Morgunblaðið - 31.08.2017, Side 16

Morgunblaðið - 31.08.2017, Side 16
VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is. Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Nordal fréttastjóri, sn@mbl.is. Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTI Á MBL.IS Ófyrirséðar afleiðingar af Costco Dýrara í H&M á Íslandi? Auðmenn bítast um búð í Kópavogi Skoða opnun fleiri verslana á Íslandi Asíuflugið sóknar- og varnarleikur Mest lesið í vikunni INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN Endurkoma vínylplötunnar hefur leitt til þess að sala á vínylplötum hér á landi hefur aukist jafnt og þétt und- anfarin fimm ár og vínyllinn virðist enn vera í stöðugri sókn. „Það hefur verið töluverð aukning í sölu á vínylplötum undanfarin fimm ár en á sama tíma hefur alltaf verið samdráttur í sölu á geisladiskum,“ segir Eiður Arnarsson, fram- kvæmdastjóri Félags hljóm- plötuframleiðenda. „Sú aukning hef- ur samt sem áður ekki náð að vega upp á móti samdrættinum í geisla- diskunum. Þrátt fyrir að það sé ekki mikil aukning hjá íslenskum útgef- endum í ár þá hef ég orðið var við að innflutningur á vínylplötum beint í verslanir hefur aukist mikið og síðan eru mjög margir sem kaupa plötur á Amazon. Flestar hljómsveitir eru farnar að gefa út geisladiska, vínyl- plötur og stafræna útgáfu samhliða núorðið en það eru einnig dæmi um að tónlistarmenn velji að gefa eingöngu út vínylplötu.“ Eiður segir umbreytinguna á sín- um tíma hafa verið sérstaka að því leyti að hún gerðist mjög hratt. „1989 var vínyllinn í kringum 80-90% af seldri tónlist en árið 1991 var hann kominn í 15%. Ég þori næstum að fullyrða að árið 1992 hafi engin íslensk plata komið út á Vínyl og síðan er þarna 15-17 ára tímabil þar sem svo gott sem engir íslenskir titlar koma út á vínyl,“ segir Eiður. Á morgun kemur ein vinsælasta plata „vínyllausa tímabilsins“ út en það er platan Fólk er fífl með Botn- leðju. „Þetta er í raun gert til að prófa markaðinn, því þetta er náttúrlega 21 árs gömul plata og það verður áhuga- vert að sjá hvernig tekið verður á móti henni. Ef fólk er tilbúið í þetta þá munum við klárlega gera meira af þessu og byrja á að gefa út fleiri plöt- ur með Botnleðju,“ segir Haraldur Leví Gunnarsson hjá RecordRecords. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Á fimmtán ára tímabili komu svo gott sem engar íslenskar plötur úr á vínyl. Vínylplötur í stöðugri sókn Gísli Rúnar Gíslason gislirunar@mbl.is Vínylplötur hafa verið í stöðugri sókn undanfarin ár á kostnað geisladiska og nú er farið að endur- útgefa plötur sem aldrei komu út á vínyl. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Vandræði United Silicon, kísil-verksmiðju í Helguvík, leiða hugann að því hve óæskilegt það er að ríkisvaldið skuli eiga banka. Arion banki hefur lagt United Sili-con til um níu milljarða króna og óvíst er hve mikið muni endur- heimtast. Blessunarlega á ríkið ein- ungis 13% hlut í bankanum en ekki allt hlutaféð, eins og í tilviki Íslands- banka og Landsbanka. Vert er að rifja upp að ríkið er meðum 500 milljarða króna bundna sem eigið fé í bönkum. Um er að ræða áhættusama starfsemi sem getur ver- ið ábátasöm, en útlánatöp eru fylgi- fiskur lánveitinga. Rýrni eigið fé þeirra um 5% tapar ríkið 25 millj- örðum króna. Sá dagur mun renna upp að ríkis-bankarnir afskrifi milljarða króna vegna lána sem fást ekki endurgreidd. Það er gangur hagsveiflunnar. Og ís- lenska sveiflan getur verið ansi öfa- kennd. Ef allt fer á versta veg gæti ríkið jafnvel þurft að hlaupa undir bagga með bönkunum og leggja þeim til aukið eigið fé. Það hefur sagan sýnt. Stjórnmálamönnum er ekki til set-unnar boðið. Skynsamlegt er að selja bankana og nýta söluverðmætið til að greiða niður ríkisskuldir. Við það gæti Ísland orðið sú þjóð í Evrópu sem er með hvað lægstu ríkis- skuldirnar. Það er afar eftirsóknarvert aðskulda lítið og bera ekki ábyrgð á bankakerfi landsins. Því eitt er víst; það mun koma kreppa. Íslenska sveiflan Um þessar mundir eru í gangitvær deilur vegna auglýsinga- skilta. Annars vegar hefur AFA JCDecaux, dótturfélag alþjóðlega fyrirtækisins JCDecaux, stefnt Reykjavíkurborg fyrir að hafa brot- ið gegn samningum fyrirtækisins og borgarinnar um rekstur biðskýla frá 1989. Hins vegar hefur LS Retail stefnt Íslandsbanka og Norðurturn- inum hf. vegna ákvörðunar stjórnar Norðurturnsins um að bankinn megi einn leigutaka merkja sér turninn. Hjólastöðvar WOW air eruástæða fyrrnefnda ágreinings- ins. Skýringar borgarinnar eru þær að við stöðvarnar sé aðeins um kynningarskilti fyrir hjólaleigu að ræða og því ekki brotið gegn ákvæð- um samningsins um að borgin leyfi ekki auglýsingar innan 50 metra frá biðskýlum JCDecaux. Auglýsingagildi kirfilegamerktra hjólastöðva með slag- orðinu „WOW is in the air“ og hjól- anna sem merkt eru flugfélaginu í bak og fyrir er væntanlega afar tak- markað, enda allt bleikt á litinn og lítt áberandi. Með umhverfisvænni ferðamannabeitu tókst WOW að fá borgarstjórann til að brjóta samn- inga, auk þess sem félagið fær aug- lýsingar um alla borg sem, ef vel gengur, geta borgað undir sig sjálf- ar. Bankinn braut enga samninga enhefur aftur á móti hafnað öllum málamiðlunum við nágranna sína, þrátt fyrir að hafa verið síðastir inn í turninn. Hann féll þó náðarsamleg- ast frá kröfunni um að turninn fengi nafnið „Íslandsbankaturninn“. Deilur alþjóðlegra fyrir- tækja og íslenskra kónga Morgunblaðið/Eggert Plastseðlar sem Eng- landsbanki hóf að innleiða í fyrra munu áfram innihalda tólg þrátt fyrir mótmæli. Nota áfram tólg í plastseðlana 1 2 3 4 5 Settu starfsfólkið í fyrsta sæti WOW Biz er fyrir þá sem vilja aukin þægindi, einfaldleika og greiða leið inn í vélina. Innifalið er hraðferð um borð,máltíð, forfallavernd og sömuleiðis BigSeat, eða besta sætið sem er í boði hverju sinni. WOW air flýgur einu sinni til tvisvar á dag til allra helstu viðskiptaborga Evrópu og Ameríku. WOW Biz kjörin leið fyrir þá sem þurfa að komast hratt og örugglega milli staða. WOW Biz Sumir þurfa einfaldlega meira WOW en aðrir. BRÍETARTÚNI 13 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS er

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.