Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.01.2004, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.01.2004, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 2004 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Janúar Tíðarfar var rysjótt með rikjandi norðan- og norðaustanáttum. Nokkarar djúpar lægðir komu upp að strönd landsins með tilheyrandi stonnum. Mikið fannfergi fylgdi norðanáttunum um Iandið norðanvert um miðjan mánuðinn og spilltist færð víða, einkum þó norðantil á landinu. Hiti var í meðallagi og einnig úrkoma, en þó var sums staðar tvöföld meðalúrkoma á Norðurlandi. Þann 1. var norðvestanátt með éljum austantil á landinu, en annars hægari breytileg átt og bjart, en 2. nálgaðist víðáttumikil lægð úr suðvestri með austanstormi sunnantil. Viðhélt þessi lægð suðaustlægri átt með vætu og sæmilegum hlýindum um landið vestanvert 3., en hæglætisveðri fyrir norðan og austan. Suðaustlægari og skúrir eða slydduél vestantil á landinu 4-6. Þ.7 nálgaðist djúp og mikil lægð sunnan úr hafí og náði vindhraði á Stórhöða 39.6 m/s, en síðdegis var frostlaust um allt land. Þ.8 haföi lægt að mestu, en norðaustan stormur og snjókoma var á Vestfjörðum. Þ.9. kom lægð úr suðaustri upp að suðausturströndinni og fór síðan norður með Austurlandi. Snerist þá til norðaustanáttar með rigningu austantil, en annars snjókomu eða éljum. Síðdegis lægði og 10. var hæglætisveður og stöku skúrir eða él í flestum landshlutum. Dagana 11. til 16. var hvöss norðan- og norðaustanátt með rigningu eða slyddu austast á landinu, en snjókoma fyrir Norður- og Norðvesturlandi. Því olli lægð milli Islands og Noregs annars vegar og hins vegar vaxandi hæð yfír Gænlandi. Þ. 14. var frost um nánast allt land og talsverð ofankoma fyrir norðan. Færð spillist og samgöngur fóru úr skorðum sem gerðu fólki erfitt að komast leiðar sinnar. Seint þ. 15. fór þó að lægja og draga úr ofankomu. Þ. 16. kom lægð úr suðvestri með vaxandi austanátt og snjókomu um landið sunnanvert. Síðan fór hún til austurs fyrir sunnan land og upp úr því fór aftur að hvessa og snjóa fyrir norðan, en létti til syðra. Þ. 18. var vindur víðast hvar orðinn hægur, en vaxandi austanátt sunnantil síðdegis. Austan stormur var við suðurströndina um nóttina með snjókomu sunnantil, en úrkomuminna i öðrum landshlutum. Hægari austanáttir fylgdu síðan i kjölfarið næstu tvo daga með þíðu og fremur vætusömu veðri syðra, en frosti og hæglætisveðri fyrir norðan. Þ. 20. nálgaðist síðan víðáttumikið lægðakerfi úr suðvestri og ýtti hingað suðaustanátt með hlýju veðri og kom það upp að suðvesturströndinni um morguninn. Dálítil snjókoma var á undan skilunum, en seint um kvöldið var orðið frostlaust víðast hvar á Iáglendi. Lægðimar fóru síðan milli Islands og Grænlands þ.21. og 22., þá voru sunnan- og suðvestanáttir með mildu veðri, en skúrum um landið vestanvert. Seint að kvöldi 22. kom næsta lægð upp að suðurströndinni með hvassviðri og rigningu, en að morgni 23. mældist lægsti loftþrýstingur í þessum mánuði. Fór sú lægð yfír landið og gekk þá í hvassa norðaustanátt með snjókomu á Vestfjöröum, en hæga breytileg átt var í öðrum landshlutum. Fram til 25. var stif norðan og norðvestanátt með snjókomu norðantil, en björtu veðri syðra. Smám saman lægði og dró úr ofankomu vestast þ. 24. Aðfaranótt 26. byggðist upp hæð yfir landinu, en síðdegis myndaðist lægð á Grænlandssundi sem olli hvassri vestan- og síðar norðvestanátt, einkum þó á Vestfjörðum. Þ. 27. var lægðin komin langt norðaustur af landinu, en hæðarhryggur var yfír vestanverðu landinu, svo að norðvestanátt var enn talsvert stíf allra austast. Þannig var veðrið h'ka 28., en þó heldur hægari austantil. Þ. 29. var vaxandi lægðardrag suðaustur af Homafírði sem fór austsuðaustur og olli vaxandi norðan- og norðaustanátt með éljagangi og skafrenningi um landið norðanvert, en víða var léttskýjað syðra. Síðan dró úr vindi og éljagangi um miðjan dag 30., en dálítil lægð skammt norðaustur af landinu náði að koma skilunum inn á land á annesjum norðaustanlands 31. með talsverðri snjókomu, en það stóð stutt yfir. Loftvægi var0.8 hPa undirmeðallagi, frá2,3 hPaundirmeðallagi á Kbkl til 0,7 hPa yfir meðalagi í Sth. Hæst stóð loftvog á Ak þ. 25. k!.22, 1031.0 hPa og lægst á Eb þ. 23. kl.08, 963.0 hPa. Vindáttir: Norðan og norðaustan áttir vom mjög algengar þennan mánuðinn, en austanátt og suðlægu áttimar voru fátíðari. Vindhraði náði 12 vindstigum í Vm (39.6 m/s) þ. 7 og á Blfl (32.9 m/s) og Æð (34.5 m/s) þ. 13. (1)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.