Skátablaðið Faxi - 01.12.2001, Qupperneq 2
Góðverk á dag kemur skapinu í lag
Það eru að koma jól, hátíð friðar og
ljóss. Mörgum dettur í hug myndin af
Maríu og Jósef í fjárhúsinu með
ungabarnið í jötu. I kring standa vit-
ringarnir og hirðingjamir ásamt skep-
nunum sem í fjárhúsinu voru. Það ríkir
ró og friður yfir þeim, allir em sáttir við
hag mála. Engin furða að þetta er ein
vinsælasta mynd jólanna - fyrir utan
jólasveina.
Og hver hlakkar ekki til jólanna? Allir
fá gjafir, góðan mat og öllum líður vel í
faðmi ástvina sinna. Við lýsum upp
skammdegið með jólaljósum, tónar
jólasöngvanna hljóma og spenningurinn
er mikill.
Auðvitað koma jólin til okkar með
ýmsu móti. Sumir em glaðir og heil-
brigðir, aðrir sjúkir og sorgmæddir. Og
það em ekki allir sem geta notið jólanna
á þann hátt sem þeir kjósa. Manni
verður hugsað til stríðshrjáðra landa, til
þeirra sem hungraðir eru, heimilislausir
og skortir brýnustu nauðsynjar, já... og
þeirra sem velja að njóta ekki jólanna af
sínum persónulegu ástæðum. Hátíðin
bendir á andstæður, það halda ekki allir
gleðileg jól. En jólin em hátíð
Frelsarans, og flestir reyna að gera hana
eins hátíðlega og hægt er, hver á sinn
hátt.
A þessum tímum er eins og að
góðverk dagsins verði meira virði. Það
er stærri þörf fyrir að láta alla líða sem
best. Hér er komið kjörið tækifæri fyrir
skátann að gera gott úr sínu góðverki.
Og benda má á að það þarf oft ekki
mikið til að gera daginn enn betri, lítil
góðverk em jafn nauðsynleg og þau sem
stærri eru.
Sif Pálsdóttir
Osfeum ollum bæjarbuum
gleðilegra fóla
tneð þökk fyrir viðskiptin á árinu
VINNSLUSTÓÐIN h/f
«SPARISJÓÐUR
VESTMANNAEYJA
■
Útgefiö í desember 2001
Utgefandi: Skátafélagið Faxi
Ábyrgðarmaður: Marinó Sigursteinsson
Ritstjórar: Sigurieif Kristmannsdóttir og
Rósa Jónsdóttir
Auglýsingar: Sigríður Guðmundsdóttir
Ritnefnd:
Dróttskátasveitin Weztmenn
Prófarkalestur: Sigurleif Kristmanns-
dóttir og Rósa Jónsdóttir
Prentvinna: Prentsm. Eyrún ehf.
ÍSLANDSBANKI
o SKÁTABLAÐIÐ FAXI