Dagsbrún - 01.02.1896, Blaðsíða 12

Dagsbrún - 01.02.1896, Blaðsíða 12
— 28 — hvaða bibh'a það er, og hvað hún kennir. En fyrst að um biblíuna ræður öll þessi óvissa, fyrst að allar þessar þráttanir ogdeilur lianga sem þrumuský yfir henni, fyrst að menn vita ekki um uppruna hennar, fyrst að það er augljóst, að hún lýsir giæpi ýmsa réttmæta, fyrst að hún er öfug við vísindin, fyrst að í henni eru þeir kaflar, sem að menn myndu skammast sín fyrir að lcsa upp fyrir nefnd þessari, fyrst að henni getur ekki borið saman við sjálfa sig, þá skulum vér einmitt láta biblíuna vera þar, sem höfundar stjórnar- skrárinnar settu liana, í höndum þjóðarinnar, svo að hver gæti lesið hana og dæmt um hana, sett útá hana að vild, svo að liver og einn væri með öllu sjálfráður, hvernig hann skoðaði hana og hvernig hartn notaði haria. Vissulega getur engin aðferð verið vit- urlegri en þessi. Ilvaðsvosem biblían er, þá á liún aldrei nð fá sverðið í hönd. 0g ef að frjáls og óháð skynsemi manna ekki getur sameinast við hana, því fyr, sem hún cr lögð á hilluna, því betur. En að rieyða henni upp á menn með lögum eru voðaleg rangindi. Það myndi slá dyrunum opnum fyrir sífeldum þræt- um og deilum. (Meira.) Qildi Gamlatestamentisins. (Atlnigascmtl við “Aldamót” 1803). Framhald. ---- En ég get ekki skilið mig frá þessum kapítula, fyrstég á annað borð cr kominn út í hann. Þar stendur í 12. versi: “Ef þú heyrir í einhverjum þeiin borgum, sem drottinn þinn guð hefir gefið þcr til íbúðar, að mcnn segja: á meðal þín eru upp komnir nokkrir Belials synir sem hafa viit bæarbúana og sagt: látum oss fara og þjóna annarlegum guðum, sem þér þekkið ekki til, þi skaltu innvirðu- lega rannsaka og rckast í þessu, og ef það reynist satt, að sú sví- virðing liali verið framin meðal yðar, þá skaltu slá borgarmennina í þoirn bæ með sverðseggjum og leggja bann á þá með öllu, scm þar er inni, einnig fénaði þeirra. Alt lieríangið úr þeirri borg skaltu bcra fram á mitt strætið, og brenna svo í ekli ása : t borginni sjálfri til heiðurs við Dróttirin, þinn guð, svo að borgin verði að æyarandi ínoldarrúst og byggist aldrei síðan. Lát ckkert af hinu bannfærða loða þér við hendur, svo að Drottinn megi snúa frá þér sinni heyftarreiði, vera þér miskunnsamur og líknsamur og marg- falda þig cins og liann hcitstrcngdi forfeðrum þínum. Þú licfir heyrt raustu Drottins þíns Guðs, að þú skyldir halda öll hans boð-

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.