tryggir viðunandi þjónustu. Til þess þarf meiri peninga. Nú, þegar vel árar, á að hugsa stórt og bæta fyrir niðurskurð mögru áranna, sem eru að baki. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld var talað við leik- skólastjóra sem vantar níu starfsmenn, þriðjung starfsmannanna sem þarf til sinna börnunum svo vel sé. Hún sagði stöðuna aldrei hafa verið jafn slæma og nú í þau 30 ár, sem hún hefur starfað í leikskóla. Til að bregðast við vandanum þarf hún að loka heilli deild sem ætti undir venjulegum kringumstæðum að taka á móti 20 börnum. Er þetta virkilega rétti tíminn til að lækka leik- skólagjöldin? Vafalaust styðja flestir foreldrar sem eiga börn á leikskólaaldri sjálfsagðar kröfur leik- skólakennara um mannsæmandi laun og aðbúnað. Í því felst mótsögn að á sama tíma skuli gjöldin lækkuð til muna og jafnvel tekið undir kröfur um að þau verði afnumin með öllu. Í fljótu bragði virðast vera tveir möguleikar fyrir borgaryfirvöld til að beina auknu fé í leik- skólana. Sá fyrri er að afnema fyrirhugaða lækkun skólagjalda og hækka þau jafnvel, sem ef til vill er ekki vinsælt með það í huga að stutt er til borgar- stjórnar kosninga. Sá síðari er að veita meiri peninga úr almennum sjóðum borgarinnar í leik- skólastarfið. Þá stendur valið milli þess að þeir greiði fyrir þjónustuna sem nota hana, eða að peningar séu færðir úr samneyslunni. Fyrir hvoru tveggja má færa rök. Niðurskurður er afleikur. Afleikur 1 0 . á g ú s t 2 0 1 7 F I M M t U D A g U R14 s k o ð U n ∙ F R É t t A B L A ð I ð SKOÐUN 1 0 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 7 1 -B 1 1 0 1 D 7 1 -A F D 4 1 D 7 1 -A E 9 8 1 D 7 1 -A D 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 9 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.