Morgunblaðið - 12.05.2017, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2017
✝ Ólöf ElísabetÁrnadóttir
fæddist í Oddgeirs-
hólum í Flóa 31. jan-
úar 1920. Hún lést á
Ljósheimum á Sel-
fossi 22. apríl 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Árni Árna-
son, bóndi í Odd-
geirshólum, f. í
Dalbæ í Hruna-
mannahreppi 24.7.
1877, d. 10.5. 1936, og kona hans
Elín Steindórsdóttir Briem, f. í
Hruna í Hrunamannahreppi
20.7. 1881, d. 30.8. 1965. Systkini
Ólafar eru: Steindór, f. 1904, d.
1906, Kamilla Sigríður, f. 1907, d.
1998, Steindór, f. 1908, d. 1937,
Katrín, f. 1910, d. 2008, Ólafur, f.
1912, d. 1913, Ólafur, f. 1915, d.
1996, Guðmundur, f. 1916, d.
2007, og Jóhann Kristján Briem,
f. 1918, d. 2009. Uppeldissystkini
Ólafar eru Haukur Magnússon, f.
1925, d. 1957, og Jónína Guð-
björg Björnsdóttir, f. 1929. Ólöf
giftist 9. september 1944 Magn-
úsi Jóni Ólafssyni frá Fagradal í
Mýrdal, f. 23. febrúar 1916, d. 17.
mars 2013. Börn þeirra Jóns og
Þeirra börn eru: a) Camilla, f.
1989, í sambúð með Søren Ther-
kildsen. b) Jonas, f. 1991, í sam-
búð með Mette Fisker þau eiga
einn son og c) Stina, f. 1993, gift
Matthew Fitzsimmons.
Ólöf ólst upp í foreldrahúsum
við öll almenn sveitastörf þess
tíma. Hún gekk í barnaskóla í
Þingborg í fjögur ár og var einn
vetur í Gagnfræðaskólanum í
Vestmannaeyjum. Ólöf lauk prófi
úr Samvinnuskólanum í Reykja-
vík 1940 og vann um tíma á skrif-
stofu Kaupfélags Árnesinga .
Hún var í Húsmæðraskólanum á
Laugum í S.-Þing. veturinn 1942-
1943. Ólöf var stofnfélagi í Kven-
félagi Selfoss og starfaði í stjórn,
lengst sem ritari en var líka
gjaldkeri og formaður. Ólöf og
Jón fluttu í Fagurgerði 5, Singa-
stein, á þrettándanum 1945. Til
Víkur fluttu þau 1971 og bjuggu
þar um tíu ára skeið. Á þeim tíma
vann Ólöf á skrifstofu Kaup-
félags Skaftfellinga. Þau fluttu
síðan aftur á Selfoss. Eftir lát
Jóns 2013 fluttist Ólöf í Grænu-
mörk 5. Ólöf var góð húsmóðir
og gestrisin. Hún hafði gaman af
því að spila, bæði bridge og vist.
Hún hafði áhuga á lestri góðra
bóka, var ljóðelsk og vísnavinur
eins og öll Oddgeirshólasyst-
kinin.
Útförin fer fram frá Selfoss-
kirkju í dag, 12. maí 2017,
klukkan 13.30.
Ólafar eru: 1) Stein-
gerður, f. 10.4.
1945, gift Örlygi
Karlssyni og eiga
þau þrjú börn: a)
Kári, f. 1971, kvænt-
ur Björgu Helgu
Sigurðardóttur og
eiga þau tvær dæt-
ur. b) Jón, f. 1974, í
sambúð með Frið-
semd Thorarensen
og c) Auður, f. 1983,
í sambúð með Sævari Öfjörð
Magnússyni og eiga þau þrjú
börn. 2) Ólafur, f. 13. maí 1946,
var kvæntur Guðrúnu Oddnýju
Gunnarsdóttur, þau skildu. Þau
eiga tvö börn: a) Erlu, f. 1976,
gift Guðmundi Helga Sævarsyni
og eiga þau tvær dætur. b) Jón
Gunnar, f. 1980. 3) Árni Heimir,
f. 24.4. 1950, d. 16.7. 2006. 4)
Kjartan, f. 20. nóvember 1952, d.
13. maí 2012, kvæntur Takako
Inaba Jónsson, f. í Japan 1946, d.
19.9. 2004. Þeirra börn eru tvö: a)
Árni Rúnar Inaba, f. 1977,
kvæntur Önnu Arnardóttur og
eiga þau fjögur börn og b) Ólöf
Júlía, f. 1979. 5) Skafti, f. 6. maí
1956 kvæntur Bente Nielsen.
Ólöf tengdamóðir mín lést laug-
ardaginn 22. apríl á „Höfðingja-
setrinu“ á Ljósheimum Selfossi, en
þar var hún í hvíldarinnlögn.
Hún fæddist á höfðingjasetrinu
Oddgeirshólum en þar var löngum
stórbú og margir í heimili. Ólöf
sagði frá bernsku sinni og ævi í
góðu og ómetanlegu myndband-
sviðtali. Hún fer í Samvinnuskól-
ann 1938 og þar hittir hún Jón
Ólafsson og ræður hann sem
kaupamann að Oddgeirshólum.
Síðan vinna þau saman í KÁ og
fara í mikla gönguferð 1942 norður
að Melstað í Miðfirði. Aftur fara
þau að Melstað 1944 og gifta sig
þar. Lögðu upp í þá ferð á báti yfir
Ölfusá. Brúin ófær, strengur slit-
inn. Kirkjan fokin svo frændi Ólaf-
ar gifti þau í stofunni á Melstað.
Hjónabandið varð gott og farsælt.
Börnin urðu fimm. Flutt inn í Fag-
urgerði 5 á þrettándanum 1945.
Jón vann í kaupfélaginu en Ólöf
heima. Leigjendur og prjónastofa í
kjallaranum. Ég kynnist þeim
Singasteinum 1971. Í 90 ára afmæli
Ólafar ávarpaði ég hana: Ég þakka
tengdamóður minni þolinmæði og
elskulegheit og góðar samveru-
stundir. Jón og Ólöf tóku vel á móti
mjóum, síðhærðum eilífðarstúdent
sem trúði því að þátttaka í sam-
félagi gæti beðið byltingarinnar.
Ég kom inn á traust heimili sem
byggðist á góðum grunni bænda-
samfélagsins, Oddgeirshólar og
Fagridalur í bakgrunni. Hér var
ekki beðið eftir byltingunni. Mann-
lífið gott og fagurt. Menn lifðu líf-
inu, stunduðu vinnu, heima og
heiman, ræktuðu garðinn sinn, lásu
vel dagblöðin, spiluðu bridge og
vist. Lásu ljóð og bókmenntir, forn-
ar og nýjar, ortu jafnvel vísur eins
og títt var í Oddgeirshólum. Ólöf
prjónaði, bakaði dýrindis pönnu-
kökur og heimsins bestu flatkökur.
Við náðum vel saman og færðumst
nær hvort öðru í stjórnmálunum-
.Við sendum stundum hvort öðru
vísur á jólum og afmælum. Ein vís-
an frá henni var svona:
Á flatkökum hvílir flaska smá
og frómri ósk hún skýrir frá:
að jólin komi með kæti og yl
og koníaksilmur hjálpi til.
Á sínum síðustu jólum hér á jörð
fékk hún þessa vísu frá mér:
Á jólum kærar kveðjur fær
kona ein sem er oss kær.
Ólöf heitir elskan væn
ástar þökk þú vinstri græn.
Eftir lát Jóns flutti Ólöf í
Grænumörk og dvaldi þar í fjögur
ár. Átti góða daga, hitti fyrir góða
vini og eignaðist nýja. Starfsfólkið
elskulegt og einnig í dagdvölinni
Árbliki. Auður, Gréta og Svein-
björn héldu henni gott samkvæmi í
síðasta sinn sem hún kom í Græn-
umörk. Ekki má gleyma þeirri
mikilvægu stund þegar þau komu
saman hjá Ólöfu, Óskar, Margrét
og Steina eftir sögulesturinn á
mánudögum og fóru yfir krossgát-
ur. Hún hafði enn áhuga á öllu í
kringum sig, fólkinu sínu, fólkinu í
húsinu og fréttum og blöðum og
vísnahorni Moggans. Hún átti vin-
konur á Ljósheimum og komst þar
í saumaklúbb skömmu áður en hún
lést. Við þökkum starfsfólki á
sjúkrahúsinu og á Ljósheimum
fyrir góða umönnun og hlýju. Kom-
ið er að kveðjustund. Ég er þakk-
látur að hafa kynnst þessari góðu,
fróðu og traustu konu. Það er tóm-
legt án hennar. Nýr kafli hafinn.
Vonandi situr hún við spilaborðið í
eilífðinni með bónda sínum og son-
um Árna Heimi og Kjartani.
Kannski verður líka hægt að ráða
eins og eina krossgátu.
Örlygur Karlsson.
Meira: mbl.is/minningar
Það var gott að koma til ömmu
og afa í Singasteini og þaðan á ég
margar góðar minningar. Ég kom
alltaf að opnum dyrum, hvort sem
var á virkum dögum eftir skóla eða
til þess að vera í lengri tíma. Stund-
um fékk ég að gista og í þau skipti
var oftast ristað brauð og te í morg-
unmat. Ég man sérstaklega eftir
einum morgunverðinum en þá fékk
vinkona mín að gista með mér og
við sátum saman í sloppum frá
ömmu og sötruðum te í eldhús-
króknum. Gott ef ég man ekki líka
eftir því að við áttum svolítið erfitt
með að sofna því hroturnar í afa
heyrðust alla leið niður til okkar í
kjallarann.
Útvarpið var oftast í gangi þeg-
ar ég kom inn og afi sat gjarnan
inni í borðstofu og lagði kapal. Það
ríkti mikil ró á heimilinu og þar var
notalegt að vera. Amma og afi voru
samt afar þolinmóð gagnvart því að
ég fengi að gramsa í dóti og jafnvel
leggja undir mig heilu herbergin.
Amma átti gott safn af naglalakki,
smellueyrnalokkum, hælaskóm og
alls kyns glingri sem gaman var að
komast í. Ég man í raun ekki eftir
neinum boðum og bönnum, nema
að það mátti ekki syngja við mat-
arborðið. Kjallarinn og garðurinn
voru skemmtilegustu staðirnir.
Það gat reyndar verið svolítið
óhugnanleg tilhugsun að fara í
kjallarann á myrkum vetrardög-
um. Stundum læddist ég niður með
hjartað í buxunum til þess að fara
með tóma mjólkurfernu í miðstöðv-
arketilinn en suma daga breyttist
kjallarinn í ævintýraland þar sem
heilu dýnuþorpin spruttu upp um
allan ganginn. Í fjölskylduboðum
var mikið brallað í kjallaranum og í
garðinum mátti kveikja áramóta-
brennu og fara í miklar reisur um
ævintýralöndin sem leyndust víða í
greinum trjánna.
Það var mikið spilað í Singa-
steini og þar lærði ég mörg spil og
kapla. Afi og amma kunnu ógrynni
af ljóðum og þangað var alltaf hægt
að sækja hafsjó af fróðleik. Amma
fór stundum með þulur og man ég
sérstaklega eftir því að sitja með
henni inni í eldhúskrók þar sem
hún fór með Fagur fiskur í sjó og
ég reyndi að vera fljót að kippa að
mér hendinni á rétta augnablikinu.
Amma orti líka vísur og mér þykir
sérstaklega vænt um eina sem hún
orti til mín.
Þótt þú skoðir „þetta og hitt“
og þeysir vítt um heima,
gleymdu aldrei, gullið mitt,
garðinum þínum heima.
Ég sakna þín, elsku amma mín.
Auður.
Mig langar til að minnast ömmu
minnar, Ólafar Elísabetar Árna-
dóttur, sem nú er látin 97 ára að
aldri. Það verða vissulega viðbrigði
að koma á Selfoss og heimsækja
ekki ömmu eða hitta hana í Spóa-
rimanum hjá foreldrum mínum.
Fyrstu æviárin mín bjuggu þau afi
í Vík í Mýrdal og þá virtist leiðin
austur ótrúlega löng en svo sann-
arlega þess virði þegar komið var á
áfangastað. Að fá að vera í Vík hjá
ömmu og afa var ævintýri út af fyr-
ir sig. Þar var margt hægt að gera,
til dæmis fara niður í fjöru, stífla ár
og tína blóðberg sem amma bjó síð-
an til te úr.
Eftir að þau afi fluttu aftur á
Selfoss voru dyrnar í Singasteini
alltaf opnar og gott að kíkja þangað
eftir skóla og fá hressingu og taka
kannski í spil og jafnvel manna ef
afi var kominn heim. Bridds var
líka mikið spilað og fékk ég þá að
taka þátt þegar ég hafði aldur til og
oft stóð amma upp frá spilaborðinu
og þóttist þurfa að gera eitthvað í
eldhúsinu svo ég gæti verið með. Í
Singasteini kom stórfjölskyldan
saman á jólum, áramótum og
þorrablótum og þar var vel tekið á
móti öllum. Amma var mjög gest-
risin og það var oftar en ekki ein-
hver í heimsókn þegar maður kíkti
inn. Amma hafði gaman af kveð-
skap og var víðlesin og það var
gaman að spjalla við hana um allt
milli himins og jarðar og hægt að
treysta því að hún talaði um hlutina
eins og þeir voru og segði skoðun
sína umbúðalaust.
Amma stóð sig ekkert síður í
langömmuhlutverkinu og við hjón-
in erum þakklát fyrir að dætur
okkar eiga góðar minningar um
hlýja og góðhjartaða langömmu.
Þær höfðu gaman af að heimsækja
langömmu sína og þótti mjög vænt
um hana. Amma var mikil handa-
vinnukona og eiga stelpurnar þó-
nokkur vettlingapörin frá henni.
Ekki var hún þó að stæra sig af
handbragðinu og sagði oftar en
ekki „fyrirgefðu“ þegar hún var að
gefa fólki eitthvað. Hún passaði vel
upp á allar jóla- og afmælisgjafir og
valdi líka fallegan hring í ferming-
argjöf handa eldri dóttur okkur
þegar hún fermdist nú um
páskana. Hún var síðan búin að
biðja mömmu fyrir afmælisgjöf
handa henni en ekki entist ömmu
aldur til að þiggja þakkir fyrir gjöf-
ina.
Amma átti gott og gæfuríkt líf
en hún þurfti hins vegar líka að
takast á við erfiðleika. Hún sá á eft-
ir tveimur sonum sínum, þeim
Árna Heimi og Kjartani og stóðu
þau afi þétt saman og studdu hvort
annað í þeirri raun. Þegar afi dó
fyrir fjórum árum gat hún treyst á
börnin sín, fjölskyldu og vini. Hún
talaði oft um hvað hún væri heppin
að eiga foreldra mína að sem hugs-
uðu svo vel um hana og líka synina
Óla og Skafta sem sinntu móður
sinni einstaklega vel. Það er visssu-
lega sárt að kveðja hana ömmu
sem hefur verið fastur punktur alla
mína ævi en á hinn bóginn er gott
að hún hafi nú fengið hvíld því
heilsunni hafði hrakað mjög undir
það síðasta. En ekki var amma að
barma sér, hún átti auðvelt með að
sjá björtu hliðarnar á hlutunum og
það var ávallt stutt í hláturinn hjá
henni. Elsku amma, takk fyrir allt.
Minningin um hjartahlýja og góða
konu lifir hjá okkur öllum.
Kári Örlygsson og fjölskylda.
Undanfarna morgna þegar ég
hef hellt upp á fyrsta kaffibolla
dagsins hef ég brosað og rifjað upp
þegar amma kenndi mér að drekka
kaffi. Ég byrjaði á því að dýfa syk-
urmola út í kaffið hjá henni þegar
ég var lítill polli en fór svo smám
saman að fá mér kaffi sjálfur. Og
hélt að sjálfsögðu áfram að dýfa
mola út í kaffið fyrstu árin. Við
amma töluðum oft um kaffi, höfð-
um sterkar skoðanir á því hvernig
ætti að hella upp á það og hún
„gleymdi“ iðulega að ég var farinn
að nota mjólk í kaffið mitt og rétti
mér bolla með svörtu kaffi. Ég er
nokkuð viss um að þetta hafi verið
lúmskur húmor hjá henni enda var
ég búinn að setja mjólk í kaffið mitt
í rúm 15 ár. Hún var einfaldlega að
benda mér pent á það að kaffi er að
sjálfsögðu betra svart. Ólöf Júlía
fékk líka alltaf svart kaffi hjá
ömmu og þurfti að biðja um mjólk
út í það. Við frændsystkinin hlóg-
um oft að þessu.
Ég er strax farinn að sakna
ömmu mikið en fjöldi dásamlegra
minninga hjálpar til við að takast á
við söknuðinn. Það rifjast upp fyrir
mér þegar mamma og pabbi fóru
til útlanda og ég fékk að vera í Fag-
urgerðinu. Það var mikið spilað,
ferðast og ég lék mér úti í garði en
amma var líka dugleg að biðja mig
um að hjálpa til við ýmislegt. Það
var svo gaman að hún var ekkert
að koma öðruvísi fram við mann þó
að maður væri krakki. Ég mátti
auðvitað leika mér en svo var líka
spjallað við mig um þjóðfélagsmál-
in eins og ég væri fullorðinn maður
og ég man að mér þótti það ótrú-
lega skemmtilegt. Kannski kvikn-
aði áhugi minn á stjórnmálum og
fjölmiðlum að einhverju leyti í
Singasteini. Það þykir mér ekki
ólíklegt.
Þegar minnið var aðeins byrjað
að gefa sig hjá afa kviknaði sú hug-
mynd að taka upp viðtal við afa og
ömmu þar sem þau ræddu um líf
sitt og allar þær breytingar sem
þau hafa upplifað. Upphaflega ætl-
aði amma ekki að vera með. Fannst
nóg að það yrði tekið viðtal við afa.
Að lokum tókst að tala hana til og
hún var í einu orði sagt stórkostleg.
Amma var svo einstaklega klár að
koma hlutunum frá sér á skýran,
kjarnyrtan og jafnframt skemmti-
legan (og oft hnyttinn) hátt. Hún
sagði til dæmis mjög fyndnar sögur
af öllum börnunum sínum fimm
sem var heldur betur gaman að
heyra. Og lýsti því vel hvernig hún
kynntist afa.
Ég fór stundum einn í heimsókn
til ömmu eftir að afi dó og við
spjölluðum iðulega heillengi sam-
an. Hún sagði mér margt sem mér
þykir vænt um að vita og gaf mér
góð ráð. Það var svo gaman að tala
við ömmu og ég á virkilega eftir að
sakna þess að geta ekki leitað til
hennar í framtíðinni. Hún var alltaf
svo hreinskilin við mig og spurði
um það sem var að gerast hjá mér,
bæði í námi og vinnu en líka bara í
lífinu almennt. Og inn á milli mátti
alltaf sjá glitta í þennan einstak-
lega skemmtilega og lúmska húm-
or. Ég fyllist tómleikatilfinningu
þegar ég hugsa um lífið án ömmu
en veit jafnframt að minningarnar
um þessa góðu vinkonu mína munu
fylgja mér ævilangt og ég hlakka til
að rifja þær upp yfir mörgum kaffi-
bollum í framtíðinni. Ég vona að
mér fyrirgefist mjólkin.
Jón Gunnar.
Níutíu og sjö ára gömul kona
kveður að loknu drjúgu dagsverki,
farin að heilsu og ferðbúin. Er ekki
ástæða til að samgleðjast? Ég horfi
út um gluggann, Flóinn hefur tap-
að lit og fjöllin reisn sinni. Þannig
var mér innanbrjósts við andlát
hennar Ollu. Söknuður, þakklæti
og virðing, hversu góð fyrirmynd
hún var og gaf mikið af sér án orð-
skrúðs. Hvað hún samgladdist
heilshugar þegar vel gekk og hvað
hún sýndi mikla samkennd þegar
gaf á bátinn. Sjálf hafði hún gengið
í gegnum þung áföll, sonamissi og
tengdadóttur. Hún var orðheppin
og orðhög, vel lesin og átti létt með
að greina kjarnann frá hisminu,
með frábæran húmor, hreinskiptin
og sagði sína meiningu. Fyrr á ár-
um varð maður stundum hálf-
hvumpinn, þegar hún lét í ljós álit
sitt, en mikið kunni ég því vel síðar
sem og öðru frá þessari einstöku
konu. Kynni og samferð með þeim
hjónum, Ólöfu og Jóni, verða seint
fullþökkuð. Þau áttu barnaláni að
fagna. Börn þeirra og tengdabörn
hafa sýnt þeim einstaka alúð og
virðingu alla tíð. Þótt Olla væri
heldur spör á hrós til sinna nánustu
fór ekki á milli mála hve mikils hún
mat þessa eiginleika þeirra. Fá orð
með miklu vægi sögðu allt. Vissu-
lega verður ekkert eins og áður –
en Flóinn mun blómstra á ný og
umhverfið réttir úr sér, kynslóðir
koma og fara. Minningarnar lifa.
Við sem eftir stöndum lútum höfði
og þökkum gjöfula samfylgd.
Margrét Steina
Gunnarsdóttir.
Ólöf Elísabet
Árnadóttir
Ástkær faðir okkar, eiginmaður og vinur,
ÞORLEIFUR V. STEFÁNSSON,
Mandi,
Hulduhlíð 38, Mosfellsbæ,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
5. maí. Útförin fer fram frá Lágafellskirkju
mánudaginn 15. maí klukkan 14.
Blóm og kransar afþakkað. Þeim sem vilja minnast hans er bent
á Neistann styrktarfélag hjartveikra barna.
Fyrir hönd aðstandenda,
Stefán Óli Þorleifsson
Magnús Smári Þorleifsson
Anna Sigurðardóttir
Elskulegur sonur okkar, bróðir og
barnabarn,
HAFÞÓR LOGI YNGVASON,
lést þriðjudaginn 2. maí.
Útför hans fer fram í Þykkvabæjarkirkju
laugardaginn 13. maí klukkan 15.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Pieta-samtökin á Íslandi.
Kristrún Ólöf Þorsteinsdóttir
Yngvi Harðarson
Hrafnkell Ari Yngvason
Eygló Yngvadóttur
Hörður Júlíusson Eygló Yngvadóttir
Maðurinn minn elskulegur, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR JÓNAS SIGURÐSSON,
Bogahlíð 2,
lést á hjúkrunarheimilinu Eiri sunnudaginn
7. maí. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju
þriðjudaginn 16. maí klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Alzheimersamtökin.
Steinunn Árnadóttir
Hildur Sigurðardóttir Svanur Þorvaldsson
Arnar Sigurðsson Margrét S. Höskuldsdóttir
Árni Fannar Sigurðsson Giada Pezzini
og barnabörn
Okkar ástkæra
SIGRÍÐUR SÆBJÖRNSDÓTTIR
frá Reyðarfirði
lést 8. maí á hjúkrunarheimilinu Bæjarási í
Hveragerði.
Börn, tengdabörn,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn