Morgunblaðið - 30.08.2017, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.08.2017, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2017 7 2015 verður meðal annars minnst fyrir það hversu margar stórstjörnur lentu saman í riðli enda var hann kallaður dauðariðill. Ísland var í riðli með Þýskalandi, Ítalíu, Serbíu, Spáni og Tyrklandi. Færa má fyrir því rök að enginn Evrópubúi hafi afrekað eins mikið í NBA-körfuboltanum og Þjóðverjinn Dirk Nowitzki. EM var hans kveðju- stund með landsliðinu en Nowitzki er sjötti stigahæsti leikmaður NBA frá upphafi. 13 þúsund áhorfendur sáu fyrsta leik heimamanna gegn Íslandi. Íslensku leikmennirnir voru skilj- anlega taugaveiklaðir en frammi- staðan var þó ekki slæm. Þýskaland sigraði með sex stiga mun 71:65. Nowtizki gerði 15 stig og tók 7 frá- köst en annar NBA-leikmaður, Dennis Schröder, var Íslendingum einnig erfiður. Íslenska liðið sýndi að aldrei yrði hægt að bóka sigur gegn þeim, þegar það saxaði á forskot Þjóðverja á lokamínútunum. Jón Arnór Stefánsson sýndi í hvaða gæðaflokki hann er og skoraði 23 stig af 65. „Maður á að vera drullusvekkt- ur eftir svona leiki. Maður á ekkert að vera sáttur við að tapa með litlum mun fyrir svona sterkri þjóð og allt það,“ sagði Jón í samtali við mbl.is. Mikil spenna í leikjunum gegn Ítölum og Tyrkjum Ísland lék næst gegn Ítalíu sem var með fjóra leikmenn innanborðs sem leikið höfðu í NBA. Einn þeirra Marco Belinelli hefur orðið meistari með San Antonio og Danilo Gallinari var gjarnan á meðal atkvæðamestu manna hjá Denver. Gallinari lenti hins vegar í bullandi vandræðum með Hauk Helga Pálsson. Fékk hann fyrstu þrjár villur sínar fyrir brot á Hauki og alls fimm í leiknum. Úr varð hnífjafn leikur þar sem Ís- land lék frábærlega í vörn og sókn. Ísland var yfir þegar innan við fjórar mínútur voru eftir en á lokamín- útunum virtist þreytan gera vart við sig og Ítalía hafði betur 71:64. „Þetta er andinn sem fylgir því að keppa og vera óhræddur við afleiðingarnar. Við verðum bara að láta vaða. Fara bara með það sem þú kannt og leggja það að veði,“ sagði landsliðsfyrirlið- inn Hlynur Bæringsson. Ljóst var að næstu tveir leikir liðs- ins gegn Serbíu og Spáni yrðu gíf- urlega erfiðir en sem dæmi má nefna að þessar þjóðir hlutu silfur og brons tæpu ári síðar á Ólympíuleikunum í Ríó. Serbar áttu góðan dag gegn Ís- lendingum. Hittu frábærlega utan af velli og stjórnuðu leiknum. Í síðari hálfleik skildi leiðir og Serbía sigraði 93:64. Aldursforsetinn Logi Gunn- arsson var stigahæstur með 18 stig en í leiknum fór hann upp fyrir Teit Örlygsson í landsleikjafjölda. „Hann er náttúrlega mitt goð. Ég hef horft á hann frá því ég var lítill krakki, litið upp til hans og fylgst mikið með hon- um,“ sagði Logi um Teit þegar mbl.is spjallaði við hann. Ísland stóð betur í liði Spánar en Spánverjar urðu Evrópumeistarar þegar upp var staðið. Ísland var yfir þegar langt var liðið á fyrri hálfleik en tvöfaldi NBA-meistarinn Pau Ga- sol var óstöðvandi fyrir lágvaxna Ís- lendinga. Spánn sigraði 99:73 en var yfir 41:36 að loknum fyrri hálfleik. Jón Arnór gerði 12 stig í fyrri hálf- leiknum en Pavel Ermolinskij setti niður fjögur þriggja stiga skot. Íslensku landsliðsmennirnir voru sorglega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti gegn Tyrklandi. Liðin voru jöfn 47:47 að loknum fyrri hálfleik og 91:91 að loknum venjulegum leik- tíma. Haukur setti niður þriggja stiga körfu á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks og Logi á síðustu sekúndu venjulegs leiktíma. Eins og gegn Ítalíu urðu leikmenn Íslands bens- ínlausir og Tyrkir sigruðu 111:102. Ísland kom á óvart í frumrauninni  Íslensku leikmennirnir létu NBA-stjörnur svitna í Berlín  Mikil dramatík en enginn sigur Morgunblaðið/Eggert Traustur Jón Arnór Stefánsson var atkvæðamikill á EM í Berlín. EM 2015 Kristján Jónsson kris@mbl.is F rumraun Íslendinga á stórmótum í íþróttum er ávallt eftirminnileg fyrir þá sem vitni verða að enda um sögulega stund að ræða. Þegar kom að frum- raun karlalandsliðsins í körfubolta í Berlín í september 2015 settu ís- lenskir stuðningsmenn mikinn svip á viðburðinn. Um eitt þúsund Íslend- ingar sóttu leikina fimm og létu vel í sér heyra í Mercedes Benz-höllinni glæsilegu. Ísland hafði aldrei verið flokkað með sterkustu liðunum í körfubolt- anum og fyrir keppnina var litið svo á að liðið yrði svokallað fallbyssufóður fyrir þær rótgrónu körfuboltaþjóðir sem voru með Íslandi í riðli. Jón Arn- ór Stefánsson var sá eini í íslenska liðinu sem hafði skapað sér nafn fyrir alvöru sem atvinnumaður í íþrótt- inni, þótt nokkrir aðrir hefðu leikið víða erlendis. Þátttöku Íslands í lokakeppninni Reykjavík var heldur fábrotinn staður við upphaf síðari heims- styrjaldarinnar. Fyrstu banda- rísku hermennirnir stigu hér á land sumarið 1941, eftir að samningur var gerður um her- vernd landsins, í september voru þeir orðnir um það bil 10.000 og voru flestir veturinn 1942-43, hátt í 60.000. Ekki er ofsagt að bandarísku hermönnunum hafi leiðst til- breytingaleysið hér, enda vanir allt öðrum aðstæðum heima fyrir. Fljótlega var sett á lagg- irnar nefnd til að koma með úr- bætur og ein þeirra var fólgin í því að herinn byggði íþrótta- og samkomuhús. Bandaríkjamenn nefndu það Andrews Field house eftir yfirmanni herafla Bandaríkjanna í Evrópu, en heimamenn kölluðu það Há- logaland. Það stóð þar sem nú er hringtorg á mótum Suður- landsbrautar og Skeiðarvogs. Smíði hússins hófst í árs- byrjun 1943 og var það opnað til afnota um haustið. Her- mennirnir höfðu áður stundað körfubolta utandyra og í flug- skýli á Reykjavíkurflugvelli. Íþróttabandalag Reykjavík- ur keypti Hálogaland haustið 1944 þegar aðeins nokkur þús- und hermenn voru enn í land- inu og herinn þurfti ekki lengur á húsinu að halda. Hálogaland var helsta íþróttahús Reykvík- inga í aldarfjórðung en það var rifið vorið 1968. Þá hafði Laug- ardalshöll leyst húsið af hólmi. Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna. Bandarískir hermenn í körfu- bolta í einu braggahverfa Reykjavíkur á 5. áratugnum. Bandarísk áhrif mikil MIKILVÆG SKREF Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is K örfuknattleikur eins og hann er leikinn í dag náði fótfestu á þremur stöðum hér á landi laust fyrir 1950, í Reykjavík, á Laugarvatni og Keflavíkurflugvelli, án þess að tengsl væru þar á milli. Áður hafði verið leikinn „reitakörfu- bolti“ á tveimur fyrrnefndu stöðunum, leikur sem íþróttakennarar höfðu kynnst á skólum í Danmörku, en regl- urnar í þeim leik voru mjög frábrugðn- ar þeim sem menn þekkja í dag. Fyrstur til að kenna hinn „eina rétta“ körfubolta hérlendis var að öllum líkindum Bragi Magnússon, Akureyringur sem hóf kennslu við Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni 1946, strax að loknu námi í Bandaríkj- unum. Margir mjög snjallir Með komu bandarískra hermanna komu fyrstu löglegu aðstæðurnar: Þeir byggðu íþróttahús og komu með leiktækin. Þegar greinarhöfundur vann að ritun Leikni framar líkams- burðum, bókar um sögu körfuknatt- leiks á Íslandi, um aldamótin, fullyrtu viðmælendur að hér hefðu verið margir mjög snjallir körfuknattleiks- menn og þar með hefðu Íslendingar verið komnir í beint samband við íþróttina eins og hún gerðist þá best í heiminum. Eftir að Bandaríkjamenn og Ís- lendingar gerðu varnarsamning vorið 1951 komu fyrstu bandarísku her- sveitirnar til landsins og um 5.000 her- menn komu sér fyrir á Keflavíkur- flugvelli á Miðnesheiði Ingi heitinn Gunnarsson, fyrirliði fyrstu Íslandsmeistaranna og fyrsta landsliðsins, hóf störf hjá íslenska rík- inu á Keflavíkurflugvelli 1948 og sagð- ist hafa kynnst íþróttinni fyrir hreina tilviljun af starfsmönnum Lockheed, fyrirtækis sem sá um rekstur flugvall- arins fyrir Bandaríkjamenn, en þeir höfðu haft yfirstjórn hans með hönd- um um skeið. „Við, Íslendingarnir, höfðum áhuga á handbolta á þessum tíma en Banda- ríkjamennirnir vissu ekki hvað það var. Og þegar við komum í íþrótta- húsið þeirra á Vellinum fórum við að fikta við þennan körfubolta því þar var ekki annað í boði,“ sagði Ingi í samtali við greinarhöfund. Það þættu án efa stórtíðindi ef eitt- hvert af bestu liðum Bandaríkjanna kæmi til Íslands og leikmenn þess sýndu listir sínar, hvað þá ef Íslend- ingar fengju að spila með þeim. Ein- mitt það gerðist vorið 1956. Syracuse Nationals kom þá til fjög- urra sýningarleikja. Liðið varð NBA meistari ári fyrr en þetta vor tapaði Syracuse í úrslitum austurdeildar fyrir Philadelphia Warriors sem fagnaði svo NBA-titlinum. Syracuse kom við á Íslandi á leið til Ítalíu og Grikklands. Fyrsti leikur þess var í íþróttahúsinu við Háloga- land í Reykjavík en daginn eftir fór hluti leikmanna Syracuse til Laugar- vatns og sýndi þar en annar hluti liðs- ins lék á Keflavíkurflugvelli gegn úr- valsliði hersins. Nokkrir nemenda Menntaskólans fengu að spila með leikmönnum Syracuse sem komu til Laugarvatns en þangað komu m.a. tveir af frægustu liðsmönnum Syra- cuse, Dolph Schayes og John „Red“ Kerr. Schayes var talinn einn af 50 bestu leikmönnum í sögu NBA þegar slíkur listi var tekinn saman í tilefni 50 ára afmælis deildarinnar 1996. Kenndu mikið ástuttum tíma Síðasti leikur liðsins var á Háloga- landi þar sem Bandaríkjamennirnir skiptu í tvö lið. Þá var sex íslenskum leikmönnum gefinn kostur á því að leika með bandarísku snillingunum. Einn þeirra var Ingi Gunnarsson. „Það var stórkostleg upplifun að fá að spila með þessum snillingum. Þeir kenndu manni mikið á stuttum tíma,“ sagði Ingi í áðurnefndri bók. Hann sagði leikmenn Syracuse hafa veitt Íslendingunum algjörlega nýja sýn á íþróttina. „Fyrir mig var þetta sér- stök upplifun. Maður hafði fylgst mikið með íþróttinni og haft mjög gaman af henni; uppi á Velli var nefnilega fylgst vel með atvinnu- mönnunum í NBA. Við vorum svo heppnir að vera með sjónvarp og Bandaríkjamennirnir á Vellinum voru inni í öllu og gátu frætt okkur um hvaðeina ef okkur vantaði upplýs- ingar. Og að vera svo allt í einu einn af þeirra hópi var stórkostlegt,“ sagði Ingi við greinarhöfund árið 2000. „Stórkostleg upplifun“ Ljósmynd/Ragnar Vignir Í Hálogalandi Frá leik American University frá Washington DC og ÍR árið 1952 í íþróttahúsinu sem bandaríski herinn reisti í Reykjavík 1943. Landslið Íslands fór í mánaðarlanga æf- inga- og keppnisferð til Bandaríkjanna síðla árs 1973 og var ferðin hugsuð sem lið- ur í undirbúningi fyrir Norðurlandamótið, snemma árs 1974. Liðið spreytti sig fimm- tán sinnum gegn bandarískum háskólalið- um, tapaði alltaf en þó var margt ánægju- legt og lærdómsríkt við ferðina að sögn. Á þessum tíma, eins og oft síðar, háði það íslenska landsliðinu að geta ekki teflt fram mjög hávöxnum miðherja. Það var ekki fyrr en Pétur Guðmundsson var fyrst valinn haustið 1976, sem það breyttist. Pét- ur var að verða 19 ára og 2,17 m á hæð. Kristinn Jörundsson landsliðsmaður sendi Morgunblaðinu skemmtilega pistla úr áðurnefndri ferð landsliðsins vestur um haf 1973. Eitt af því sem hann greindi frá var að hvarvetna þar sem liðið kom, og fólk áttaði sig á því að um körfuboltalið væri að ræða, hefði sama spurningin verið borin upp: Eru stóru mennirnir í hinum bílnum?! Eru þeir stóru í hinum bílnum? Pétur Guðmundsson er hann lék með banda- rísku menntaskólaliði. EM Í KÖRFUBOLTA 2017  NBA meistararnir léku á Íslandi vorið 1956  Nokkrir Íslendingar fengu að spreyta sig með þeim  Framtíðar-landsliðsmenn fengu þar dýrmæta reynslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.