Morgunblaðið - 31.08.2017, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 31.08.2017, Qupperneq 1
ÍSLENSK ORKA Í FÓLKSFLUTNINGAÖÐRUVÍSI AUGLÝSINGAR Ný sýndarveruleikagleraugu blanda saman veruleikum. 4 Unnið í samvinnu við Nýr hönnunarstjóri hjá Íslensku auglýsinga- stofunni segir samfélagsmiðla ekki nýtta af sama krafti hér og vestanhafs. 6 VIÐSKIPTA 4 Guðmundur Tyrfingsson er stoltur af því að vera kominn með fyrsta rafmagnsfólksflutningabílinn sem tekinn er í notkun og gengur fyrir íslenskri orku. FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2017 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Engin frekari sala fyrir útboð Forstjóri Kaupþings, Paul Copley, segir í samtali við ViðskiptaMogg- ann að ekki verði seldir fleiri hlutir í Arion banka en nú þegar hefur verið gert, fyrr en ákvörðun hefur verið tekin um frumútboð eða ekki. Útboð yrði þó háð því að ákvæðum um for- kaupsrétt á bréfunum yrði breytt eins og kveðið sé á um í samningum. Copley tekur sem dæmi að í al- mennu útboði vilji menn fá langtíma- fjárfesta, vogunarsjóði og fjárfest- ingu frá almenningi og smærri aðilum. Það væri óvenjulegt að vera með frumútboð þar sem bara vog- unarsjóðir sýndu áhuga, eða bara hlutabréfasjóðir. Copley áréttar hinsvegar að engin ákvörðun hafi enn verið tekin um útboð. „Varðandi mögulega aðkomu líf- eyrissjóðanna þá yrði ég mjög undr- andi ef enginn íslenskur lífeyr- issjóður hefði áhuga á að fjárfesti í almennu útboði ef af verður, og ég yrði jafn undrandi ef allir myndu gera það.“ Viðræður hafa farið fram við stærstu lífeyrissjóðina, en til skoð- unar var að hafa frumútboð í lok árs 2016 en hætt var við þær fyrirætl- anir eftir að Panama-skjölin voru birt og stjórnarskiptin urðu í kjöl- farið. „Við vildum ekki selja á sama tíma og það væru kosningar út af óviss- unni sem skapast.“ Copley segir að ekki sé 100% nauðsynlegt að fá íslensku lífeyris- sjóðina með sem hluthafa, en þó sé það mikilvægt þar sem það sýni al- þjóðlegum fjárfestum að innlendir aðilar sjái möguleika í fjárfesting- unni. Hann segir að uppgjör slitabús Kaupþings gangi hraðar en hann hafi búist við. „Við höfum verið á undan áætlun með flest verkefnin og náð hærra verði út úr eignunum líka. Verðið á bréfum útgefnum af Kaupþingi hefur tvöfaldast síðan ég kom til starfa. Þeir sem bjuggust við að fá rúmlega 20% kröfu sem er að nafnvirði 100 fá núna meira en 30% af kröfunni. Endurheimtur búsins eru því líklega í kringum eða yfir 30% af upprunalegu virði þess. End- urheimturnar til almennra og ótryggðra kröfuhafa í Kaupþing gætu því orðið um 3,2 milljarðar sterlingspunda eða um 434 milljarðar íslenskra króna.“ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Forstjóri Kaupþings segir að félagið ætli ekki að selja fleiri hluti í bankanum fyrr en ákvörðun hefur verið tekin um frumútboð eða ekki. Mikilvægt er að fá ís- lensku lífeyrissjóðina með. Morgunblaðið/Eggert Ríkið fær í kringum 70% af söluandvirði hlutar Kaupþings í Arion banka. 8 Úrvalsvísitalan EUR/ISK 2.000 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 1.3. ‘17 1.3. ‘17 30.8. ‘17 30.8. ‘17 1.722,48 1.689,01 125 120 115 110 105 112,50 125,55 Samherji hefur hagnast um 502 milljónir evra á undan- förnum fimm árum. Það jafngildir um 63 milljörðum króna á núverandi gengi. Í fyrra nam hagnaðurinn 107 milljónum evra, sem samsvarar um 13,5 milljörðum króna. Ekki verður greiddur arður, vegna þess að miklar fjár- festingar hafa staðið yfir og eru framundan. Útgerðin velti 635 milljónum evra árið 2016 eða sem nemur 80 millj- örðum króna. Rúmur helmingur starfseminnar er í út- löndum. Eiginfjárhlutfallið var 76% í lok síðasta árs og nam eigið fé 702 milljónum evra, um 88 milljörðum króna. „Það má segja að á síðasta ári hafi nýjar fjárfestingar byrjað að skila sér. Miklar endurbætur á landvinnslu ÚA á árinu 2015 tókust vel og sex ný skip voru í smíðum á veg- um félagsins á árinu 2016,“ segir Þorsteinn Már Baldvins- son forstjóri Samherja, í tilkynningu. helgivifill@mbl.is Hálfur milljarður evra á 5 árum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þorsteinn segir að miklar nýjar fjár- festingar séu farnar að skila sér. Síðasta ár var enn eitt gott árið hjá Samherja sem hagnaðist um 107 milljónir evra, jafngildi um 13,5 milljarða króna. Það gæti reynst Merkel dýr- keypt að styðja hugmyndir Macron um fjárlög og fjár- málaráðherra fyrir evrusvæðið. Merkel styður hugmynd Macron 12 Það sem af er ári hafa æðstu stjórnendur stærstu banka Bandaríkjanna verið nettóselj- endur á bréfum í bönkum sínum. Toppar tapa trúnni á Trump 13

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.