Dagsbrún - 01.09.1895, Blaðsíða 4

Dagsbrún - 01.09.1895, Blaðsíða 4
— 132 — Jpetta væri satt, sem jarðfræðin og vísindin sögðu, þá gat ritningin ómögulega öll verið sönn, hún gat ekki verið fnllkomin opinberun guðs. 0g nú eru þeir, sem sannleikans ieita, alveg liættir að öttast ópið, að þeir séu vantrúarmenn og trúníðingar. Bæði innan vc- banda kyrkjunnar, sem utan, cru menn óhræddir farnir að látasann- færing sína í Ijósi, og fyrst þá, þegar það er alment orðið, getamenn verið í'ullvissir um framhaldandi þroskun mannkynsins. En það er og annað, sem nú á seinni tímum heflr lircyft hugi manna. En það er það, að menn eru'farnir að taka'eftir öðrum trú- brögðum eldri en kristni, og bera þau saman'við kristnina, og sji menn þá, að hvergi í heiminum hefir guð látið sig án vitnisburðar. 0g þegar vór rekjum'uppruna og eðli þessara ti’úbragða, þá sjium vór, að það er ekki í Gyðingalandi einu, heldur alstaðar í heiminum sem trúbrögðin hafa þroskast, eins og mannkynið; en alt þetta teija trúmennirnir trúarvillu og vantrú. En þetta hlaut að vera þannig eftir því sem mentunin óx. Og það sýnir e k k i, að mennirnir séu að falla í vantrú, heldur hitt, að þeir eru að vcrða v itrar i. Menn eru farnir að vita meira en þeir vissu áður. Þeir voru lengi börn að andlegum þroska, en nú eru þeir að vaxa frá því. Þeir eru farnir að læra að lesa betur það, sem guð sjálfur hefir skrifað á klettana og allstaðar í bók náttúrunnai’. Afleiðing þessarar þekkingar er sú, að ýrnsar gamlar hugmynd- ir hafa gengið í gröf sína. Iiugmyndin um að jörðin væri flöt, er nú dysjuð fyrir löngu, en í þess stað hafa menn íengið, ekki ein- tóma hugmynd, lieldur vitneskju um meiri og fegurri og tígulegri lieim, og liöfum vér vissulega enga ástæðu til þess, að harma yfir þvi. Allur þorri liinna svokölluðu visindamanna og heilir hópar af lærðum og leikum, eru nú búnir að grafa biblíuna sem guðdómlega innblásna bók, menn geta ekki viðurkent hana sem aigilda reglu fyrir siðgæði manna; en í stað liennar höfum vér fengið liina miklu bólc náttúrunnar, með miklu dásamlegri opinberun, og með hinni vaxandi þekkingn og skynsemi manna, getum vér æ betur og betur þýtt og lesið þessa opinberun. Þessi hin nýja biblia er ritning, sem þroskast, sem heflr verið að þroskast síðan jörðin fyrst fór að skap- ast, og mun halda áfram að þroskast eftir því, sem ár og aldir líða og eínlægt lærum vér betur og betur að lesa þessa undariegu bók. Vér höfum gömlu biblíuna enn, en að eins sem bókmentasögu og þroskunarsögu Gyðinga og trúar þeirra; í henni lesum vér háfleyg orð spámanna þeirra og lífssögu manns þess, sem verða mun fyrir- mynd heimsins um aldur og æfl.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.