Dagsbrún - 01.09.1895, Qupperneq 14
— 142 —
“Set þann óguðlega yfir hann (óvin Davíðs) og satan standi
honum til hægri handar. Frá dóini gangi hann sekur og hans bæn
verði að syud ! Hans dagar verði fáir; annar fái hans embætti;
lians börn vcrði föðurlaus og hans kona verði ekkja. Hans börn
ílakki um kring og leiti sinnar nauðþurftar, langt frá þeirra auðu
búst'jðuin. Okurkarlinn nái í alt, sem liann á og útlendir ræni hans
eriiði. Enginn sé sá, sem hafi elsku til lians og enginn aumkist yfir
hans munaðarleysingja. Niðjar hans verði upprættir; í öðrum lið
verði nafn þeirra afmáð. llans feðra misgjörða skal minst verða
fyrir drottni og syndir hans móður ei verða afmáðar. Þær skulu
ætíð verða fyrir drottni. Ilann iklæði sig bölvuninni, sem fati; hún
renni inn í lians iður sem vatn, og í hans bein, sem viðsmjör. Hún
verði honum sem fat, er hann íklæðist og sem belti, er hann ætíð
umgyrði sig með. Þessi verði iaun minna mótstöðumanna----------
drottinn aðstoða þú mig, bjarga mér. — Og í 69. sálminum- biður
hann guð, að “úthella sinni bræði yfir þá, að láta þá bæta sekt á
sekt og ekki komast til guðs réttlætis, að láta þá verða afmáða af lífs-
ins bók og ekki tekna í tölu hinna ráðvöndu.”
Eg held að ég nenni nú ekki að vera að taka til fleiri dæmi af
þessum “allra sterkasta votti um guðlegan innblástur” en nóg er þó
til af þeim. Þetta ætti að nægja til þess að gefa sýnisliorn af guð-
dómshugmynd, kærleikshugmynd og réttlætishugmynd klerkanna.
Ég hefi stundum sagt, að ég tryði því varla að nokkur maður
gæti verið svo djöfullega liatursfullur og heiftúðugur, ao hann ósk-
aði óvinum sínum eilífra kvala. En riú sé ég, að mér liefir skjátlast
í þessu, því að þarna stendur Davíð innblásinn af guðs anda, talandi
þau orð, sem guð sjálfur leggur á tungu hans, hugsandi þær liugs-
anir, sem guð sjálfur hugsar í sálu lians, þarna stendur liann bölv-
andi, ragnandi, ausandi hinni grimmustu heift og bræði yfir óvini
sína, biðjandi guð á himni, að hefna sín á þeim, drepa þá, kvelja þá,
hefna sín á börnunum saklausum, mæðrunum saklausum, á ekkjun-
um og munaðarleysingjunum, og ekki nóg með það að kvelja þá
og pína að pressa af þeim tárin og veinin, nei lengra á hún að ná
hegningin. Þeir eiga að strikast út úr lítsins bók, eilíflega eiga
þeir að kveljast, aldrei, aldrei að eilííu mega þeir takast í tölu
liinna ráðvöndu. Yér sjáum strax að þetta er maðurinn, sem her-
tók “borgir Ammonssóna” og lét svo taka fangana, höggva þá með
öxum, saga þá í sundur með sögum og herfa þá niður í jörðina með
járnlierfum. Hugsum oss, að vér komum þar að, sem hópur manna,
nokkrar þúsundir karla kvenna og barna eru bundnar saman liggj-