Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.04.2017, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.04.2017, Blaðsíða 25
1 Fyrsta ráðið hljómar kannski augljóst en stattu upp og farðu út aðganga! Rannsóknir sýna að ganga dregur úr hættu á hjartasjúkdóm-um, sykursýki tvö og fleiri sjúkdómum, eins og fram kemur í greinGuardian um þetta málefni. Um leið og göngutúr verður að vana verður þetta auðveldara. Ganga er sérstaklega heppileg hreyfing fyrir kyrr- setufólk og hægt er að auka álagið smám saman. Í fyrrnefndum bæklingi er bent á að gera það með því að lengja göngutímann, ganga hraðar eða í meiri halla. Þeir sem taka strætó til vinnu geta farið út tveimur stöðv- um fyrr en venjulega. Sömuleiðis getur akandi fólk lagt lengra í burtu. Þeir sem leiðist að ganga geta hlustað á hljóðbækur, útvarpsþætti eða tónlist á meðan þeir ganga til að láta tímann líða hraðar. Félagslyndir geta gerst meðlimir í ýmsum gönguhópum. 16.4. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Lífið tók miklum breytingum Ég var búin að prófa allt til að losna við stanslausan sviða og vanlíðan. Loksins fann ég það sem virkaði, Bio-Kult Candéa, mun halda áfram að nota það. Unnur Gunnlaugsdóttir Bio Kult Candéa Góð og öflug vörn fyrir meltingarveginn ● Styrkir meltinguna ● Vinnur á Candida sveppnum ● Kemur jafnvægi á meltingaflóruna ● Bestu gæði góðgerla Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Nánari á icecare.is Rannsóknir staðfesta að reglu- leg hreyfing gegnir lykilhlutverki fyrir heilsu og vellíðan alla ævi. Hreyfing minnkar líkurnar á flestum langvinnum sjúkdóm- um. Ávinningurinn af því að hreyfa sig takmarkast ekki við að fyrirbyggja sjúkdóma eða halda þeim í skefjum heldur eyk- ur hreyfing líkamshreysti, vellíð- an og lífsgæði almennt. Þetta er ekki síst mikilvægt fyrir roskið fólk þar sem regluleg hreyfing getur aukið líkurnar á að það sé lengur sjálfbjarga. Auk beinna áhrifa á heilsu og líðan geta lifn- aðarhættir, sem fela í sér dag- lega hreyfingu, skapað tækifæri til að mynda og styrkja félagsleg tengsl. Hreyfing er einnig tengd öðrum heilbrigðum lífsháttum svo sem góðu mataræði og reykleysi og getur hjálpað til við aðrar jákvæðar breytingar á lífs- háttum. Úr bæklingnum Ráðleggingar um hreyfingu sem er að finna á land- laeknir.is. Mikilvægi hreyfingar fyrir lýðheilsu Thinkstock Notaðu öpp til hjálpar 3 Það er hægt að finna öpp ísímanum sínum um hreyf-ingu af ýmsu tagi. Þarna erhægt að finna leiðbein- ingar, stuðning og líka að skrásetja hreyfingu sem allt getur verið hvetjandi. Það virkar kannski ólík- lega á sófakartöflur að fara að hlaupa en eitt slíkt app, C25K, sem stendur fyrir „Couch to 5 K“ eða „Úr sófanum í fimm kílómetra“, leiðbeinir þeim sem hafa aldrei hlaupið áður. Þeir sem vilja ekki hlaupa eins lengi og það tekur að fara fimm kílómetra þurfa ekki að örvænta því nýleg rannsókn leiddi í ljós að fimm mínútna hlaup á dag gætu minnkað töluvert líkur á ótíma- bundnum dauða. 2 Stundum finnst fólki aðþað verði að taka til hlið-ar margar klukkustundirtil að fá eitthvað út úr æf- ingunni. Nýlegar vísindarann- sóknir benda til þess að stuttar æfingar gerðar af ákefð geti haft álíka góð áhrif á heilsuna og lengri æfingar. Ein slík rannsókn var gerð í McMaster-háskóla í Kanada þar sem hópar sem stunduðu annars vegar langar og jafnar æf- ingar og hins vegar styttri og ákafar voru bornir saman. Hópurinn sem eyddi minni tíma í æfinguna en hjólaði af fullum krafti í 30 sekúndur inni á milli kom vel út í samanburðinum við hinn hópinn. Niðurstaðan er sú að það þarf ekki að æfa í langan tíma í einu en það þarf að láta þessar 30 sekúndur skipta máli. Æfðu með hléum 4 Þrátt fyrir að margarrannsóknir sýni að það aðæfa með lóðum sé gottfyrir alla eimir enn eftir af því viðhorfi að lyftingar séu aðeins fyrir massaða gaura í líkamsræktarstöðvum. Það að lyfta lóðum mun ekki auka vöðva- massann úr öllu valdi heldur mun það hjálpa fólki að vera sterkt og brenna meiri fitu. Þetta er ekki síður mikilvægt fyrir konur því styrktarþjálfun minnkar líkurnar á beinþynningu. Styrktarþjálfun ætti að vera einstaklingsmiðuð og ekki má gleyma því að hún er góð fyrir roskið fólk til að við- halda vöðvastyrk. Æfðu með lóðum Thinkstock Farðu í göngutúr

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.