Dagsbrún - 01.09.1895, Side 13
— 141 —
orða, þannig, að öll orðin í málinu heimfœrast til einna hundrað rót-
arorða, og því um leið sýnir það, að í málinu hafa á einum tima ekki
verið fleiri en hundrað orð? Veit hann ekki, að allir vísindamenn
sem færastir eru að dæma um það, eru á einu máli um, að málin í
íyrstu hafl að eins verið liljóð og bendingar, en svo hafi orðin smám-
saman myndast fleiri og fleiri um marga tugi þúsunda ára. Mér
iiggur við að gefa upp alla yfirskoðun fyrirlestursins við þetta. Að
fást við aðra eins dómadags vitlevsu og þetta, er ekki gjörlegt.
Næst segir höf. fyrirlestursins, að “dæmi Jakobs sé eitt hið dá-
samlegasta af öllum hinurn fögru dæmum gamlatestamentisins.”
En ef að vér segjnm nú, að dæmi Þórs og Ilrungnis sé eitt hið dá-
samlegasta í öllum hinum helgu bókum heimsins, væri það meiri
íjarstæða en þetta ? Eða ef vér segjum, að glíma Ingersolls við
prestana sé hin dásamlegasta opinberun guðs, því að þar glími sann-
leikurinn við lygina, lygin verði undir þar sem prestar bera ætíð
lægra hlut fyrir Ingersoll, eins og bragðarefurinn Jakob varð undir
fyrir guði. Guð kemur frarn sem persóna í mynd og líkingu Inger-
solls og lirekur prestana, sem afbaka guðs orð ?
Sem dæmisaga er sagan góð og vér geturn lært af henni. En
þegar liún er gerð að sögulegum viðburði, þegar guð þarf að láta
augrakaila Jakobs ganga úr liði, til þess að fella hann, þá er þaðað
niðurlægja guð. En oss skyldi nú ekki koma á óvart, þótt klerkur
segði oss Ijúga þetta altsaman, og segði að hann hefði aldrei skrifað
þetta. En þarna stendur það svart á hvítu í fyrirlestrinum.
Þá kemur nú siðgæðis og kærleikshugmynd hinnar lútersku
kvrkju og klerkanna í Ijós, er þeir halda því fram, eins og hér er
gert, að “eitt af því, sem beri allra sterkastan vott um guðlega anda-
gift eða guðlegan innblástur, séu Davíðssálmar.” Þetta er furðu
djai'flega sagt, og vér ætlum oss að fara sem fæstum orðum um það.
Það er eins og vakað hafl í huga höf. hin gamla hugsan Eómverja,
er þeir voru orðnir aðþrengdir mjög. Þá var það, að einn mikill
maður þeirra sagði: “Una salus victis nullam sperare salutem.”
(Hin eina velferðarvon hinna sigruðu er sú, að vænta sér engrar vel-
ferðar). Það er ofdirfska þetta, að taka Davíðssálma og segja, að
þeir séu hinn Ijósasti vottur guðdómlegs innblásturs; en máske hefir
það verið gert til þess, að menn skyldu því síður taka eftir því, að
þeir eyðileggja allan guðdómlegan innblástur. En nú skulum vér
skoða þenna guðdómlega innblástur Davíðs. Davíð gamli er að
tala um óvini sína og svo hefur hann upp raustu sína og ákallar guð
með brennandi bænarorðum í hinum 109. sálmi. þau eru á þe3sa leið: