Skátablaðið Faxi - 01.12.1994, Page 7

Skátablaðið Faxi - 01.12.1994, Page 7
1 .Fullt nafn: Kjartan Ólafsson 2 .Hvernig stóð á því að þú fórst í skátana? Mamma sagði mér að gera það. 3 .Gætir þú sagt frá starfsferli þínum innan skátahreyfmgarinnar? Ég byrjaði tiltölulega ungur í skátaflokknum “Tuðran” og var það mjög gaman þó að ég hafi ekki verið sammála mömmu i fyrstu að fara í skátana. 4.Hvað læriðu í skátunum? Að binda hnúta, syngja skátasöngva og læra að meta umhverfið eins og það kemur fyrir, því að vistkerfið eins hreint og heilnæmt og það er, er ekkert sjálfsagt. D .Hvað finnst þér eftirminnilegast í skátunum? Þegar allir hópast saman til að njóta félagsskapsins og syngja. Ó.Eitthvað að lokum? Ég vona að allir sjái sér fært um að koma í skátahreyfinguna, því að hún er mjög heilbrigð og góð fyrir sálina. 1 .Fullt nafn: Örvar Ari Bjarnason 2 .Hvernig stóð á því að þú fórst í skátana? Því að mig langaði að prófa eitthvað nýtt og fara í einhvern félagsskap, þvi að ég hafði ekki mikinn félagskap fyrir. D . Gætirðu sagt frá starfsferli þínum innan skátahreyfingarinnar? Engu sérstöku, mér er ekki treystandi fyrir neinu innan flokkshreyfingarinnar. 4. hvað lærirðu í skátunum? Margt gagnleg,skemmtilegt og sniðugt. 5 . hvað finnst þér eftirminnilegast í skátunum? Þegar flokkurinn villtist uppi á hrauni í “hæki”. Ó.Eitthvað að lokum? Þetta er mjög skemmtilegt starf og hvet ég alla til að fara í skátana. 1 . Fullt nafn: Halldór Örn Engilbertsson 2.Hvernig stóð á því að þú fórst í skátana? Því að ég ber virðingu fyrir hjarthlýunni sem ríkir innan þessarar hreyfmgar. 3 . Gætirðu sagt frá starfsferli þínum innan skátahreyfingarinnar? Ferill minn sem skáti hefúr blómstrað mikið í gegnum tíðina, en ekki alltaf verið dans á rósum 4. Hvað lærðirðu í skátunum? Að tjá ást mína á umhverfinu. 5. hvað finnst þér eftirminnilegast í skátunum? 22.feb. þegar allir skátar safnast saman og heiðra minningu Baden Powells. Ó.Eitthvað að lokum? Látiðljós ykkar skína á skátana mína. Ástþór og Ágúst tóku saman.

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.