Skátablaðið Faxi - 01.12.2001, Side 4

Skátablaðið Faxi - 01.12.2001, Side 4
Bakkabræður í skátasveitinni Bakkabræður eru fjórir flokkar sem eru fullir af hressum og kátum krökkum. Hér á eftir koma kynn- ingar á þremur þeirra. Þessir flokkar heita Bambar, Emir og Eldhestar. Sveitaráðið sem eru allir foringjar heita Myrkfælnir draugar. Krakkarnir hafa verið að gera fullt af skemmtilegum verkefnum. Þau stefna öll að því að vígjast sem skátar þann 22.febrúar þegar við höldum upp á afmæli Baden Powels. Það sem við stefnum á að gera eftir áramót er að undirbúa okkur fyrir vígsluna og gera fleiri verkefni og ‘svo stefnum við auðvitað öll á að fara á Landsmótið sem er næsta sumar og krefst mikils undirbúnings. En núna ætlum við að kveðja í bili og óskum ykkur öllum Gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Sigurleif Kristmannsdóttir og Kristín Halldórsdóttir sveitaforingjar Bambarnir Við erum Bambamir og emm 7 í flokkinum. Við erum búin að gera fullt af skemmtilegum verkefnum t.d. búa til íslistaverk, gera góðverk, fara í sund, og margt margt fleira. Við heitum Kristjana, Jakóbína, Margrét, Elín, Árný, Ingibjörg, Berglind og Valgerður. Skátaforingjarnir okkar heita Fanney, Sigrún og Jóna Heiða. Næst þegar þið heyrið í okkur þá munum við segja ykkur frá vígslunni og Bakkabræður undirbúningnum fyrir hana. Gleðileg Jól og hafið það sem allra best um jólin. Eldhestar Halló við erum flokkurinn Eldhestar. Við heitum Guðlaug, Bjartey, Fanndís og Telma. Skátaforingjarnir okkar heita Iris og Sara. I vetur erum við búnar að gera geðveikt mikið af skemmtilegum verkefnum t.d. fara í blindraferð, gera góðverk, fara í ísstyttu leik, læra fullt af lögum og margt margt fleira. Við vonum að við getum haldið áfram á sömu braut. Jólakveðja Eldhestar Ernir Ernir I okkar flokki eru Andrea, Aníta, Steinunn, Ingunn og Heiða. Flokks- foringjar eru Sigrún H. og Sif. I vetur emm við búnar að gera margt skemmtilegt t.d. fara í sprönguna, búa til leikrit, kíkja hvað nammi kostar og gera góðverk. Við stefnum að halda svona vel áfram. Gleðileg Jól Ernir < — Bambarnir. Talið frá vinstri: Árný, Elín, Kristjana, Margrét og Jakobína SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.