Morgunblaðið - 31.08.2017, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2017FRÉTTIR
©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim.
Af síðum
Angela Merkel segist vera fylgjandi
þeirri hugmynd að evrusvæðið geri
sameiginleg fjárlög og hafi sameig-
inlegan fjármálaráðherra með aðset-
ur í Brussel. Þetta er merki um
stuðning við umbótatillögur Emman-
uels Macrons sem vill gera umfangs-
miklar breytingar á hinu sameig-
inlega myntsvæði.
Ummæli Merkel þykja vera skýr-
asta vísbendingin fram til þessa um
að hún vilji gera umbæturnar á evru-
svæðinu að einu af sínum helstu for-
gangsmálum, og hluta af sinni póli-
tísku arfleifð, takist henni að sigra í
þýsku þingkosningunum í næsta
mánuði.
En sérfræðingar vara við því að enn
er mikill munur á hugmyndum
Frakka og Þjóðverja um hvað nánara
samstarf evrulandanna á að fela í sér.
Sjálf hefur Merkel sagt að það sé enn
ekki ljóst hvað fjármálaráðherra Evr-
ópusambandsins myndi í raun fást við.
Þrýstingur á Merkel eykst
Kanslarinn lét ummæli sín falla á
árlegum sumarfundi með blaðamönn-
um í Berlín í fyrradag. Þar talaði hún
í meira en eina og hálfa klukkustund
um allt frá flóttamannavanda Evrópu
yfir í samband álfunnar við Tyrkland
og útblástursprófanasvindlið.
Nú þegar tæpur mánuður er til
kosninga eykst þrýstingurinn á Mer-
kel að gefa nákvæmari mynd af því
hvert hún vill að evrusvæðið stefni.
Sósíaldemókratinn Martin Shulz,
hennar helsti andstæðingur í kosn-
ingunum, hefur verið mun afdrátt-
arlausari í stuðningi sínum við um-
bótahugmyndir Macrons og hefur
sakað kanslarann um að skorta sýn
um framtíð Evrópu.
Macron vill aukna samleitni
Macron hefur tekið undir kröfu
landanna í suðurhluta evrusvæðisins,
með Ítalíu í fararbroddi, að evrulönd-
in geri með sér sameiginleg fjárlög
sem standi straum af fjárfestingum
til að örva hagvöxt og geti mildað
áhrif af efnahagskreppum. Hann hef-
ur gefið í skyn að það kæmi til greina
að fjármagna þetta á skuldabréfa-
markaði. Hann sér líka fyrir sér að
sérstakt þing evrulandanna yrði sett
á laggirnar til að samþykkja fjárlög
svæðisins.
Á þriðjudag ítrekaði Macron að
hann myndi þrýsta á um aukna
félagslega og efnahagslega „sam-
leitni“ innan myntsamstarfsins. Hann
sagði hópi sendiherra í París að vik-
urnar eftir þýsku kosningarnar hygð-
ust Frakkland kynna drög að „tugum
“ tillagna um umbætur á evrusvæð-
inu.
Hann bætti því við að Brexit væri
tækifæri fyrir „framvarðasveit“
þeirra þjóða sem vilja „stefna fram á
við“, til þess að framkvæma það „án
þess að vera undir hæl aðildarlanda
sem vilja, líkt og þau hafa fyllilega
rétt á, fara hægar í sakirnar og ekki
ganga eins langt.“
Merkel ekki jafn róttæk
Hugmyndir Merkel um fjárlög fyr-
ir evrusvæðið eru ekki jafn róttækar
og hugmyndir Macrons. Hún vill
setja á laggirnar nokkurs konar sjóð
sem myndi verðlauna þau lönd sem
ráðast í kerfislægar umbætur. Hún
kvaðst sjá fyrir sér fjárlög sem
myndu samanstanda af „smáum
framlögum“ frekar en „hundruðum
milljarða evra“. Þessi sjóður myndi
dreifa fjármagni til landa sem gera
umbætur á hagkerfum sínum, „en
sem hafa á sama tíma lítið svigrúm
vegna Samkomulagsins um stöð-
ugleika og vöxt (e. Stability and
Growth Pact).“
En jafnvel svona hófleg tillaga gæti
reynst Merkel dýrkeypt. Þýskir kjós-
endur líta gjarnan svo á að hvers
kyns umbótaaðgerðir á evrusvæðinu
séu til þess gerðar að hafa af þeim
þeirra eigin peninga. Þjóðverjar ótt-
ast að evrusvæðið kunni að breytast í
tilfærslubandalag þar sem einstök
aðildarríki geta safnað skuldum sem
allir hinir bera sameiginlega ábyrgð
á.
Vill tryggja arfleifð sína
Merkel hefur þegar útilokað sam-
eiginlega ábyrgð á skuldum. En á
sama tíma fer hún ekki í neinar graf-
götur með það að hana langar að
setja mark sitt á evrusvæðið. „Næsta
kjörtímabil verður sennilega hennar
síðasta, og þess vegna yrði það mikil-
vægt fyrir afleifð hennar að tryggja
að evrusvæðið standi á traustum
grunni,“ segir Mujtaba Rahman hjá
Eurasia Group.
Hann segir líka að þýsk stjórnvöld
líti svo á að þeim renni blóðið til
skyldunnar að hjálpa Macron að ná
markmiðum sínum og tryggja þannig
að það gerist ekki í næstu kosningum
að Marine Le Pen hjá Þjóð-
arflokknum velti honum úr sessi.
„Ráðamenn í Berlín gera sér grein
fyrir að árangur Evrópusambandsins
og árangur Macrons haldast í hend-
ur,“ segir hann.
Hlynnt fjármálaráðherra
Til viðbótar við ummæli kanslarans
um fjárlög evrulandanna sagði Mer-
kel að hún væri hlynnt því að setja á
laggirnar embætti „efnahags- og fjár-
málaráðherra“ evrusvæðisins sem
myndi vinna að „auknu“ samræmi í
hagstjórn evruríkjanna og tryggja að
„samkeppnisráðandi þættir væru
samræmdir.“
Hún studdi einnig tillögur þýska
fjármálaráðherrans, Wolfgang
Schäuble, um að breyta björg-
unarjsóði Evrópska seðlabankans í
Gjaldeyrissjóð Evrópu.
„Hugmyndin er mjög góð,“ sagði
hún við blaðamenn. „Við gætum sýnt
umheiminum að við hefðum öll úr-
ræði til staðar innan evrusvæðisins til
að bregðast við óvæntum at-
burðum.“
Merkel tekur áhættu vegna evrusvæðis
Eftir Guy Chazan í Berlín
Angela Merkel lýsti í vik-
unni yfir stuðningi við til-
lögur Emmanuels Mac-
rons um sameiginleg
fjárlög og fjármálaráð-
herra á evrusvæðinu, sem
gæti reynst henni dýr-
keypt í komandi kosn-
ingum í Þýskalandi.
AFP
Ummæli Merkel kanslara benda til þess að hún vilji gera umbætur á evrusvæðinu að einu af helstu forgangsmálum sínum og hluta af sinni pólitísku arfleifð.
Lífið tók miklum breytingum
Ég var búin að prófa allt til að losna við stanslausan
sviða og vanlíðan. Loksins fann ég það sem virkaði,
Bio-Kult Candéa, mun halda áfram að nota það.
Unnur Gunnlaugsdóttir
Bio Kult Candéa
Góð og öflug vörn fyrir
meltingarveginn
l Styrkir meltinguna
l Vinnur á Candida sveppnum
l Kemur jafnvægi á
meltingaflóruna
l Bestu gæði góðgerla
Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Nánari á icecare.is