Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.04.2006, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.04.2006, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 2006 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Apríl Tíðarfar í apnl var nærri meðallagi á landinu, en þótti heldur kalt og rysjótt miðað við fimm næstu aprílmánuði á undan, sem allir voru mcð hlýjasta móti. Snjór var talsverður sums staðar norðanlands framan af mánuðinum en sólríkt suðvestanlands. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 220 og er það 80 stundum umfram meðallag. Ekki hefur oft verið sólríkara í Reykjavík í apríl, en þó var sólríkara í apríl árið 2000 og ámóta margar sólskinsstundir og nú mældust bæði 1999 og 2001.1 lok mánaðarins voru tún lítið farin að grænka vegna rysjótts tíðarfars. Þ. 1. og 2. var hæð yfir Grænlandssundi og lægð langt suður og suðaustur af landinu. Hér á landi var norðlæg átt, yfirleitt gola eða kaldi og dálítil él eða snjókoma norðan- og austantil á landinu, en annars léttskýjað. Var 1. kaldasti dagur mánaðarins í heild, en lægsti hiti mánaðarins mældist á veðurstöð á Brúarjökli, -20,4 stig aðfaranótt þ. 3., nóttina áður fór hiti niður í -17,8 stig á Torfum í Eyjafirði. Þ. 3. færðist hæðin suður fyrir land og smálægð myndaðist við Vestfirði. Vindur var vestlægur með snjókomu og síðar éljum vestanlands, en þurrt og bjart var austanlands. Þ. 4. dýpkaði lægðin við Vestfirði allhratt og það hvessti með rigningu um vestanvert landið, og einnig um austanvert landið um nóttina. Þ. 5 snerist vindur í allhvassa norðvestanátt og sumstaðar storm, það kólnaði og snjóaði norðanlands, en sunnantil féllu stöku él. Mesti vindhraði mánaðarins mældist á Stórhöfða aðfaranótt þ. 6. 34,0 m/s. Þ. 6. og 7. var lægð fyrir austan land. Veður gekk niður á Vestfjörðum en annars var áfram hvöss norðanátt og él, snjókoma eða skafrenningur. Þ. 8. lægði smám saman um allt land og stytti upp að mestu. Síðdegis þ. 9. hlýnaði og hvessti af suðvestri þegar lægð kom inn á Grænlandshaf. Um kvöldið og nóttina var sunnan stinningskaldi eða allhvasst með rigningu, en undir morgun þ. 10. snerist vindur í allhvassa suðvestanátt með skúrum og austanlands létti til eftir hádegi. Þ. 11. fór kröpp lægð austur yfir landið frá Vestfjörðum og var komin út af Langanesi um kvöldið. Það kólnaði með allhvassri norðlægri átt og éljum, en suðaustanlands var léttskýjað. Þ. 12. og 13. voru lægðir suður og austur af landinu. Vindur var yfirleitt norðanstæður og él norðan- og austanlands, en annars bjartviðri. Þ. 14. fór lægð norður Grænlandshaf. Það hvessti og hlýnaði með austlægri átt og slyddu, fyrst suðvestanlands, en um kvöldið snerist vindur í suðvestan kalda með skúrum suðvestantil, en norðanlands snjóaði. Þ. 15. var smálægð suðvestur af landinu og vaxandi lægð skammt út af Norðausturlandi. Vindur var breytilegur og víða él, en um kvöldið var komin allhvöss norðanátt. Næstu tvo daga var norðanátt, allhvöss á köflum og snjókoma eða él, en þurrt og bjart suðvestantil. Þ. 18. til 20. var hægur vindur á landinu, en víða dálítil él, snjókoma eða skúrir og það hlýnaði smám saman. Þ. 21. var lægð vestur af landinu á norðausturleið. Fyrst hvessti af suðri með rigningu um allt land, en síðan snerist vindur í allhvassa eða hvassa suðvestanátt með skúrum. Um kvöldið lægði verulega. Þ. 22. voru lægðir fyrir austan landið. Um mestallt land var hvöss, norðlæg átt með éljum, en hægari og léttskýjað suðaustanlands. Þ. 23. kom alldjúp lægð inn á Grænlandshaf. Fyrst var allhvöss sunnanátt og rigning um allt land, en þegar skil lægðarinnar fóru yfir landið snerist vindur í hvassa suðvestanátt með éljum og norðaustanlands létti til. Þ. 24. var lægðardrag út af Suðvesturlandi og því fylgdi suðlæg eða breytileg gola og kaldi. Stöku skúrir eða él voru sunnanlands, en annars var þurrt. Þ. 25. fór lægðardragið austur með suðurströndinni. Vindur snerist í norðvestan stinningsgolu með stöku éljum og vart varð við þrumur á Suðausturlandi. Dagana 26. til og með 28. var hæð langt suður í haft, en hér á landi var aðgerðalítil vestlæg átt, milt og yfirleitt þurrt, en dálítil þokumóða með suðvesturströndinni. Var 28. hlýjasti dagur mánaðarins að tiltölu. Hæsti hiti í mánuðinum mældist á sjálfvirku stöðinni á Kollaleiru í Reyðarfirði, 19,7 stig þ. 28. Sama dag mældust 18,9 stig á mönnuðu stöðinni á sarna stað. Þ. 29. fóru kuldaskil yfir landið frá vestri til austurs með sunnan stinningskalda og rigningu, en þegar skilin voru farin hjá þ. 30. var hægari vestlæg eða breytileg átt og stöku skúrir um vestanvert landið og úrkomulítið austanlands. Loftvægi var 10,0 hPa undir meðallagi áranna 1971-2000, frá 8,5 hPa undir í Kvk, að 11,7 hPa undir á Dt. Hæst stóð loftvog í Vm þ. 28. kl 3, 1028,9 hPa, og lægst var hún í Vm þ. 24. kl. 21, 972,7 hPa. Vindáttir: Norðan-og norðvestanátt var algengari en í meðallagi áranna 1971-1980 en austanátt var fátíðari en í meðallagi og logn var einnig fátíðara. (25)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.