Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.10.2016, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 27.10.2016, Blaðsíða 24
24 Einhver líkti krónunni okkar ein- hverju sinni við korktappa í ólgu- sjó fjármálaumhverfisins og stóru gjaldmiðlunum við stórskip með siglingarhæfni til að mæta mis- munandi veðrum. Á Íslandi upp- lifum við núna ágæta tíma með þokkalegum kaupmætti og lágri verðbólgu. En ef við lítum út fyrir túnfótinn sjáum við að krónan hefur risið óþægilega mikið gagn- vart erlendum gjaldmiðlum og það veldur útflutnings atvinnu- greinunum vanda eins og stað- fest var í fréttum fyrir nokkrum dögum. Framkvæmdastjóri há- tæknifyrirtækisins Nox Medical lýsti því að fyrirtækið glímdi við 20% verðbólgu vegna stöðu krón- unnar gagnvart erlendum gjald- miðlum. Keppinautar fyrirtækis- ins í öðrum löndum búa við allt annað og betra rekstrarumhverfi. Ísland er ekki samkeppnishæft vegna þess hvað krónan sveiflast. Lækkum greiðslubyrði um tugi þúsunda Sveiflurnar tengjast líka fjár- málum einstaklinga og birtast í vaxtaokrinu. Verðtryggingin er séríslenskt fyrirbæri. Saman- burður við önnur lönd verður að miðast við óverðtryggð lán. Fyrir skömmu skrifaði ungur Íslend- ingur grein um breytta stöðu sína eftir að hafa flutt til Svíþjóðar. Húsnæðislánið sitt fékk hann í venjulegum banka á 2% vöxtum án verðtryggingar. Sá sem tekur óverðtryggt lán á Íslandi greiðir næstum fjórfalda þá vexti. Ég tek dæmi af íslenskum banka sem býður óverðtryggt húsnæðislán með 7,3% vöxtum. Sá sem tæki 20 milljóna lán á þeim kjörum til 25 ára með jöfnum mánaðar- greiðslum væri að greiða 145 þúsund krónur á mánuði. Á sama tíma væri skuldarinn í Svíþjóð að greiða 85 þúsund. Munurinn er 60 þúsund! Miðað við lægra skattþrep á Íslandi þyrfti launa- tekjur upp á 90 þúsund til að fjár- magna þennan mun. Þetta er eitt- hvað sem alla munar um. Myntráð virkar Viðreisn vill festa krónuna við annan gjaldmiðil til að hún hætti að sveiflast eins og korktappi. Það fyrirkomulag byggir á til- lögu Seðlabankans um Myntráð sem hann telur að virki til að ná stöðugleika og í beinu fram- haldi lægri vöxtum. Núverandi stjórnarflokkar hafa ekki sýnt áhuga á að fara þessa leið og bæta kjör almennings og fyrirtækja í landinu. Það hlýtur því að vera öllum fyrir bestu að þeir fái frí. Viðreisn er X-C. Á hverjum einasta degi stöndum við frammi fyrir vali og ákvörð- unum sem uppfylla ekki alltaf öll okkar viðmið. Við verðum að gera málamiðlanir og hlusta á rök með eða á móti svo við getum skapað sátt og náð fram skynsam- legustu niðurstöðunni fyrir flesta. Slíkar niðurstöður verða oftast bestar og leiða til framþróunar og breytinga. Undanfarin ár hafa verið lær- dómsrík fyrir okkur sem þjóð. Við höfum haft vinstri stjórn, og í kjölfarið hreina hægri stjórn. Hvorugri uppstillingunni hefur tekist að ná því fram sem við mörg höfðum óskað eftir. Sátt í samfélaginu um stóru málin sem við teljum svo mikilvæg fyrir land og þjóð. Það er í þessu andrými sem stjórnmálasamtökin Við- reisn verða til. Umburðarlyndur og frjálslyndur flokkur, sem vill taka upplýsta afstöðu til mála á grunni almenningshagsmuna, frekar en sérhagsmuna. Viðreisn hefur í stefnuskrá sinni sett fram sýn sína og tillögur til lausnar á þeim málum sem flokkurinn telur mikilvægt að sátt náist um. Hér er ekki verið að tala um bylt- ingu í viðkomandi málaflokkum heldur breytingar sem miða að sanngjarnri, upplýstri niðurstöðu öllum til heilla. Fastgengisstefna (myntráð) og lægri vextir Öll þekkjum við umræðuna um íslensku krónuna, verðbólguna og verðtrygginguna. Afborganir, vextir og verðbætur. Krónan hefur reynst launafólki erfið og óstöðug, en alltaf er hægt að treysta á að afborganir af lánum hækki. Viðreisn vill stöðugleika, ekki í stuttan tíma í einu heldur til framtíðar. Þess vegna hefur Við- reisn sett á oddinn tillögu sína um fastgengisstefnu þar sem ís- lenska krónan er tengd við annað hvort körfu gjaldmiðla eða ein- staka mynt. Næðu menn saman um slíka breytingu gerðist þrennt; Vextir myndu lækka, verðtrygg- ing yrði óþörf, og hvert heimili fengi kærkomna kjarabót í formi tugþúsunda króna til eigin nota. Sanngjarnt auðlindagjald Í áratugi hefur verið deilt um réttláta skiptingu arðsins af sam- eiginlegum auðlindum okkar og hvernig það yrði best gert án þess að tefla í hættu því góða starfi sem gert hefur íslenskan sjávar- útveg svo samkeppnishæfan sem orðið er. Viðreisn hefur lagt til útfærða uppboðsleið, þar sem lagt er til að ákveðið magn, 3-8% kvótans, verði boðið upp ár hvert. Þannig myndi markaðurinn í raun ákveða afgjaldið í takt við afkomu greinarinnar hverju sinni og almenningur fá rétt gjald fyrir auðlindina sína. Viðreisn þýðir breyting til bóta fyrir almenning Þetta eru nokkur þeirra mála sem eru orsök þess að við undirrituð með mismunandi bakgrunn og áherslur að öðru leyti, höfum gengið til liðs við Viðreisn. Mis- munandi bakgrunnur, reynsla og áherslur hafa kennt okkur að velferð þeirra sem í kringum okkur eru snýst ekki um hvort lífið sé svart eða hvítt, hægri eða vinstri. Velferð okkar allra hlýtur að snúast um að þær ákvarðanir sem við tökum séu upplýstar og til þess fallnar að sátt verði um. Breytingar til góðs. Þannig viljum við vinna og þess vegna erum við hluti þeirra fjölmörgu sem gengið hafa til liðs við Viðreisn og bjóðum okkur fram undir þeirra merkjum. Við vonum að þú kjósandi góður sért sama sinnis og tilbúinn að kjósa okkur og treysta til að koma á þeim breyt- ingum sem við teljum svo nauð- synlegar í þágu almennings. Kjósum X-C fyrir fólk eins og mig og þig! Á laugardag kjósa Íslendingar þá stjórnmálaflokka sem þeir telja líklegasta til að geta leitt þjóðina; efnahagslega, félags- lega og siðferðislega. Ég er þátt- takandi í kosningabaráttunni og eru það fyrstu raunverulegu afskipti mín af pólitísku starfi. Mikill fjöldi framboða er merki um óánægju með þá flokka sem lengst hafa farið með völd í landinu. Óánægju með frammistöðu þeirra, gildismat og hegðun fulltrúa þeirra. Skoðanakannanir sýna að kjós- endur eru bæði dreifðir á mörg framboð og hátt hlutfall þeirra eru óákveðnir. Fulltrúar allra flokka hafa í fjölmiðlum kynnt stefnu þeirra. Nokkuð ber á að frambjóðendum reynist erfitt að halda aftur af loforðaf- laumnum enda veruleg þörf fyrir úrbætur á fjölmörgum sviðum. Þessa síðustu daga hafa bæði frambjóðendur og ákaf ir stuðningsmenn nokkurra stjórnmálaflokka boðið upp á þann leik í hefðbundnum fjöl- miðlum, í netfjölmiðlum og á samfélagsmiðlum að bera fram hræðsluáróður. Hann felst í því að gera lítið úr getu einstakra frambjóðenda, kasta fram mýtum um eðli stjórnmála- flokka, jafnvel gera nöfn og útlit sumra frambjóðenda að aðhlátursefni. Með þessu haga flokkarnir og stuðningsmenn þeirra sér eins og bullurnar á skólalóðum fortíðarinnar. Í leik þessum gleymist að Al- þingi nýtur mjög lítillar virð- ingar hjá almenningi einmitt vegna þess hve barnalega barist er á banaspjótum í ræðustól þingsins. Telji vonbiðlar þing- sæta, bakhjarlar og stuðnings- menn þeirra að hræðsluvíg kosningabaráttunnar vinni þá virðingu aftur, sem Alþingi er nauðsynleg, skjátlast þeim hrapallega. Kjósendur eru hvorki auðblekkt hjörð né auð- veldlega hræddir til hlýðni. Í mínum augum snúast Al- þingiskosningarnar 2016 um framtíðina, að skilja þá eftir í fortíðinni sem ýmist ekki sjá þörfina fyrir breytingar á mörgum grunnþáttum sam- félagsins eða hafa hagsmuni af óbreyttu ástandi. Ég hvet kjós- endur til að nýta sér kosninga- rétt sinn og veita þeim fram- boðum sem boða breytingar atkvæði sitt. Kjósa þá sem trúverðugir eru um þá grund- vallarhugsun að láta almanna- hagsmuni framtíðar ganga framar sérhagsmunapólitík fortíðar. Krónan er eins og korktappi Stöðugleiki skilar tugþúsunda kjarabót fyrir almenning Viljum við stöðnun eða viljum við breytingu? Víg, virðing, von og Viðreisn Ingunn Guð- mundsdóttir viðskipta- fræðingur, skipar þriðja sæti fyrir Við- reisn í Suður- kjördæmi skrifar. Arnar Páll Guðmunds- son, Guð- björg Ingi- mundar- dóttir og Þór- unn Bene- diktsdóttir frambjóð- endur á lista Viðreisnar í Suðurkjör- dæmi skrifa Jóhannes A. Kristbjörns- son, 2. sæti á lista Við- reisnar Myndin sýnir hvernig vaxtakjör húsnæðislána eru í nokkrum löndum. Húsnæ ðismarkaður inn í Suðurkjördæmi er eins og víð- ast annars staðar hræðilegur. Fasteignafélög hafa sprottið upp og í eign fjárfesta sem lík- ast til áttu þátt í bankahruninu sem varð hér um árið. Þessir sömu aðilar virðast geta keypt upp endalausar eignir af íbú- ðalánasjóði eða bönkum sem hafa leyst til sín eignirnar fyrir slikk. Þessi leigufélög hækka svo stórum leiguverðið og halda verðinu uppi á meðan bankarnir t.d. vilja ekki leigja sitt húsnæði og þannig halda þeir við skorti á markaðinum sem veldur síhækkandi leigu- verði sem almenningur hefur ekki ráð á að greiða ef yfirhöfuð eitthvað húsnæði er laust. Hvað gera stjórnvöld? Ekkert. Þeir koma fram með loforð um eitt- hvað sem á að gerast einhvern tímann, gerist á einhverjum árum og á meðan er fólk hús- næðislaust. Börn verða að flytja búferlum oft á skólagöngu sinni, þurfa að fara í nýja skóla, kynn- ast nýju fólki og eignast nýja vini. Allar þessar breytingar á högum barna valda þeim kvíða og öðrum erfiðleikum og heil- brigðisþjónusta eins og geð- læknaþjónusta eða sálfræði- þjónusta tekur marga mánuði, biðlistar langir. Sveitarfélögum ber skylda til, samkvæmt lögum, að sjá fólki, sem hefur lágar tekjur eða líf- eyri sem dugir ekki fyrir al- mennu húsnæði, fyrir félags- legu húsnæði. Sveitarfélögin brjóta þessi lög daglega, útvega ekki því fólki sem þarf slíkt húsnæði, losnar ekki nema að fólk andist og losar þannig hús- næði. Hvað þarf til að sveitar- félög standi við lögbundnar skyldur sínar? Fólk ætti að geta lögsótt sveitarfélögin fyrir að standa ekki sína plikt. Á Suðurnesjum hafa 930 eignir verið teknar af fólki eftir hrun og virðist ekki lát á því. Þessar eignir eru svo seldar fjárfestum fyrir brot af markaðsvirði eign- anna. Dögun er umbótasinnaður flokkur sem vill koma á kerfis- breytingu, f lokkur sem er lausnamiðaður. Dögun vill koma á Samfélagsbanka sem er viðskiptabanki að t.d. þýskri fyrirmynd en í Þýskalandi eru slíkir bankar, Sparkessen, með 40% af markaðnum. Þessir bankar eru viðskiptabankar sem standa ekki í áhættufjár- festingum, bankar sem lána fólki, litlum og meðalstórum fyrirtækjum fé á hóflegum vöxtum. Ef Samfélagsbank- inn er með hagnað þá rennur hagnaðurinn til samfélagslegra verkefna en ekki í vasa áhættu- fjárfesta. Dögun vill eitt almannatrygg- ingakerfi þar sem lífeyrissjóð- irnir eru sameinaðir. Það sem sparast við sameinað lífeyris- kerfi getur dugað t.d. til þess að bjóða gjaldfría heilbrigðis- þjónustu. Við erum ca. 340 þús. manna þjóðfélag sem væri hægt að koma fyrir í tveimur götum í New York og við erum með 26 lífeyrissjóði ... HALLÓ ! Flottræfilsháttur og sérhags- munapot. Dögun vill afnema verðtrygg- ingu og gera fólki raunveru- lega mögulegt að búa sér sitt hreiður, hvort heldur séreign eða í gegnum leiguréttarfélög þ.e. húsnæðissamvinnufélög sem eru ekki hagnaðardrifin og fólk getur leigt til lengri tíma á hóflegri leigu. Stöndum í alvöru með fólkinu í landinu en ekki taka stöðu með fjármálakerfinu sem gamblar með peningana. Þú hefur það í hendi þinni að gera breytingar með okkur á laugardaginn. Taktu skrefið með okkur, settu X við T. Að búa sér hreiður! Ragnhildur L. Guð- mundsdóttir 2. sæti Dögun í Suðurkjör- dæmi skrifar. ALÞINGISKOSNINGAR 2016 TÖLVUNNI SNJALLSÍMANUM VF.IS Í NÝJUM FÖTUM FYLGSTU MEÐ Í... SPJALDTÖLVUNNI

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.