Dagsbrún - 01.09.1895, Side 3

Dagsbrún - 01.09.1895, Side 3
— 131 _ aði það, að í stað þess að vera miðpunktur sólkerfisins, vteri jörðin einliver minsta jarðstjarnan, er gengi | kring um sólina, og það sem meira var, að sólkerfi okkar væri eitfc af hinum ótölulega grúa sólnakería, er fylla rúmið eður geyminn. AHar þessar nýju hugmyndir voru byltingahugmyndir. Þær voru andstæðar kcnningum kyrkjunnar og ritningarinnar og þess vegna mótmæltu menn jpeim, sögðu það vera trúleysi, eyðileggjandi hina kristnu trú og sáluhjálparvon manna. Yér sjáum því, að ópið: “trúleysingi” og “guðníðingur’' er ekki nýtt, og eins hitt, að mann- kynið var fyrir hundruðum ára farið að feta uppávið, upp þennan efasemdanna stiga. Þegar nær dregur tíma vorum, sjáum vér, að jarðfræðin hefir gefið oss aðra opinberunina um Jjcssa litlu stjörnu vora. Kyrkjan og ritningin hafði kent oss, að jörðin liefði sköpuð verið fyrir 6000 árum, og að þá hefðu allar lifandi verur, að manninum meðtöldum, verið skapaðar á einum 6 dögum. En jarð- fræðin segir oss og sannar, að þetta sé bull eitt. Það séu skáldlegar hugmyndir frá bernsku mannkynsins. Jarðfræðin sannar oss það, að millíónir ára liijóta að hafa liðið, síðan Jpessi litli linöttur vor fyrst hóf göngu sína um sól, með öðrum hnöttum sólkerfisins, að lífið var á jörðunni í ótölulegum myndum, í millíónatali, áður en maðurinn kom á liana. Þá var það gamla kenningin, að maðurinn í fyrstu hafi verið skapaður fullkominn, en þó svo, að hann féll og syndgaði og síðan liaíi bölvun skaparans legið á honum. En hin nýrri vísindi segja, að í stað Jpess að vera skapaður fullkominn, hafi maðurinn allar Þessar aldir verið hægt og hægt að feta sig upp á við frá villumönn- unum, sem bjuggu i holum og hellrum og átu hver annan, alt til timburmannssonarins frá Nasaretb, sem tilbað hinn himneska föður í anda og sannleika, og dó með þá bæn á vörunum, að þessi faðir fyr- irgæfi þeim, sem kvöldu hann og deyddu. En hvemig vita vísindamennirnir alt þett ? kunna menn að spyi'ja. Þeir lesa það á klettunum, á steindum likum dýra og manna í jörðu niðri; og vér vitum, að þessir steinar geta ekki logið. En saga sú, sem þeir segja oss, er öfug við söguna um aldingarðinn Eden, og sú hin gamla sagan, með hinn fullkomna mann, er nú orð- in að þjóðsögu. En einlægt heyrist ópið: “vantrú, vantrú!” úr öllum áttum frá hinum fáfróða lýð. Afleiðingin af uppgötvunum þessum hefir nú orðið sú, að lieim- urinn er farinn að breyta skoðunum sínum nm þessa hina gömlu, einu, fullkomnu opinberun guðs,—ritninguna. Svo framarlega sem

x

Dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.