Dagsbrún - 01.09.1895, Side 15

Dagsbrún - 01.09.1895, Side 15
— 143 — andi á jörðunni, liljóðandi og veinandi, og biðjandi guð á himnum, að líkna sér og frelsa sig frá þessum ósköpum, sem þeir vita að fyrir sér liggi, mæðurnar sjá þegar í anda börnin sín slitin í sundur á göddum járnherfanna, því að þarna stendur heil fylking af uxum, sem draga járnherfl, er eiga að ganga yflr fólkið, yflr mennina, yflr konurnar, yflr börnin. Ég vil ekki fara fleirum orðum um þetta, það er svo voðalegt. En guð heyrir ekki bænir þeirra, því að liann heflr innblásið Davíð, að hann skyldi fara þannig með þá, eins og liann innblés lionum orðin í 109. og 69. sálmi. Þetta er nú hinn guðdómlegi innblástur, sem klerkarnir eru að verja, sem þeir eru að innræta söfnuðum sínum. Þetta er hin fylsta hugmynd þeirra um réttlæti og kærleika ! Á þennan hátt eigurn vér að búa saman liver við a.nnan ! Þessum hugsunarhætti eru safnaðarmenn þeirra lútersku lderkanna að halda við; þeir styrkja liann með fjárframlögum, styrkja hann með því, að standa í söfnuði þeirra, styrkja hann með því, að láta þá f'ræða börnin sín upp í þessari svívirðilegu guðlöstun. ------------------ KAFLAR ÚR BRÉFUM. (Til ritstj. eða ráðsmanns Dbr.) [Vér birtum í síðasta blaði nokkra bréfkafla um álit manna víðsvegar um Dagsbkún og stefnu hennar. Það er áform vort að halda því áfram í hverju blaði, þegar eitthvað þess konar er fyrir hendi. Kaupendur gerðu oss greiða með því, að senda oss í fáum orðum álit sitt um blaðið, með þeim útásetningum, er þeim þykir við eiga. Vér birtum ekki nöfn bréfritanna.] Spanish Fork, 30. Sept. ....Marga fýsir að sjá og lesa Dagsbrún, og margir hafa látið í Ijósi að sér líkaði hún vel, og dreg ég þá ályktun af því, að kaupendur smá- f jölgi hér eins og annarstaðar.Frágangurinn á Dagsbrún líkar mér vel....Samanburðurinn á ættartölu Krists, eftir þá Matth. og Lúkas, er hreina afbragð......... West Selkirk, 10. Okt. ....Ágætlega líkar mér Dagsbrún, einkum síðan þið fóruð að gefa hana út þar efra....Skyldi ekki Garða-prestinum volgna undir uggum. ef liann les athugasemdirnar um ruglið hans í Aldamótum ?.Eða þá ættartalan ! Það er skýrt og gott dæmi upp á guðlegan innblástur og samkvæmni biblíunnar............ Oimli, Man., 12. Okt. ....Églés ekkert blað með eins mikilli ánægju og Dagsbrún... Ég skil ekki í öðru, en að húii lyfti orþódoxu-trúardulunni frá augum

x

Dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.