Dagsbrún - 01.09.1895, Qupperneq 2
— 130 —
umliðinná tíma, en aðrar nýrri, fegurri og bjartari hugmyndir konm
í þeirra stað. Þá hijóta gömlu kyrkjufélögin að taka sig upp og
flytja á jpennan nýja grundvöll, eða að öðrum kosti, að hrynja alger-
lega um koll og verða minnisvarðar lijátrúar og vanþekkingar. Það
er enginn efl á því, að kyrkjufélögin taka framförum með tímanum,
en'nú sem sténdur er mest veinað yflr efanum í trúmálum, yflr þvi,
að gamla barnatrúin sé að deyja út, yflr þessari vantrú, sem alt ætl-
ar að gleypa.
Nú skulum vér hugleiða þetta, sem efað er, og sjá hvað það er,
sjá hverju menn eru að kasta, sjá hvað eftir verði til þess að byggja
á sannari trú og fyllri framtíðarvonir. En til þess að skilja í því
þurfum vér að líta aftur um 3. eða 4. hundraö ára tíma, og sjá á-
stand heimsins eins og það var þá og hver stig þau hafa verið, scm
leitt hafa til þess.
Árið sem leið var mikið talað um Columbus og timann á undan
honum; en hvað var það þá, scm menn þektu á dögum Columbusar?
Menn þektu nokkurnvegin suður og miðhlutann af Evrópu, nokk-
urn hluta af vesturparti Asíu og af norðurhluta Afríku. Það var
alt sem menn þektu af heiminum. Menn höf'ðu einhverja óijósa
hugmynd um ríki austur í álfú, en hvort það var land eða eyjar, vissu
menn ekkert um. Menn héldu þá að jörðin væri flöt skífa og lægi
sjór umhverfis hana. Þeir sem þá voru mentaðastir vissu ekki bet-
ui' 0g áttu oft marga harða rimmu út úr þessu. Þá var jörðin skoð-
uð sem miðpunktur alheimsins. Einstöku skarpvitrir menn liöfðu
ætlað, að jörðin væri lmöttótt, en kyrkjan hótaði þeim báli og biandi.
Þeir Luther og Calvin höfðu ekki hærri hugmynd um heiminn en
þetta, og trú sú er þeir boðuðu, var löguð eftir þessum heimi.
Stjörnu- og heimspekingurinn Copernicus var uppi á sama tíma, og
var hann að reyna að koma viti fyrir rnenn og segja þeim, að það
væri misskilningur, að jörðin væri miðpunktur heimsins. Ilún væii
ekki miðpunktur sólkerfisins, heldur gengi hún í kring um sólina.
En þeir vildu ekki lieyra það, og Luther kallaði Copernicus “stjörnu-
fræðisbullara.” “Þessi asni,” sagði Luther, “ætlar að umhverfa allri
stjörnufræði, en ritningin segir oss, að Jósúa liafl boðið sólinni að
standa lcyrri.” Allir foringjar siðbótarinnar tóku í sama strenginn
qo* lífðxi svo og dóu, að þeir héldu að heimurinn væri ekki stærri en
þetta. En svo sigldi Columbus yfir haflð og fann nýja álfu. Þá
sigldi og Magellan suður um suðurodda Ameríku og yflr Kyrrahafið
og svo 1° kring um hnöttinn, og fóru menn þá loks að trúa því, að
jörðin væri hnöttótt. Þá kom Galilei með stjörnukíkir sinn og sann-