Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.02.2006, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.02.2006, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 2006 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Febrúar Febrúar vai' mjög hlýr á öllu landinu og var þetta fjórði hlýjasti febrúarmánuður frá upphafi mælinga í Reykjavík, talsvert hlýrra var bæði 1932 og 1965, lítillega hlýrra varð 1964 og ámóta hlýtt var í febrúar 1929. Á Hveravöllum hefur meðalhiti ekki mælst hærri í febrúar (ekki var byrjað að mæla í febrúar 1965). Úrkomusamt var um landið sunnanvert og aðeins var alhvítt í þrjá daga á Akureyri í mánuðinum, líkt og árið 2005. Um miðjan mánuðinn gerði skamma norðan stórhríð, en hlýindi síðasta þriðjung mánaðarins ollu því að gróður fór víða af stað, bæði gras og tré. Mánuðurinn hófst, eins og janúar endaði, á því að lægðir komu inn á Grænlandshaf og ýmist grynntust þar eða fóru norðaustur Grænlandssund. Þ. 1. og 2. var lægð suðvestur af Reykjanesi. Þá var suðaustan- og sunnanátt hér á landi, með rigningu og súld um sunnan- og vestanvert landið, en skýjað með köflum, hlýtt og þurrt norðaustantil. Að kvöldi þ. 2. komu kuldaskil inn á Suðvesturland og fóru í norðausturátt. Það kólnaði til muna og þ. 3. voru skúrir eða él vestanlands en léttskýjað austantil. Aðfaranótt þ. 4. var aftur komin lægð á Grænlandshaf og urn hádegi var kornin hlý suðaustanátt með rigningu og súld, en þurrt var að mestu norðaustanlands fram til kvölds. Þ. 5. var smálægð yfir Vestfjörðum og fór hún í austur og dýpkaði um kvöldið fyrir austan land. Vindur snerist í norðlæga átt með rigningu, en slydduéljum við norðurströndina um kvöldið. Það kólnaði og frysti unt mestallt land um nóttina. Þ. 6. var hæg norðlæg eða breytileg átt á landinu, slydda á Suðausturlandi, stöku él norðaustanlands en annars þurrt. Að morgni þ. 7. snjóaði um allt vestan- og suðvestanvert landið þegar smálægð fór yfir þar yfir, en síðdegis var kornin norðanátt með éljum eða snjókomu um norðanvert landið og sunnanlands létti til. Þ. 8. var hæð yfir landinu, úrkomulaust með öllu og var þetta kaldasti dagur mánaðarins. Lægst mældist hitinn á Brúarjökli, -25,8 stig. Þ. 9. hlýnaði með suðaustanátt, þegar lægð kom inn á Grænlandshaf. Fyrst snjóaði sunnan- og vestanlands, en urn hádegi var úrkoman orðin að rigningu með suðurströndinni. Um kvöldið var úrkomulítið og frostlaust á öllu landinu. Þ. 10. kom kröpp lægð upp að Vesturlandi og hreyfðist hún í norðurátt. Allhvöss eða hvöss suðaustanátt og rigning var sunnan- og vestanlands, en hægari og þurrt á Norðausturlandi. Um kvöldið snerist vindur í hvassa suðvestanátt með skúrurn vestanlands. Þ. 11. lægði smárn saman. Stöku él voru vestanlands en hæð yfir Austurlandi og léttskýjað veður. Þ. 12. var víðáttumikii lægð langt suðvestur í hafi. Hér á landi var allhvöss og hvöss austanátt og rigning um sunnanvert landið, en snjókoma og síðar rigning norðantil. Þ. 13. dró verulega úr vindi en áfrarn var vætusamt uni allt land. Þ. 14. var norðaustan stinningskaldi um vestanvert landið með snjókontu á Vestfjörðum, austan kaldi og rigning með suðurströndinni, en hæg breytileg átt austanlands og lengst af léttskýjað. Þ. 15. var ört vaxandi lægð skammt út af Norðausturlandi. Það hvessti um allt land, með snjókomu og skafrenningi norðanlands, en sunnanlands var léttskýjað. Þ. 16. var áfram norðanátt og snjókoma eða él, en þurrt á Suðausturlandi. Varð þetta hvassasti dagur mánaðarins með 30,9 m/s á Bláfeldi og í Æðey. Þ. 17. dró verulega úr vindhraða og úrkomu og það hlýnaði lítið eitt. Þ. 18. og 19. voru lægðir langt fyrir sunnan land og hæð fyrir norðan og austan. Þá var hæg austlæg eða breytileg átt á landinu, dálítil rigning eða skúrir sunnan- og vestantil en þoka eða hrímþoka með austur- og norðurströndinni. Að kvöldi þ. 20. hlýnaði með allhvassri suðaustanátt og rigningu, fyrst vestanlands, en einnig austanlands þ. 21. Varð sá dagur hlýjasti dagur mánaðarins, en hæst komst hitinn á Seyðisfirði í 16,2 stig að kvöldi þ. 21. Enn ein lægðkom inn áGrænlandshafþ. 22. meðhvassri suðlægri átt og rigningu eðaþokusúld um vestanvert landið en þurrt var austanlands. Þ. 23. voru dálítil skil yfir landinu frá suðvestri til norðausturs. Norðvestanlands var þurrt og svalt, en hlýtt og vætusamt suðaustanlands. Dagana 24. til og með 27. var hæð yfir eða við norðanvert landið og þurrt norðanlands, en austlæg átt með suðurströndinni og dálítil rigning eða skúrir af og til. Síðasta dag mánaðarins var norðan kaldi eða stinningskaldi og léttskýjað, en éljaloft á Norðausturlandi. Loftvægi var 10,4 hPa yfir meðallagi áranna 1971 -2000, frá 10,0 hPa yfir á Ak, Dt og Kbkl, að 10,9 hPa yfir í Bol. Hæst stóð loftvog á Skjl og Dt þ. 24. kl. 21, 1050,0 hPa, og lægst var hún á Dt þ. 16. kl. 6 og áKll þ. 16. kl. 5, 968,0 hPa. Vindáttir: Norðanátt var tíðari en í meðallagi áranna 1971-1980 og einnig sunnanátt. Austanátt var fátíðari en að meðallagi og eins logn, en aðrar áttir nærri meðallagi. (9)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.