Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.01.2015, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 15.01.2015, Blaðsíða 20
vf.is -mundi Er bærinn að leita að útrásarvíkingum? VIKAN Á VEFNUM Sævar Baldursson Jæja ég segi bara að það er eins gott að drengirnir verði atvinnumenn í fót- bolta! Magnús Kjartansson The calm after the storm. Morgunstund á Snæfoksstöðum. Takið eftir músasporunum, Hún kemur alltaf að húsinu til að leita að einhverju til að borða greyið. Spurning um kött. Logi Geirsson Ef Sigmundur fer til útlanda er allt brjálað og svo þegar hann fer ekki þá er hann fáviti. Ekki nema von að gæjinn viti ekki í hvorn skóinn hann eigi að stíga. Magni Freyr Guðmundsson Alltaf jafn hressandi að vera staddur í kælinum í Bónus og heyra kallað með háværri hneykslunar-rödd fyrir aftan sig: „Pabbi, ertu þetta strákatyppi eða matur?!?“ „Uuh, Hrafnhildur, þetta eru kjúklingaleggir.“ „Nei, þetta er ekki einu sinni líkt kjúklingaleggjum og þetta er líka andlitslitað eins og stráka- typpi!“ #vikurfrettir FIMMTUDAGINN 15. JANÚAR • 2. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR VILT ÞÚ SPENNANDI OG LÍFLEGT STARF Í FERÐAÞJÓNUSTU? Bílaleiga AVIS og Budget er ein stærsta bílaleiga í heimi og starfar í 180 löndum með yfir 5.000 leigustöðvar. Á Íslandi er AVIS og Budget ört vaxandi fyrirtæki með leigustöðvar um allt land og geta viðskiptavinir AVIS og Budget leigt bíla við öll tækifæri. Hjá AVIS og Budget starfar öflugur og reyndur hópur fólks sem vinnur ávallt með þjónustu og áreiðanleika að leiðarljósi. Leitast er við að skapa starfsfólki gott starfsumhverfi og aðstöðu en ánægja starfsfólks og viðskiptavina er lykilatriði í velgengni AVIS og Budget. Umsóknarfrestur er til 26. janúar 2015 Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um ofangreind störf á heimasíðu Avis, www.avis.is Sölufulltrúar – Sumarstarf Starfið felur í sér afgreiðslu á bílaleigubílum. Unnið er samkv. 2-2-3 vaktakerfi á dag-, kvöld- og næturvöktum. Almennar hæfniskröfur: • Bílpróf er skilyrði • Tungumálakunnátta er skilyrði (helst 2 tungumál) • Tölvuþekking • Lipurð í mannlegum samskiptum, ásamt framúrskarandi þjónustulund og söludrifni • Hreint sakavottorð • Jákvæðni, frumkvæði og dugnaður • Snyrtimennska • 20 ára lágmarksaldur Helstu verkefni: • Afhending og móttaka bílaleigubíla • Gerð leigusamninga • Samskipti við erlenda og innlenda viðskiptavini • Sala til erlendra og innlendra viðskiptavina Þrif á bílum – Sumarstarf Starfið felur í sér þrif á bílaleigubílum. Unnið er samkv. 2-2-3 vaktakerfi á dag-, kvöld- og næturvöktum. Almennar hæfniskröfur: • Bílpróf er skilyrði • Lipurð í mannlegum samskiptum, ásamt framúrskarandi þjónustulund • Hreint sakavottorð • Enskukunnátta • Jákvæðni, frumkvæði og dugnaður • Snyrtimennska • 20 ára lágmarksaldur Helstu verkefni: • Þrif á bílum – að innan og utan • Yfirferð á ástandi bíls • Akstur Starf á verkstæði - Framtíðarstarf Starfið felur í sér almenna vinnu á dekkja- og smurverkstæði. Almennar hæfniskröfur: • Bílpróf er skilyrði • Meirapróf er kostur • Lipurð í mannlegum samskiptum, ásamt framúrskarandi þjónustulund • Hreint sakavottorð • Enskukunnátta • Jákvæðni, frumkvæði og dugnaður • Snyrtimennska • 25 ára lágmarksaldur Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ ætla að freista þess að styrkja stöðu Víkingaheima enn frekar með því að leita eftir áhugasömum og fjársterkum samstarfsaðilum um rekstur Víkinga- heima. Helsta aðdráttarafl hússins sé víkingaskipið Íslendingur sem Gunnar Marel Eggertsson og áhöfn hans sigldi yfir hafið til Ameríku árið 2000 til að minnast landafundanna. Uppgangur sé í starfsemi Víkingaheima, gestum fjölgar jafnt og þétt og þeir gefa bæði sýningum og starfsfólki góða einkunn í könnun sem gerð var á safninu. Þá voru þátttakendur einnig beðnir um að gefa ýmsum þáttum er varða Víkingaheima einkunn á bilinu 1-10. Ekki þarf að koma á óvart að bæði á meðal erlendra og innlendra ferðamanna fékk víkingaskipið Íslendingur hæstu einkunnina eða 9,6 -9,7 og fast á hæla þess kom þjónusta starfsfólks með einkunnina 9,5 sem er afar ánægjulegt. Árið 2011 voru gestir Víkingaheima um 8.500 en gestafjöldinn var kominn í 23.000 í fyrra og af þeim voru 16.000 gestir erlendir eða tæp 70%. ■■ Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ: Leita samstarfsaðila um Víkingaheima

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.