Dagsbrún - 01.09.1895, Síða 10
— 138
Það lærdómsrika í ]pessu er það, að guðsmyndin heflr verið að
þroskast, hún lieflr verið ófullkomnari á dögum gömlu Gyðinganna,
en hún er orðin Jpegar ú dögum Jóhannesar, og enn er hún orðin
fullkomnari á vorum eigin dögum, ]pví að nú eru prestar fallnir frá
þessari líkamlegu hugmynd, en til ]pess að revna að hanga á ritn-
ingunni og verja bókstaflegt gildi hennar, segja ]peir, að, þessi nöfn
á vissum líkamspörtum guðs séu “symbolisk,” og eigi að tákna eig-
inleika lians ; en þeir gæta ]pá eigi þess, að með því að segja Jpetta
neita þeir bókstaflegu giidi biblíunnar.
Um allar aldir licfir hver þjóð búið sér til sína eigin hugmynd
um guð, og hugmyndirnar hafa æfinlega verið eftir því andlega
þroskastigi, sem þjóðirnar hafa verið á. Öðruvísi heflr guð aldrei
opinberað sig fyrir mönnunum.
I Efesusbréfinu sjáum véi’, að guð á að véra allstaðar náiægur
“yflr öllu, um alt og í öllu”; en í Habakuk, sem uppi var löngu
fyrri “kom hann frá Teman, frá Paramsfjalli.” Þarna er mótsögn,
þvl að ef að guð var allstaðar nálægur, þá þurfti hann hvergi að
koma að. f 2. bók Mós., er guð látinn stíga ofan á fjallið Sinai; í
4. bók Mós. kom guð ofan í skýinu og seinna í sömu bók, kom drott-
inn niður í skýstólpanum og gekk í dyr samkundutjaldsins og kall-
aði. Þetta, að guð þurfl að færa sig til á þá staði, þar sem hann ekki
heflr verið áður, sannar ekki að hann sé “yfir öllu, um alt og í öllu”
heldur hið mótsetta, og er þetta því stórkostleg mótsögn.
GILDI GAM LATESTAMENTISINS.
(Alhugaseindir við “Aldamót.” 1893.)
Framh.
Þar næst minnist séra Friðrik á Jakob gamla. Það cr ekki
gott að eiga við hann, karlinn, ekki gott að neita því, að hann liafl
verið brögðóttur og refjóttur að upplagi, enda játar séra Friðrik það;
— hann er unitari þar. Ilann viðurkennir að Jakob tæli bróður
sinn. Vér unitarar erum séra Friðrik þar hjartanlega samdóma.
En svo heldur séra Friðrik áfrám og fer að verja glimu Jakobs við
guð. Vörnin er rcyndar nokkuð óljós; í fyrstu lítur svo út seih
hann hafl ætlað að fara að sýna mönnum frám á, að Jakob liafi nú
ekki glímt við guð sjálfan, en þetta hafl að eins verið líkingarfull
dæmisaga, En þetta er þó heldur unitarjskt, og því kemur það