Morgunblaðið - 31.08.2017, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2017VIÐTAL
Klakka, sem á bílafjármögnunarfyrirtækið Lýs-
ingu, auk fleiri eigna og lána sem voru aðallega í
íslenskum krónum eða tengdust Íslandi á ein-
hvern hátt.“
Copley segir að samkvæmt stöðugleikaskil-
yrðunum hafi Kaupþing verið látið eiga áfram
87% í bankanum og falið að fá eins hátt verð
fyrir Arion banka og hægt væri, en í kringum
70% af söluandvirðinu mun renna til ríkisins
sem hluti af skilyrðunum. Til samanburðar má
geta þess að þrotabú Glitnis fór aðra leið og
færði ríkinu Íslandsbanka í heild sinni.
„Þetta var gert svona til að stilla saman hags-
muni eigenda Kaupþings og ríkisins. Við eigum í
reglulegum beinum samskiptum við stjórnvöld
og fjármálaráðuneytið vegna þessara mála, og
þeir fylgjast grannt með hverju skrefi okkar.
Alltaf þegar Arion banki er ræddur á stjórnar-
fundum okkar þá er fulltrúi stjórnvalda á þeim
fundum og hann hefur öll gögn undir höndum
sem eru rædd.“
Spurður af hverju ekki hafi verið farin sama
leið með Arion banka og Íslandsbanka segir
Copley að upphaflega hafi það staðið til. Á end-
anum hafi það verið metið svo að erfiðara yrði
að koma Arion banka í verð alþjóðlega og því
var Kaupþingi falið verkefnið. „Innan Kaup-
þings er mikil reynsla og þekking á markaðs-
setningu fjármálaafurða á alþjóðavettvangi.
Þetta er klók áætlun þar sem allir græða á að fá
sem best verð fyrir bankann og klára verkefnið
eins fljótt og hægt er. Við tökum mikla áhættu
af því ef þetta fer illa, en ef vel gengur þá njóta
allir góðs af því. Því lengur sem verkefnið
dregst því meiri er okkar áhætta. Það vilja allir
að þetta gangi vel.“
Hvað vakti að þínu mati helst áhuga fjárfesta
í lokaða útboðinu fyrr á árinu á fjárfestingu í Ar-
ion banka?
Paul Copley, forstjóri Kaupþings, tók við starf-
inu 1. apríl á síðasta ári. Hann er fyrrverandi
starfsmaður og meðeigandi PwC-endurskoð-
unarskrifstofunnar í Lundúnum, sérhæfður í
endurskipulagningu fyrirtækja, og var í sex ár
einn af lykilmönnum í skiptum á slitabúi Lehm-
an Brothers í Bretlandi, en gjaldþrot fjárfest-
ingarbankans Lehman Brothers árið 2008 er
stærsta gjaldþrot fjármálasögunnar.
„Kaupþing er í raun þrískipt,“ segir Copley
spurður að því hver staðan sé á eignasafni
félagsins í dag, en búið samanstendur af þeim
eignum sem urðu eftir í búi Kaupþings þegar
bankinn féll í kjölfar fjármálahrunsins í október
árið 2008. „Í fyrsta lagi er það Arion banki, sem
er eina eign okkar hér á Íslandi. Þá eru það
eignir í rekstrarfélögum víða í Evrópu sem
flestar fóru í gegnum fjárhagslega endur-
skipulagningu eftir hrun, fasteignaverkefni í
Lundúnum og Frakklandi, en einnig tísku-
vörumerkið Karen Millen í Bretlandi og móð-
urfélag tískubúðanna Coast, Oasis og Ware-
house, sömuleiðis í Bretlandi. Ennfremur eigum
við framleiðslufyrirtæki í Skandinavíu. Í þriðja
lagi eigum við ótal umfangsmikla fjármálagjörn-
inga sem urðu til í hruninu, lán og kröfur. Öll
þessi verkefni líkjast því sem ég fékkst við í
starfi mínu hjá Lehman Brothers. Kaupþing er
stórt uppgjörsverkefni og ég var ráðinn hingað
til að leggja fyrirtækið niður á sem allra
skemmstum tíma, koma eignunum í verð og
skila peningunum til eigendanna eins fljótt og
hægt er á skynsamlegan hátt. Hingað til hefur
það gengið mjög vel, og ég legg mikla áherslu á
að vinna þetta í sem mestri samvinnu við alla að-
ila, á eins átakalausan og þægilegan hátt og
mögulegt er.“
Góður árangur á öllum sviðum
Copley segir að náðst hafi góður árangur á
öllum þremur fyrrnefndum sviðum í starfsemi
félagsins. „Við höfum farið skipulega í gegnum
rekstrarfélögin og fasteignafélögin. Allt er til
sölu, nema góð ástæða sé til annars. Margir
söluferlar eru í gangi, og við höfum lokið við ým-
is verkefni, eins og fasteignaverkefni í Lund-
únum til dæmis. Við erum í miðju kafi að selja
tískuvörumerkin okkar þrjú í Lundúnum.
Mögulega seljum við fljótlega, mögulega ekki.
Það er ekkert sem liggur á, en við bíðum eftir
rétta tækifærinu. Hvað Karen Millen varðar þá
er það í endurskipulagningarferli, og það liggur
ekkert á að selja. En það gengur mjög vel. Fyrir
hvert einasta verkefni og hverja einustu eign í
búinu er vel skipulögð og nákvæm verk- og
tímaáætlun í gangi.“
Eign Kaupþings í Arion banka, sem nú stend-
ur í tæplega 58% eftir sölu á ríflega 29% hlut til
þriggja vogunarsjóða og Goldman Sachs-
fjárfestingarbankans fyrr á árinu, er tilkomin
vegna stöðugleikaskilyrða sem Kaupþing und-
irgekkst sem hluta af samningum við stjórnvöld
árið 2015. Ríkið á 13% hlut í bankanum. „Allar
aðrar íslenskar eignir okkar voru fluttar til
stjórnvalda sem hluti af stöðugleikaskilyrð-
unum. Þar á meðal var til dæmis eign okkar í
„Þetta er líklega þekktasti íslenski bankinn á
alþjóðagrundu og sá eini af þeim stóru sem er í
einkaeigu. En þetta var eflaust ekki eina ástæð-
an fyrir áhuga manna. Fólk horfir á Ísland sem
griðastað í heimi sem er dálítið skrýtinn þessi
misserin. Hér er viðskiptaafgangur, verðbólga,
eðlilegt vaxtastig, góður hagvöxtur og mikilll
vöxtur í grunnatvinnuvegunum; ferðaþjónustu,
orkuiðnaði og fiskveiðum. Ef maður horfir í
kringum sig þá er evrusvæðið með neikvæða
vexti, enn er mikið af skuldavandamálum á
efnahagsreikningum gömlu stóru bankanna og
það er óvissa í Bandaríkjunum.“
Ólíkur gamla Kaupþingi
Copley segir að Arion banki sé ólíkur því sem
Kaupþing var fyrir hrun. Hann ætli sér að
starfa á heimamarkaði og vaxa í takt við inn-
lenda markaðinn. Þar vilji bankinn verða bestur
á sínu sviði. „Arion ætlar sér ekki að verða þessi
stóri alþjóðlegi banki sem Kaupþing var orðinn,
þannig að það hefur ekki verið erfitt fyrir okkur
að gera fólk spennt fyrir að fjárfesta hér.“
En hvaða tegund af fjárfestum er áhugasöm?
„Það sem hefur breyst síðan ég hóf störf er að
í fyrstu var aðallega áhugi hjá vogunarsjóðum
en núna hafa fjárfestingarsjóðir í ríkiseigu, al-
mennir hlutabréfasjóðir og tryggingafélög sýnt
mikinn áhuga, ásamt vogunarsjóðunum. Fljót-
lega eftir að ég kom voru Panama-skjölin birt
með þeim hneykslismálum sem fylgdu í kjölfar-
ið og pólitískri óvissu. En eftir því sem tímanum
vindur fram, meiri stöðugleiki kemst á og hag-
krefið heldur áfram að vaxa eru alvöru lang-
tímafjárfestar komnir með áhuga á Arion og Ís-
landi.
Nefna má að í almennu útboði viltu fá lang-
tímafjárfesta, þú vilt vogunarsjóði og þú vilt
fjárfestingu frá almenningi og smærri aðilum.
Það væri óvenjulegt að vera með frumútboð þar
sem bara vogunarsjóðir sýndu áhuga, eða bara
hlutabréfasjóðir.“
Copley segir, aðspurður um hvernig íslenska
krónan horfi við þessum alþjóðlegu fjárfestum í
þessu samhengi, að hún hjálpi ekki til, eins og
hann orðar það. „Það er mikið flökt á krónunni
og viðskipti með hana lítil. Það er því engin
spurning að fjárfestar horfa mjög til þess.
Flöktið getur þýtt að verðið hækkar í krónum
talið. Ef þetta væri í evrum væri þetta mun ein-
faldara fyrir fjárfesta.“
Hann segir að aflétting gjaldeyrishafta fyrr á
árinu hafi hjálpað mikið til í þessu samhengi.
„Allir þeir fjárfestar sem eru búnir að kaupa í
Arion banka og veltu fyrir sér að stunda gjald-
eyrisvarnir hafa nú þegar gert það. Möguleik-
inn á að verja sig er mjög mikilvægur. En
vandamálið þar er að gjaldeyrisflæði er svo lítið,
að minnsta hreyfing á alþjóðlegan mælikvarða
skapar mikið flökt. Það er því ekkert auðvelt
svar við þessu með krónuna. Núna er Seðla-
bankinn hættur að kaupa gjaldeyri og því horfa
alþjóðlegir fjárfestar mikið í þetta mál og það er
smá hemill.“
Hvað með smæð hagkerfisins, er það ekki
mótdrægt?
„Þetta er öruggt land og vaxandi hagkerfi
sem lítur eðlilega út. Ef þú biður sjóðsstjóra að
horfa á íslenska hagkerfið færðu kannski ekki
mikil viðbrögð, en ef þú býður þeim fjárfesting-
artækifæri af þokkalegri stærð með þokka-
legum seljanleika, sem Arion banki er án efa og
Íslandsbanki líka, nærðu athygli þeirra. Þetta
er gott og aðlaðandi tækifæri í óstöðugum og
óvissum heimi. Ef þú berð Ísland í dag saman
við Ísland fyrir tíu árum er þetta gjörólíkt.
Stærð hagkerfisins fælir ekki frá, það er alveg á
hreinu.“
Ríkinu bauðst að þjóðnýta
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Til skoðunar er í tengslum við frekari
sölu á hlutum Kaupþings í Arion
banka að halda almennt hlutafjár-
útboð og skrá hlutabréfin í kauphöll
hér á landi og erlendis en enn sem
komið er hefur ekki verið tekin
ákörðun um næstu skref. Til þess
að það geti gerst þarf meðal annars
að breyta forkaupsrétti ríkisins eins
og kveðið er á um í samningum milli
aðila. Paul Copley, forstjóri Kaup-
þings, segir að upphaflega hafi ver-
ið til skoðunar að halda útboð í lok
síðasta árs, en óvænt ríkisstjórn-
arskipti hafi komið í veg fyrir það.