Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.09.2005, Blaðsíða 29

Víkurfréttir - 01.09.2005, Blaðsíða 29
VÍKURFRÉTTIR I 35. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 1. SEPTEMBER 2005 I 29 Ungt fólk með góðan málstað: Bæjarráð Sandgerðis s a m þ y k k t i s a m -hljóða nú á dög- unum að hefja samninga- við ræð ur við Hita veitu Suðurnesja hf. um yfirtöku þeirra og kaup á Vatnsveitu Sandgerðis. Sigurður Valur Ásbjarnar- son, bæjarstjóri, lagði fram mat á Vatnsveitu bæjarfélags- ins á fundi bæjarráðs, sem verkfræðistofan VSÓ hefur unnið fyrir bæjarfélagið. Um er að ræða heildarmat og er veit an met in á kr. 135.000.000.- Þegar búið er að afskrifa lagnir með tilliti til hvenær þær voru lagðar er matið um kr. 108.000.000.- en búið er að endurnýja nær allar lagnir í byggðarlaginu á síðustu árum. Bæj ar stjóri lagði einnig fram óskir um mat á mark- aðsvirði eignarinnar en það verður unnið af KPMG end- urskoðun. Lögregla þurfti að hafa afskipti af samkvæmis-gestum í fjölbýlishúsi í Keflavík aðfaranótt sunnudags þar sem mikill hávaði raskaði ró nágranna. Þá var áfengi tekið af þremur ungmennum sem höfðu ekki aldur til að neyta eða höndla með slíkt. Á laugardaginn handtók lög- regla ölvaðan og æstan mann í Keflavík. Fékk hann gistingu í fangaklefa þar sem hann svaf úr sér áfengisvímuna. Lögregla var einnig kölluð til í Bláa lónið en þar hafði maður skorist á hendi. Hafði hann klemmt hendi í æfingartæki í lík- amsræktarstöðinni sem þar er. Vilja selja vatnsveitu fyrir rúmar 100 milljónir Föstudaginn 2. september verður opnun á fimmtu mynd-listasýningunni í listasal Kaffitárs. Myndlistakonan að þessu sinni heitir Hrafnhildur Bernharðsdóttir og er opnunin kl. 19:00 og eru allir velkomnir. Boðið verður upp á léttar veitingar í anda Kenya undir himneskum afrískum tónum. Hrafnhildur Bernharðsdóttir sýnir í Kaffitári Berjast gegn ofbeldi í Reykjanesbæ Lögregla kölluð út vegna hávaða í heimahúsi Nýstofnuð samtök gegn ofbeldi í Reykjanesbæ munu vekja athygli á starfi sínu á Ljósanótt. Samtökin berjast gegn ofbeldi í allri sinni mynd og vilja vekja athygli almennings á málinu. Þau munu verða sýnileg um allan bæ og dreifa pésum með ýmsum fróðleik og selja barm- merki með merki samtakanna á 100 krónur til að fjármagna starfsemi sína. Starfið mun meðal annars felast í því að þau munu standa fyrir ýmsum uppákomum og fyrir- lestrum. Á myndinni sést Anna Alberts- dóttir, frumkvöðull að verkefn- inu, með barmmerkin.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.