Dagsbrún - 01.09.1895, Page 6

Dagsbrún - 01.09.1895, Page 6
— 134 — af ókleifum mótsögnum og ómöguleikum. Vér trúum ekki að hann hafi tekið á sig syndabyrði aili'a manna til þess að bera Jpœr upp á krossinn og kvitta fyrir þær. En aftur höfum vér i Jesú Kristi fundið bróður, og vin, mann, sem reyndar var ekki fullkominn, ekki svo að ómögulegt sé að setja út á kenningar hans og líf, en þó mann, sem var svo langt á undaif tíma sínam, á undan okkar tíma, að hann getur verið ossJiuggari, fræðari, vinur, fyrirmynd og leið- togi. Hann hefir sýnt oss með dæmi sínu, hvað hátt góður maður getur komist, hann hefir sýnt os3, að maðurinn getur tilbeðið guð í anda og sannleika og lifað samkvæmt Jpví, svo að menn geta sagt eins og Kristur: “Ég og faðirinn erum eitt.” Vér höfum því ekki forkastað Kristi,;heldur höfum vér fært hann niður af stalli þeim, sem skurðgoðadýrkendur hafa sett hann á, og búið honum bústað í hjörtum vorum, sem einum af hinum mörgu píslarvottum sannleik- ans. Þegar vér lítum yfir þetta, þá sjáum vér hvergi ástæðu til þess, að syrgja það, er vér höfum felt í burtu, heldur miklu fremur að gleðjast. Vonin um hina góðu komandi tíma er nú svo rík í hjört- um vorum, að vér sjáum, að vér erum rétt að byrja lífið ; það blasir móti oss með öilum sínum óendanlegu möguleikum. Alt fyrir þetta megum vér þó ekki láta augun aftur svo að vér sjáum ekki það sem er. Vér köllum oss mentaða, en alt í kring um oss eru þó menn og konur, scm eru lítið æðri en dýrin. í þessari stöðugu framsóknarbaráttu heimsins, baráttu mannkynsins að kom- ast á æðra andlegt stig, hafa gáfurnar, heilinn, hæfileikatnir tekið miklum þroska. En gáfur einar bcra ekki vott um, að maðurinn standi á háu andlegu stigi. Vér getum liugsað oss mann með mikl- um hæfileikum, kænan og djarfan, en ef að liann þá um leið er dýrs- legur, munaðargjarn, lostafullur, eigingjarn svo að hann elskar sjálf- an sig meira en nokkuð annað, þá er hann í rauninni ekkert annað en stórt dýr, skaðlegt og hættulegt. Ef að vitinu eður gáfunum ekki fyigir kærleiki til mannanna, til hins fagra og góða, þá getur það ckki lyft manninum upp á æðra andlegt stig, það getur að eins gert hann að stóru hættulegu dýri, en ekki meira. Þessi þroskun lieilans, sem stundum er svo vanbrúkuð, er þó í rauninni hið fyrsta stig til mentunar mannsins. Hið annað stig til þess að menta hann, er það, að finna í hjarta sínu hreina sjálfselsku- lausa ást til annara manna, ást sem komi í ijós í því, að auðsýna öllum réttlæti og sanngirni. Þessi ást þarf að ná út fyrir familíuna, út fyrir vinahópinn, út fyrir þorp það eða borg eða iand, sem menri

x

Dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.