Dagsbrún - 01.09.1895, Side 11

Dagsbrún - 01.09.1895, Side 11
— 139 — aldrei beint fram hj4 höf., heldur segir hann, að Jakob vc"ði það smám saman meira og meira Ijóst, að það muni vera drottinn sj'ilfur, og “að drottinn hafi snortið mjöðm bans.” En ef að vér eigum að taka þetta sem dœmisögu,—og það gerum vér unitarar,—þí. er bók- staflegum innblæstri um leið hrundið. Þetta heflr séra Friðrik söð, og samkvæmt slcoðunum kyrkju sinnar hlaut hann að taka þctta «em saunan viðburð, er um leið ætti að tákna vanmátt mannkynsins að stríða á móti guði. En þessi tvöfeldni dugar ckki; það er ckki rétt að dylja menn þess, að þetta er eitt af þeim dæmum, sem sýna, hvaða hugmyndir Gyðingar höfðu um guð sinn, samskonar dæmiog þegar guð kom til Abrahams og át með honum og drakk, samskon- ar dæmi og þegar heilagur andi yfirskygði Mariu, og mörg fleiri. Gyðingar hugsuðu sér guð í mannsmynd, en fundu þó um leið, að sú hugmynd var ófullkomin, og því voru hinir vitrustu menn þeirra að reyna að lcoma inn hjá þeim trúnni á andlegan guð. Mönnum þarfþví ekki að bregða í brún, þó að sumir Gyðingar trúi á iíkam- legan guð, en sumir á andlegan guð. Það sýnir að cins þroskun guðshugmyndar þeirra. Þeir sem trúðu á andlegan guð, voru komn- ir iangt á undan hinum, sem trúðu á líkamlegan guð. Trúin og guðshugmyndin heflr þroskast þannig hjá hverri einustu þjóð. En það skrítna við þessa skýiingu séra Fr. á glímunni cr það, að fyíst er hann unitariskur, en svo fer hann, neðarlega á bls. 49., að halda því fram, að það sé ekkert undarlegra en aðrar opinberan- ir guðs, þó að hann færi þarna í áflog við Jakob ! Vitanlega, ein líkamleg opinberun guðs er ekkert undarlegri en önnur. En hvað væri nú undarlegt við það, ef að vér hittum mann á förnum vegi, réðumst 4 hann, og ef að vér yrðum undir, þá þætti oss það minkun og til þess að draga úr ósigri vorum, segðum, að vér hefðum verið að glíma við guð sjálfan. Vér höfum alt að einu mikla ástæðu til þess, að segja, að hinn eða þcssi, sem vér höfum fiogist á við, hafi verið guð, eins og Jakob gamli, einkanlega hafi skuggsýnt verið. Hvað væri undarlegt við það, þó að klerkar, sem eiga andlega glímu við Ingersoll og æfinlega verða undir, segðu þá sér til máls- bóta, að þeir hefðu verið að glíma við guð þar sem Ingersoll var ? Þetta er alveg samskonar, eins og að láta Maríu segja það löngu eft- ir fæðingu Krists, að guð hafi verið faðir að honum. Þegar séra Fr. segir, að Jakobs-glímanhaldiáfram meðan heim- urinn standi, þá er hann unitariskur. En þar sem hann í sömu and- ránni talar um guðlastanir vor unitara út af henni þessari glímu, þar kemur meira fram góður vilji hans en vit. Hann er oss sam-

x

Dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.