Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.12.1998, Síða 1

Veðráttan - 01.12.1998, Síða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1998 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Desember Tíðarfarið í mánuðinum var talið umhleypingasamt einkum sunnan og austan til. Fremur hlýtt og snjólétt var, en vindasamt. f byrjun mánaðarins var suðvestanstrekkingur á landinu með skúrum vestanlands. Lægð var á vestanverðu Grænlandshafi. Síðdegis þ. 2 þokaðist lægðin austur yfir land með snarpri norðanátt um tíma. Kólnaði þá og létti til sunnanlands en éljagangur var fyrir norðan. Næstu tvo daga var hæðarhryggur að þokast austur yfir iand og var víðast hvar léttskýjað. Dagana 5.-10. var suðaustlæg átt og hlýtt um allt land. Víðáttumikið hægfara lágþrýstisvæði var suður í hafi og fór úrkomusvæði norðaustur yfir landið með hvassviðri og rigningu í flestum landshlutum aðfaranótt þ. 6. og aftur þ. 7. Rigndi í öllum landshlutum og var mjög hlýtt um allt land. Þ. 8. var sunnanstrekkingur og vfða bjartviðri norðan til á landinu en skúrir eða súld sunnantil. Að morgni þ. 9. hvessti af suðausturi og úrkomusvæði þokaðist inn á land. Rigndi um allt land en síðan snerist til sunnanáttar með skúrum og kólnaði. Að kvöldi þ. 10. þokaðist lægðin norðaustur yfir landið og var norðaustanátt á norðvestanverðu landinu um tíma en í öðrum landshlutum var suðvestanátt með skúrum og sfðar slydduéljum. Næstu daga var austan- og norðaustanátt á landinu. Lægðir voru á hreyftngu norðausmr fyrir suðaustan land. Þ. 11. dýpkaði kröpp lægð suður í hafi og hvessti mjög og fór að rigna þegar leið á kvöldið. Úrkomusvæðið þokaðist norðvestur yfir landið. f kjölfarið fylgdi hvöss norðanátt og snjókoma og skafrenningur um allt norðanvert landið en stytti upp sunnantil. Heldur dró úr veðurhæðinni aðfaranótt þ. 13. en um kvöldið gekk í hvassa austanátt um leið og dýpkandi lægð nálgaðist landið úr suðri. Mjög slæmt veður var syðst á landinu næstu nótt og snjókoma og skafrenningur um allt land fram eftir degi en þá snerist til norðlægrar áttar og dró úr veðurhæð. É1 voru víða um land, síst þó suðvestanlands. Að morgni þess þ. 16. gekk enn á ný í hvassa austanátt þegar djúp lægð nálgaðist landið. Hvassviðri og snjókoma var um allt land næsta sólarhring og dró ekki úr fyrr en aðfaranótt þess 18., þegar lægði og stytti upp að mestu og kólnaði mjög. Kaldast að tiltölu var í mánuðinum þ.19. Að morgni þ. 20 nálgaðist djúp og vfðáttumikil lægð landið úr suðvestri með vaxandi suðaustanátt. Snjóaði og rigndi síðan í öllum landshlutum næstu nótt en um morguninn snerist til sunnanáttar og dró úr veðurhæð. Létti að mestu til á landinu um tíma en þ. 22. nálgaðist landið lægð úr suðri og var stíf austanátt og rigning eða slydda í flestum landshlutum fram eftir nóttu. Á Vestfjörðum og annesjum fyrir norðan var stíf norðaustanátt og slydda í kjölfarið en mun hægari vindur og smá skúrir og síðar él annars staðar. Að morgni þess 24. var vaxandi suðaustanátt um vestanvert landið. Lægð nálgaðist landið úr suðvestri og var snjókoma og slydda um allt land þegar leið á daginn. Hlýnaði um allt land og rigndi víða. Næsta dag dró úr veðurhæðinni nema á Vestfjörðum þar var áfram stíf norðaustanátt. Snjókoma og slydda var á Norðurlandi en breytileg átt og slydduél í öðrum landshlutum. Hæglætis veður var um allt land þ. 27. en síðustu daga mánaðarins var austan- og norðaustanátt. Lágþrýstisvæði var suður í hafi og hæð fyrir norðan land. Smáél voru á víð og dreif um landið og strekkingsvindur við suðurströndina. Aðfaranótt þ. 30. hvessti um allt land og úrkomusvæði þokaðist norður yftr landið með snjókomu og síðar rigningu víðast hvar. Heldur dró úr veðurhæðinni þ. 31. og létti allvíða til þegar leið á daginn, nema við norðausturströndina, þar var súld og slydda þegar nýja árið gekk í garð. Loftvægi var 7.4 mb undir meðallagi, frá 6.0 mb undir á Rfh að 9.0 mb undir í Vm. Hæst stóð loftvog 1036.6 mb í Bol þ. 3. kl 9, en lægst 955.5 mb í Vm þ. 14. kl 6. (89)

x

Veðráttan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.