Skátablaðið Faxi - 01.12.2001, Síða 9

Skátablaðið Faxi - 01.12.2001, Síða 9
Hvað er framundan? Friðarljós frá Betlehem Friðarljósið er ljós sem upphaflega var tendrað í fæðingarkirkju Krists í Betlehem og þaðan er það látið ganga um byggðir heims án þess að loginn deyji út, með því að nota fyrsta logann til að tendra nýtt ljós og þar fram eftir götunum. Tilgangurinn er að boða frið og kærleika manna á milli og vekja fólk til umhugsunar um þá sem minna meiga sín. Loginn kemur til Reykjavíkur 18. desember. Kl. 17.30 þann dag safnasl skátar og aðrir saman við skrifstofu Eimskips við Pósthússtræti í Reykjavík og veita loganum viðtöku. Þaðan verður gengið með kyndla og fána að Dómkirkjunni, þar sem Forseti Islands, Biskup Islands, Skátahöfðingi og Formaður Slysavamafélagsins Lands- Við mættum kl. 18:00 upp í Skátastykki. Það var byrjað á því að skipta öllum í flokka og komið sér fyrir. Svo þegar allir voru búnir að kynnast krökkunum sem komu frá Reykjavík var haldinn einn stuttur og skemmti- legur fyrirlestur. Eftir það var haldinn kvöldvaka þar sem Jón Ingvar og Jón Grétar gerðu grín af öllum lands- mótssöngvunum. Eftir það fórum við í hörku næturleik en við þurftum að hætta í honum eftir að einn stjórnandinn hljóp á gaddavír. Mamma Rósa gerði kakó og svo fóru allir að sofa. Næsta morgun var ræs kl. 8 og var þá borðaður morgun- matur og farið í skálaskoðun. Við héld- um svo af stað í póstaleik þar sem við vorum frædd um margt sem tengist bjargar taka við loganum við hátíðlega athöfn. Þann 19. desember munu svo hjálp- arsveitabílar keyra með logann á Isa- fjörð, Akureyri og Egilsstaði og stoppa á leiðinni þar sem skátafélög, gildi og björgunarsveitir hafa óskað. Herjólfur mun flytja logann til Eyja og áformað er að Friðarljósið logi við Skátaheimilið fram að jólum. A af- greiðslutíma jólakorta getur fólk nálgast logann þar. Frekari athafnir og aðgengi að loganum mun verða tilkynnt í blöðunum þegar nær dregur. Neistaflug Bandalag íslenskra skáta hefur á síðustu mánuðum staðið fyrir nám- skeiðum fyrir stjómendur skátafélaga. skátastarfinu. Eftir hádegismat var haldið af stað í hike og endað var í skátaheimilinu. Þar fengum við snúða og vínarbrauð. Svo gengum við niður í spröngu og kenndum krökkunum að spranga. Þegar við komum aftur upp í Skátastykki var farið að grilla gómsætan mat og ætluðum við að trompa þetta með varðeldi og öllu því tilheyrandi en varðeldurinn logaði ekki lengi svo að við fórurn inn og sungum langt fram á kvöld. Farið var að sofa og þurftum við að vakna kl. 8. Það var frekar erfitt, en við vorum rifin á fætur og fórum að ganga frá. Haldið var svo heim á leið kl. 13:00 Skátakx’eður Sandra, Erna, Elín Námskeiðið, sem kallað er Neistaflug er sniðið eftir þörfum hvers skátafélags og þátttakendur sjálfir ráða hvaða efni er farið í. Akveðið hefur verið að þann 19. janúar mun slíkt námskeið verða haldið hér í Eyjum, fyrir stjóm félagsins, eldri skáta sem áhuga hafa á að kynnast starfi félagsins og forelda sem vilja fylgjast með og jafnvel leggja hönd á plóginn. Við höfum valið að kalla þetta námskeið ráðstefnu, því viljum ná til sem flestra og ráðfæra okkur við þá. Efni sem verða tekin fyrir: • Fullorðnir í skátastarfi • Gæði og öryggi í skátastarfi • Foreldrasamstarf • Stjórnun skátafélaga • Upplýsingastreymi ■ Stefnumörkun í skátastarfi ■ Fjármál skátafélaga Allir eru velkomnir á þessa ráðstefnu og það yrði félaginu mikil lyftistöng ef fleiri fullorðnir kæmu að starfmu, eða í það minnsta hefðu þekkingu á því sem þar fer fram. Námskeiðshelgi 1.-3. febrúar Helgina 1.-3. febrúar nk. verður námskeiðshelgi á Suðurlandi. Þau námskeið sem í boði verða eru Vetrarskátun fyrir flokksforingja, Vítamín fyrir sveitarforingja, Fararstjóranámskeið og Varðelda- stjóranámskeið. Fylgist nánar með á www.scout.is Landsmót skáta 2002 Undirbúningur að Landsmóti skáta, sem haldi verður á Akureyri daganna 16.-23. júlí 2002, stendur yfír að fullum krafti. Hér í Eyjum eru eru allir flokkar farnir að undirbúa sig með þátttöku í flokkakeppninni sem dagskrárnefnd mótsstjómar stendur fyrir í samstarfi við starfsráð BÍS. I kjölfar almennrar ánægju á seinasta landsmóti munu þeir skátar sem greiða staðfestingargjald fyrir tilskyldan tíma fá flíspeysu í kaupbæti. Nánari upplýsingar um Landsmótið að Hömrum er að finna á Valdagskrá flokka Eftir umfangsmikla vinnu hefur dagskrárstjórn landsmóts nú fullmótað þá valdagskrá sem í boði verður á næsta landsmóti. Dagskránna er að sjálfsögðu hægt að nálgast á mótsvefnum, www.scout.is/jamboree2002/ og sérstök athygli er vakin á því að sum verkefn- anna gefa stig til Flokkströllsins. (Flokkakeppnin) Skátar eru hvattir til að lesa vel allar leiðbeiningar áður en hafist er handa við valið sjálft og minnt er á að skilafrestur rennur út þann 15. janúar 2002. Valdagskráin er ætluð skátaflokkum og dróttskátaflokkum. Flokksforingja námskeið Haldið í Vestmannaeyjum 14.-16. september sl. SKÁTABLAÐIÐ FAXI 0

x

Skátablaðið Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.