Dagsbrún - 01.09.1895, Page 12

Dagsbrún - 01.09.1895, Page 12
— 140 — dóma öðru veifinu. að ]?etta sé dæmisaga, og heldur því þó fram, að vér guðlöstum, er vér köllum það dæmisögu ! En svo rekur scra Friðrik sitt prestlega smiðshögg á þetta, er hann segir, að Jiessi glíma eigi að fyrirmynda grasgarðspisl Ivrjsts. Vér getum alveg eins sagt, að slagur þeirra Hrungnis og Þórs eigi að fyrirmynda grasgarðspísl Krists eins og þessi glíma. Það er ekki einn stafur í dæmisögunni, sem hendi á það, enda er séra Fr. sjálfur búinn að útskýra hana á alt annan hátt. I’að má alt að einu segja einhverja vitleysu, t. d. að steinninn sé auga, hesturinn mús, séra Fr. refur, eins ogað koma með þetta bull. En nú kemur kórónan í öllum fyrirlestrinum ! Ég ætlaði varla að trúa augum minum þegar ég las það : ég fór að gæta að, hvort klerkurinn væri nú farinn að spauga. En cg færðist brátt úr skugga um það, að honum var í’ammasta alvara. Það er þetta: “Ef sagt hefði verið frá henni (næturbaráttunni) á rnáli, hinna fyrstu manna, hve mundi ekki sú frásaga hafa orðið lik þeirri, er vcr hér höfum ívrir oss ?” Ég held að séra Fr. hafi hlotið að taka þennan fyrirlest- ur upp eftir einlivern ærðan guðfræðisbullara. Ég trúi ekki, að hann sé svo “blánkur” að ímynda sér annað eins og þetta sjálfur. Að scgja frá glímu þessari á máli hinna fyrstu manna! Ætli það hafi verið hebreska eða enska eða íslenska ? Iivernig skvldi mál- fræðin hafa verið hjá hinum fyrstu mönnum ? Höfðu þeir töllin öll, nefnifall, þolfall, þágufall, eigna>’(all ? Höfðu þeir allar hinar latn- esku beygingar sagna, hluttekningarorð liðins og núlegstíma? Eða kanske þeir h-ifi haft aoristjn hinn griska líka. Að bei’a þetta fram, sem scra Fj'iði'ik gerii-, bendir á, að hann skoði eða trúi, að maðurinn hafi verið fullkominn í fyrstu, þegar hann fyi’st kom á jörðina. Til þess að tala fullkomlega gott mái, þarf maður að hafa málfræðislega þckkingu, og þá eiga forfeður vorir hinir fyi-stu að hafa verið skapaðir með fullkominni málfræð- isþekkingu! Þessari fullkomnu málfræðisþekking hlaut og aö vera samfara fullkomin þekking í öllu öðru, cnda kennir kyrkjan það. En þekkir söra Fr. ekkert til vísinda hinna nýrri tíma? Þekkir hann ekkert til “prehistoric Archæology'’ (fornfræði um tímann á undan sögutímanum ?) Þekkir hann ckkert til “anthropology” (mannfi’æði) ? Þekkir hann ekkcrt til “coinpai’ative Philology” (samanburðar málfræði)? Þekkir hann ekkert til þess, cr málfræð- ingurinn Max Muller og íleii’i hafa ritað um upphaf tungumálanna ? Veit hann ekki, að Muller hefir rakið orðmyndir í einhverju hinu elsta tungumáli er menn þekkja,—sanskrít,—upptil nokkurra rótar-

x

Dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.