Dagsbrún - 01.02.1896, Side 15
31 —
myrkrið var nú horfið að háliu, því enn kom nótt eftir dag. Af
þessu má sjá að engin vera heíir átt við aðra eins erviðleika að
stríða sem guð, að vera í svo svörtu myrkri, sem engin hugsun
getur gripið, því síður orð útmálað, og finna enga staðfestu fyrir
sig í svo voðalega engu, sem engin frumögn var til í. En guðfræð-
in á eftir að sýna, hvað kom til að guð fór eklci að skapa fyr en
hún segir. Ég hýst við að hún viti það eins og alla guðs eiginleg-
leika, sem hún svo djai’fiega lýsir, eins og hún hafi búið hann til.
Ég veit að hinir fyrnefndu prestar telja sig eitt með Kristi í
guði, því vona ég að þeir hjálpi mér. upp úr fáfræði minni með
ijósum upplýsingum.
Mountain, N. D., 26. Marz 1890.
Jónas Iíortson.
Ýmislegt.
Djöfullinn fór í svínin forðum, en nú fór Gabriel erki
engill í jómfrú Conesdon.
í Parísarborg er nú alt í uppnámi útaf stúlku einni, Conesdon
að nafni. Hún er ung stúlka lagleg af fátækum ættum, en segist
liafa fengið vitrun frá englinum Gabriel. Segist hún einusinni
heima hjá foreldrum sínum bafa verið f'remur döpur í bragði og
gruflandi, en alt í einu hafi sér brugið undariega. Hafi liún fundið
titring mikinn og þó inndæian og ofan af himni niðursté einhver
undarlegur kraftur og fór inn í fíkama hennar. Kvaðst hann vera
erki engillinn Gabriel, og á sömu stundinni tók hún að tala citt og
annað, er hún gleymdi að vörmu spori.
Upp frá þessu hefir hún verið að spá af mikilli andagift, og
spáir um einlæg stríð og blóðsúthellingar. Segir Gabriel henni það
alt saman. En skríllinn og kaþólsku klerkarnir þyrpast utan um
hús liennar tfl þess að reyna að ná tali af eða fá að líta þessa “sælu
meðal lcvenna”, meyna sem Gabriel býr I. Lögreglan ræður ekki
við neitt og stöðugt er þyrpingin svo mikil utan um liús hennar, að
við troðningi liggur. Blöðin eru full af umtali um hana. Segir
hún að Spánn og Bandaríkin muni bráðlega lenda í blóðugu stríði,
svo þar næst Bandaríkin og England og muni stríðið gjöra löndin
nær öreigi, en loks verði England að leita sætta. — Iíálfundarlegt
að mentunin skuli ekki vera komin lengra áleiðis en svo, að menn
skuli leggja nokkurn trúnað á annað eins og þetta. En hér sér