Morgunblaðið - 31.08.2017, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2017 9VIÐTAL
Yrði fyrsta tvöfalda skráning
í frumútboði í sögunni
Varðandi tvöfalda skráningu hlutabréfa bank-
ans ef af frumútboði yrði segir Copley að slíkt sé
í skoðun eins og komið hefur fram í ársfjórð-
ungsuppgjörum Arion banka. „Það svarar ýms-
um spurningum um gjaldmiðla og seljanleika
sem fjárfestar kunna að hafa. Sumir geta ekki
einu sinni fjárfest á Íslandi og eru ekki reiðubún-
ir að eyða fjármunum og tíma í þá forvinnu sem
nauðsynleg er, bara til að geta keypt í einu félagi
í íslensku kauphöllinni. Kauphöllin íslenska er
frekar lítil í samanburði við evrópskar kaup-
hallir. Með samhliða skráningu í erlendri kaup-
höll yrði fólki gefinn kostur á að eiga viðskipti
bæði á Íslandi eða annars staðar í íslenskri
krónu eða annarri mynt. Við teljum að mesta eft-
irspurnin myndi koma frá útlöndum. Það væri
mikilvægt að hafa tvöfalda skráningu til að há-
marka sýnileika bréfanna og eftirspurnina.“
Copley segir að gaman yrði að fylgjast með
því í fyllingu tímans hvort fólk eigi eftir að eiga
viðskipti hér á landi með bréfin eða á hinum
markaðnum í meira mæli. „Ef af verður yrði
þetta fyrsta tvöfalda skráning í frumútboði
hlutabréfa í íslenskri fjármálasögu og fyrsta al-
þjóðlega markaðssetningin af þessari stærð-
argráðu. Þetta myndi verða risastór áfangi fyrir
íslenskan fjármálamarkað. Við værum að varða
veginn og setja fordæmi fyrir önnur íslensk fyr-
irtæki í framtíðinni.“
Spurður hvaða kauphöll gæti orðið fyrir valinu
fyrir skráningu erlendis segir Copley að horft sé
til kauphallar í Skandinavíu. Ekki sé búið að taka
formlega ákvörðun enn, hvorki um hvort af
skráningu verður eða hvar.
Hafið þið farið víða til að kynna bankann sem
fjárfestingarkost?
„Já, það hefur þegar farið fram mikið kynn-
ingarstarf. Það eru aðallega lykilstjórnendur
Arion banka sem bera ábyrgð á þeim kynn-
ingum.“
Eins og komið hefur ítrekað fram í fjölmiðlum
er það hluti af stöðugleikaskilyrðunum að fari
verðið í útboðinu undir gengið 0,8 miðað við bók-
fært eigið fé þarf Kaupþing að bjóða ríkinu hlut-
inn. Ríkið hefur þá fimm daga til að ganga inn í
kaupin. Þau skilyrði eru eins konar öryggisvent-
ill fyrir ríkið, svo ekki sé hægt að sniðganga
stöðugleikaskilyrðin og þá samninga sem voru
gerðir í tengslum við stöðugleikaframlög Kaup-
þings „Málið er að þegar kemur að frum-
útboðum hlutabréfa er ekki hægt að hafa svona
fimm daga reglu. Maður hefur í mesta lagi einn
dag til að samþykkja eða hafna tilboðum frá
fjárfestum, og jafnvel bara nokkra klukkutíma.
Þess vegna stendur í stöðugleikasamningunum
að komi til almenns hlutafjárútboðs skuli þessu
breytt. Ríkið hefur alltaf vitað af þessu. Það eru
aldrei forkaupsréttir virkir þegar kemur að
frumútboðum. Ef það væri forkaupsréttur virk-
ur er áhættan sú að fjárfestar sjái það og stígi til
baka út af óvissunni sem það skapar og þá fáum
við ekki rétta mynd af hinni raunverulegu eft-
irspurn í útboðinu. Við erum því að leitast við að
gera þetta á eins þægilegan hátt og hægt er. Við
höfum átt í viðræðum við fulltrúa ríkisins um
þetta atriði eins og kveðið er á um í samningum
milli aðila. Við getum lítið gert fyrr en þetta hef-
ur verið afgreitt. Aðilar þurfa að vinna saman að
því að útfæra þetta.“
Fyrrverandi forsætisráðherra vissi
að ríkið gat eignast bankann
Forkaupsréttur ríkisins komst mikið í um-
ræðuna eftir að 29% hluturinn var seldur í bank-
anum í vor og í kjölfarið lýsti meðal annars fyrr-
verandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, því til dæmis yfir að hann vildi að
ríkið fengi forkaupsréttinn virkjaðan og nýtti
hann til að eignast bankann í heild.
„Sigmundur var forsætisráðherra á þeim
tíma sem stöðugleikaskilyrðin voru samþykkt.
Eigendur Kaupþings vildu í raun afhenda ríkinu
bankann sem hluta af stöð-
ugleikaskilyrðunum, en
ekki varð af því. Þannig að
Sigmundur er mjög vel
meðvitaður um af hverju
við eigum Arion banka en
ekki ríkið og af hverju
þetta forkaupsrétt-
arákvæði var sett. Þetta er
pólitísk ákvörðun og rík-
isstjórnin sem nú situr vill
selja sinn hlut í bankanum
og út frá því vinnum við.
Þeir hefðu getað þjóðnýtt
bankann, þeim var boðið
það. Ég er maður sem
leysi upp þrotabú. Ef þeir
vilja fara aðra leið þá ættum við að ræða það og
gera það, en miðað við núverandi stefnu, sem er
að selja bankann, vil ég gera það á sem átaka-
minnstan hátt í góðu samstarfi við alla.
Ef af útboði verður, mun ríkið eiga möguleika
á að taka þátt í því og selja sín 13% í bankanum?
„Já, þeir myndu eiga rétt á því að vera með í
útboðinu en væru ekki skuldbundnir til þess. En
við vitum ekki fyrirætlanir ríkisins enn sem
komið er en frumútboð myndi gefa ríkinu auð-
velda leið til að selja hlut sinn.“
Copley segir að fari þetta svona eins og hann
lýsir verði næsta mál hjá ríkinu að hefja sölu-
ferli hinna bankanna tveggja, Íslandsbanka og
Landsbankans, byggt á þessari reynslu. „Þetta
verður nokkurs konar prufudæmi sem mun nýt-
ast ríkinu við markaðssetningu hinna bankanna
alþjóðlega. Þetta er allt mjög nýtt fyrir þeim og
þeir vilja læra af ferlinu.“
Copley segir að Kaupþing beri meirihlutann
af kostnaði af sölu hlutabréfanna í Arion óháð
því hvernig þau eru seld. „Það er hluti af stöð-
ugleikaskilyrðunum að við
greiðum fyrir sölu hluta í
bankanum. Þetta er því
mjög ódýrt fyrir ríkið. Við
værum að eyða milljörðum
íslenskra króna ef bréfin
yrðu seld í frumútboði, eða
tugum milljóna punda. Við
værum þannig að skapa far-
veg sem ríkið getur svo not-
að til að selja sinn hlut ef
það vill. Þetta er ekki ósvip-
að því sem gert var með
Lloyds-bankann í Bret-
landi. Breska stjórnin hefur
verið að selja Lloyds í smá-
skömmtum og notar til þess
skráningu bréfa Lloyds á hlutabréfa-
markaðnum. Íslenska ríkið gæti farið eins að.
Við erum sem sagt að gefa ríkinu fullt af mögu-
leikum, nánast ókeypis, sem er hið besta mál.“
Fyrr í sumar var sagt samkvæmt heimildum í
fjölmiðlum, að nýir eigendur Arion banka, vog-
unarsjóðirnir Taconic, Och-Ziff og Attestor
Capital, hygðust ekki nýta sér kauprétt að
21,9% hlut í bankanum til viðbótar við þau 29%
sem keypt voru í vor. „Þeir höfðu allir val um að
kaupa fleiri hluti en þurfa samþykki FME fyrir
því að fara með eignarhlut yfir 10%. Þeir eru all-
ir undir þeim mörkum í dag. Þessi kaupréttur er
enn í gildi, en um leið og frumútboð hæfist fellur
hann úr gildi. Fram að því munu þeir ekki
Morgunblaðið/Hanna
Arion banka árið 2015
”
Varðandi mögulega
aðkomu lífeyrissjóð-
anna þá yrði ég mjög
undrandi ef enginn ís-
lenskur lífeyrissjóður
hefði áhuga á að fjár-
festi í almennu útboði
ef af verður og ég yrði
jafn undrandi ef allir
myndu gera það.
„Þegar söluandvirðið verður
komið yfir 100 milljarða
skiptum við hagnaði með
ríkinu. Þegar þessir 84 millj-
arðar eru lagðir saman við
hagnaðarskiptinguna má
segja að ríkið sé búið að fá í
kringum 70% af söluandvirði
okkar hlutar í bankanum,“
segir Paul Copley.
Bandaríski fjárfestingarbankinn Lehman
Brothers varð gjaldþrota í september árið
2008, en þrot hans er það stærsta í fjármála-
sögunni. Paul Copley starfaði við uppgjör
slitabús útibús Lehman Brothers í Bretlandi,
eða Lehman Brothers International Europe.
Verkefnið heppnaðist vonum framar, en i dag
glímir búið við það lúxusvandamál að eiga af-
gang þegar útistandi kröfur hafa verið greidd-
ar á nafnvirði, sem er afar sjaldgæft þegar
bankar fara í þrot.
Hvernig kom það til að þú varst fenginn til
að gera upp bú Lehman Brothers í Bretlandi?
„Þetta gerðist mjög hratt. Þetta var í sept-
ember árið 2008, rétt áður en hrunið varð hér
á Íslandi. Lehman Brothers fjárfestingarbank-
inn hafði verið mikið í fréttum þessa vikuna,
og það vildi til að ég hafði nýlokið við verkefni
í Hollandi. Ég var að spila tennis, eins og ég
geri mikið af, líka hér á Íslandi, þegar ég lít á
símann og sé að það eru 12 ósvöruð símtöl,
og í smáskilaboðum stendur: Komdu núna til
Canary Wharf [ fjármálahverfið í Lundúnum].
Þegar ég kom þangað var stjórnarherbergið
fullt af fólki, og mér var tjáð að það væri kom-
ið upp vandamál. Móðurfélagið var nýbúið að
millifæra þrjá milljarða bandaríkjadala til
Bandaríkjanna til að reyna að forða sér frá
hruni, og breska útibúið átti ekkert laust fé,
hvorki til að greiða starfsfólkinu sem var 5.500
manns á þessum tíma, né til að greiða neina
reikninga. Þeir voru hinsvegar sannfærðir um
það þarna á fundinum að Seðlabanki Eng-
lands myndi stíga fram og bjarga félaginu,
eða að Barclays bankinn myndi kaupa Lehm-
an, og ef ekki hann, þá myndi Bank of Am-
erica gera það. Ef ekkert af þessu gengi upp,
yrði félagið hinsvegar gjaldþrota. Þarna var
ég í þessu troðfulla herbergi meðal annars
ásamt einum af lykilstjórnendum og eig-
endum PwC, Tony Lomas, og hugsaði hvað
væri eiginlega á seyði. Þeir sögðu að þetta
yrði allt í lagi.
Þetta var klukkan 14.00 þann 14. sept-
ember. Ég hafði engan þekkingu á banka-
rekstri á þessum tíma, þó ég hefði unnið með
bönkum, og eftir því sem deginum vatt fram
varð ástandið sífellt alvarlegra. Seðlabankinn
ætlaði ekki að gera neitt, og á endanum bað
móðurfélagið um gjaldþrotaskipti. Barclays
keypti ekki, og Bank of America keypti Merryl
Lynch en ekki Lehman. Snemma um morg-
uninn næsta dag eftir að við höfðum unnið
alla nóttina hringdum við í dómara og vöktum
hann og fengum hann til að koma á skrifstof-
una. Við vissum á þessum tíma að Lehman
væri stærsti markaðsaðilinn í Kauphöllinni í
London og við vissum að það yrði blóðbað á
markaðnum þegar hann opnaði. Við fórum því
inn í stjórnstöðina fimm mínútum fyrir opnun
markaða og frystum öll viðskipti okkar. Við
eyddum allri nóttinni í að reyna að átta okkur
á hvað í ósköpunum gengi á, út á hvað þessi
banki gekk eiginlega og hvað fjárfesting-
arbankar gerðu yfir höfuð. Í framhaldinu datt
ég inn í þetta verkefni og var í rúmlega fullri
vinnu hjá Lehman til ágúst árið 2014, þó ég
væri enn tæknilega starfsmaður PwC. Þarna
kynntist ég einmitt Kaupþingi því það átti
kröfur á Lehman sem ég var að vinna úr. Mitt
starf var að safna saman eignunum, sam-
þykkja kröfur, borga réttum aðilum til baka og
semja. Í pundum voru þessar eignir um 15
milljarðar punda, jafnvirði rúmlega tvö þús-
und milljarða íslenskra króna,“ segir Paul
Copley.
Hann segir að starfið hafi verið skemmti-
legt. „Þetta var ótrúleg reynsla en mjög
skemmtileg. Eftir að ég hætti þá fékk ég eig-
inlega menningarsjokk, þegar ég mætti aftur
á skrifstofuna hjá PwC og ætlaði að verða aft-
ur venjulegur ráðgjafi. Ég sakna enn Lehman-
tímans. Ég sakna fólkins sem ég vann með og
allra flækjanna. Fyrstu mánuðirnir í starfinu
eru í algjörri móðu, þegar fjármálakrísan var í
hámarki. Þetta verður aldrei endurtekið.“
Eftir að samið hafði verið um stöðugleika-
skilyrði föllnu íslensku bankanna, þá fékk
Copley símtal frá Íslandi þar sem honum var
boðið að setjast í stjórn Kaupþings. Það gekk
ekki eftir. „En svo fékk ég símtal snemma árs
2016 og mér var boðið að verða forstjóri
Kaupþings með því skilyrði að ég hætti hjá
PwC. Ég var í raun ekki á leiðinni frá PwC, en
mér fannst svo gaman að vinna hjá Lehman,
og Kaupþing leit út fyrir að vera það næsta
sem ég gat komist svipuðu starfi. Ég sagði já
og sé ekki eftir því. Þetta er ólíkt Lehman, því
umhverfið er öðruvísi og fólkið er annað, en
þegar allt kemur til alls eru áskoranirnar svip-
aðar, hvernig hægt er að hvetja fólk áfram til
að hámarka virði eigna á góðum tíma og
leggja svo starfsemina niður. Í upphafi taldi ég
að þetta yrði um þriggja ára ferli, fyrir utan
möguleg dómsmál sem geta teygst yfir lengri
tíma, en nú tel ég að verkinu gæti lokið á
þessum tíma á næsta ári, ef ekki fyrr, segir
Copley sem er búsettur í London en er með
íbúð hér á landi. „Ég dvel á Íslandi alla jafna
frá þriðjudegi og fram á fimmtudag eða föstu-
dag. Ég mun halda því fyrirkomulagi áfram
fram yfir áramót, en þá fer ég að draga smám
saman úr viðveru minni hér á landi og leita
mér að annarri vinnu. Kannski verður einhver
annar banki gjaldþrota bráðum, þó ég óski
engum þess,“ segir Copley að lokum og bros-
ir.
2.000 milljarða Lehman Brothers verkefni
Bandaríski fjárfestingarbankinn Lehman
Brothers varð gjaldþrota árið 2008.